Neita að sundurliða laun lykilstjórnenda Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. mars 2019 06:30 Hagnaður HS Veitna, sem er að stærstum hluta í eigu sveitarfélaga, dróst saman milli ára og nam 682 milljónum króna í fyrra. Fréttablaðið/Valli Stjórnsýsla HS Veitur, sem eru að stærstum hluta í eigu sveitarfélaga, neita að veita Fréttablaðinu sundurliðaðar upplýsingar um launagreiðslur til yfirstjórnar fyrirtækisins. Ógagnsæi einkennir framsetningu í nýbirtum ársreikningi HS Veitna. Forstjórinn segir ársreikninginn standast lög og reglur og að stjórnarákvörðun þurfi fyrir frekari upplýsingagjöf. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar telur líklegt að óskað verði eftir upplýsingum um málið. HS Veitur eru í meirihlutaeigu Reykjanesbæjar sem á 50,1 prósent í fyrirtækinu, HSV eignarhaldsfélag Heiðars Guðjónssonar á tæp 34 prósent og Hafnarfjarðarbær rúm 15 prósent. Félagið var stofnað í árslok 2008 í kjölfar skiptingar Hitaveitu Suðurnesja hf. í HS Orku og HS Veitur. Annast félagið dreifingu á rafmagni og vatni.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Ólíkt því sem gengur og gerist eru greiðslur til sjö manna stjórnar félagsins og fjögurra manna framkvæmdastjórnar sem forstjórinn tilheyrir ekki sundurliðaðar í ársreikningi félagsins. Aðeins er gefin upp samtala heildarlaunagreiðslna til þessara ellefu einstaklinga sem námu 112 milljónum á síðasta ári samanborið við 105 milljónir árið áður. Í ljósi þessa ógagnsæis óskaði Fréttablaðið eftir sundurliðun á þessum launatölum hjá forstjóra félagsins, Júlíusi J. Jónssyni. Hann telur sig ekki geta veitt þær upplýsingar. Júlíus bendir á að þarna sé verið að tala um laun framkvæmdastjórnarinnar, stjórnar auk tilfallandi launa varamanna auk mótframlags í lífeyrissjóði. „Skýringin eins og hún er í reikningnum er í samræmi við lög og reglur og breytingar verða ekki gerðar á þessari upplýsingagjöf nema stjórn félagsins samþykki það sérstaklega þannig að ég get ekki gefið frekari upplýsingar á þessu stigi,“ segir í skriflegu svari forstjórans við fyrirspurn blaðsins. Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Kjartani Má Kjartanssyni. Hann kvaðst ekki hafa séð ársreikninginn sjálfur. „Mér þykir þó ekki ólíklegt að Reykjanesbær óski eftir nánari sundurliðun á aðalfundinum sem fram fer þann 27. mars,“ segir Kjartan Már. Fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum verður formaður bæjarráðs, Friðjón Einarsson, en stjórnarformaður HS Veitna, fyrir hönd sveitarfélagsins, er bæjarfulltrúinn Gunnar Þórarinsson. Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Stjórnsýsla HS Veitur, sem eru að stærstum hluta í eigu sveitarfélaga, neita að veita Fréttablaðinu sundurliðaðar upplýsingar um launagreiðslur til yfirstjórnar fyrirtækisins. Ógagnsæi einkennir framsetningu í nýbirtum ársreikningi HS Veitna. Forstjórinn segir ársreikninginn standast lög og reglur og að stjórnarákvörðun þurfi fyrir frekari upplýsingagjöf. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar telur líklegt að óskað verði eftir upplýsingum um málið. HS Veitur eru í meirihlutaeigu Reykjanesbæjar sem á 50,1 prósent í fyrirtækinu, HSV eignarhaldsfélag Heiðars Guðjónssonar á tæp 34 prósent og Hafnarfjarðarbær rúm 15 prósent. Félagið var stofnað í árslok 2008 í kjölfar skiptingar Hitaveitu Suðurnesja hf. í HS Orku og HS Veitur. Annast félagið dreifingu á rafmagni og vatni.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Ólíkt því sem gengur og gerist eru greiðslur til sjö manna stjórnar félagsins og fjögurra manna framkvæmdastjórnar sem forstjórinn tilheyrir ekki sundurliðaðar í ársreikningi félagsins. Aðeins er gefin upp samtala heildarlaunagreiðslna til þessara ellefu einstaklinga sem námu 112 milljónum á síðasta ári samanborið við 105 milljónir árið áður. Í ljósi þessa ógagnsæis óskaði Fréttablaðið eftir sundurliðun á þessum launatölum hjá forstjóra félagsins, Júlíusi J. Jónssyni. Hann telur sig ekki geta veitt þær upplýsingar. Júlíus bendir á að þarna sé verið að tala um laun framkvæmdastjórnarinnar, stjórnar auk tilfallandi launa varamanna auk mótframlags í lífeyrissjóði. „Skýringin eins og hún er í reikningnum er í samræmi við lög og reglur og breytingar verða ekki gerðar á þessari upplýsingagjöf nema stjórn félagsins samþykki það sérstaklega þannig að ég get ekki gefið frekari upplýsingar á þessu stigi,“ segir í skriflegu svari forstjórans við fyrirspurn blaðsins. Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Kjartani Má Kjartanssyni. Hann kvaðst ekki hafa séð ársreikninginn sjálfur. „Mér þykir þó ekki ólíklegt að Reykjanesbær óski eftir nánari sundurliðun á aðalfundinum sem fram fer þann 27. mars,“ segir Kjartan Már. Fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum verður formaður bæjarráðs, Friðjón Einarsson, en stjórnarformaður HS Veitna, fyrir hönd sveitarfélagsins, er bæjarfulltrúinn Gunnar Þórarinsson.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira