Stjórnmálamenn líti í eigin barm Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. mars 2019 19:19 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. Ákvarðanir kjararáðs á síðustu árum hafi hleypt illu blóði í verkalýðshreyfinguna og stjórnvöld ættu því að vera opin fyrir því að grípa til aðgerða, líkt og að frysta laun háttsettra ríkisstarfsmanna. Yfirstandandi kjaraviðræður hafa harnað á síðustu vikum. Fjórfylking verkalýðshreyfingarinnar hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins og boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum. Félagsdómur mun síðan úrskurða eftir helgi hvort verkafallsboðun Eflingar hafi verið lögleg, en hún mun taka til ræstingafólks á hótelum sem að óbreyttu mun hefjast næstkomandi föstudag.Þorgerður Katrín segir að staðan sem upp er komin sé að mörgu leyti ógnvænleg. Hún telur að aðilar vinnumarkaðarins, jafnt verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur, þurfi að átta sig á því hvað teljist óraunhæfar launakröfur. Staðan sem uppi er komin geti reynst þjóðarbúinu kostnaðarsöm, fari hún úr böndunum.„Því að við þurfum að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum og það næst ekki nema annars vegar að deiluaðilar semji og síðan að ríkisvaldið komi með tillögu sem beinist inn í þessar kjaradeilu. Ég verð að segja eins og er að ríkisstjórnin, hennar skattatillögur voru ekki beint til þess að leysa eða hjálpa til við að leysa þennan hnút sem að deilan er komin í,“ segir Þorgerður Katrín.Úrskurðir kjararáðs á undanförnum árum með tilheyrandi tugprósenta launahækkunum fyrir háttsetta ríkisstarfsmenn hafa verið vatn á millu verkalýðshreyfingarinnar. Þorgerður segir því ekki nema eðlilegt að stjórnmálamenn líti í eigin barm þegar umræður um kjarabætur fyrir þá lægst settu eru annars vegar.„Því er ekki að leyna að bæði ákvarðanir kjararáðs á sínum tíma, en ekki síður líka núna nýlegar hækkanir ríkisforstjóranna upp á marga tugi prósenta þannig að þeir eru kannski með 10-15föld laun miðað við laun þeirra sem eru lægst launaðir innan þeirra stofnana. þetta gengur ekki, það sjá allir,“ segir Þorgerður Katrín.Til að lægja öldurnar á vinnumarkaði þurfi því að horfa til aðgerða, til að mynda launafrystingar í efstu lögum hins opinbera.„Ríkisstarfsmenn, hvort sem það eru þingmenn, stjórnmálafólk en ekki síður æðstu embættismenn ríkisins, við verðum að horfa í eigin barm, skoða hvað það er sem við getum lagt af mörkum til að ná þjóðarsátt, til þess að jafna kjör og reyna að gera okkar til að leysa þessa deilu. Ef að það kallar á til dæmis frystingu launa í einhvern tíma þá er það að sjálfsögðu eitthvað sem við eigum að skoða.“ Alþingi Kjaramál Viðreisn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. Ákvarðanir kjararáðs á síðustu árum hafi hleypt illu blóði í verkalýðshreyfinguna og stjórnvöld ættu því að vera opin fyrir því að grípa til aðgerða, líkt og að frysta laun háttsettra ríkisstarfsmanna. Yfirstandandi kjaraviðræður hafa harnað á síðustu vikum. Fjórfylking verkalýðshreyfingarinnar hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins og boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum. Félagsdómur mun síðan úrskurða eftir helgi hvort verkafallsboðun Eflingar hafi verið lögleg, en hún mun taka til ræstingafólks á hótelum sem að óbreyttu mun hefjast næstkomandi föstudag.Þorgerður Katrín segir að staðan sem upp er komin sé að mörgu leyti ógnvænleg. Hún telur að aðilar vinnumarkaðarins, jafnt verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur, þurfi að átta sig á því hvað teljist óraunhæfar launakröfur. Staðan sem uppi er komin geti reynst þjóðarbúinu kostnaðarsöm, fari hún úr böndunum.„Því að við þurfum að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum og það næst ekki nema annars vegar að deiluaðilar semji og síðan að ríkisvaldið komi með tillögu sem beinist inn í þessar kjaradeilu. Ég verð að segja eins og er að ríkisstjórnin, hennar skattatillögur voru ekki beint til þess að leysa eða hjálpa til við að leysa þennan hnút sem að deilan er komin í,“ segir Þorgerður Katrín.Úrskurðir kjararáðs á undanförnum árum með tilheyrandi tugprósenta launahækkunum fyrir háttsetta ríkisstarfsmenn hafa verið vatn á millu verkalýðshreyfingarinnar. Þorgerður segir því ekki nema eðlilegt að stjórnmálamenn líti í eigin barm þegar umræður um kjarabætur fyrir þá lægst settu eru annars vegar.„Því er ekki að leyna að bæði ákvarðanir kjararáðs á sínum tíma, en ekki síður líka núna nýlegar hækkanir ríkisforstjóranna upp á marga tugi prósenta þannig að þeir eru kannski með 10-15föld laun miðað við laun þeirra sem eru lægst launaðir innan þeirra stofnana. þetta gengur ekki, það sjá allir,“ segir Þorgerður Katrín.Til að lægja öldurnar á vinnumarkaði þurfi því að horfa til aðgerða, til að mynda launafrystingar í efstu lögum hins opinbera.„Ríkisstarfsmenn, hvort sem það eru þingmenn, stjórnmálafólk en ekki síður æðstu embættismenn ríkisins, við verðum að horfa í eigin barm, skoða hvað það er sem við getum lagt af mörkum til að ná þjóðarsátt, til þess að jafna kjör og reyna að gera okkar til að leysa þessa deilu. Ef að það kallar á til dæmis frystingu launa í einhvern tíma þá er það að sjálfsögðu eitthvað sem við eigum að skoða.“
Alþingi Kjaramál Viðreisn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira