Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Tindastóll 85-90│Tindastóll náði í sigur í ótrúlegum leik Árni Jóhannsson skrifar 3. mars 2019 22:00 ÍR-ingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Vísir/Bára Það var mikið undir í Hertz hellinum í kvöld þegar ÍR tók á móti Tindastól í 19. umferð Dominos deildarinnar í körfubolta. Bæði lið þurftu á stigunum að halda í sinni baráttu og það sást á fyrstu mínútunum og út allan leikinn. Bæði lið náðu upp góðum varnarleik en náðu ekki að nýta það að fullu í sóknarleik sínum. Það voru sérstaklega heimamenn sem áttu að vera súrir með að hafa ekki meira forskot í lok fyrsta leikhluta en eitt stig því þeir höfðu tökin á leiknum en voru bara 15-14 yfir eftir fyrstu tíu. Í öðrum leikhluta náðu gestirnir vopnum sínum sóknarlega og náðu að upp sjö stiga forskoti sem þeir fóru með inn í hálfleik, 32-39. Héldu þeir áfram að spila vel í upphafi seinni hálfleiks en þeir náðu mest 13 stiga forskoti og leit þetta út fyrir að vera gamla góða Tindastóls liðið sem var mætt til leiks og ætlaði að hlaupa í burtu með sigurinn. ÍR-ingar voru ekki á sama máli og eftir gott leikhlé náðu þeir að vinna upp forskotið og jafna metin í lok þriðja leikhluta sem endaði 54-54. Heimamenn komust síðan yfir og þá upphófst geggjaður lokakafli þar sem liðin skiptust á forystu og miklum æsing. ÍR-ingar voru svo komnir með þriggja stiga forystu þegar 20 sekúndur lifðu af leiknum og fengu fjögur tækifæri af vítalínunni til að klára leikinn. Það gerðu þeir ekki og þegar um sekúnda var eftir féll Philip Alawoya boltann fyrir utan þriggja stiga línuna og henti hann boltanum upp í loftið og snerti hann ekki netið þegar hann fór í gegnum gjörðina. Þar með var jafnt og framlengja þurfti leikinn. Staðan 77-77 í lok venjulegs leiktíma. Heimamenn náðu fyrstu körfunni í framlengingunni en það er oft mikilvægt að gera. Þeir voru hinsvegar slegnir út af laginu og náðu ekki að halda haus í lok leiksins og náðu Stólarnir góðri forystu á lokamínútunni sem þeir létu ekki af hendi og sigldu heim stigunum. Lokastaðan 83-90 fyrir Tindastól í leik sem verður lengi í minnum hafður, allavega á Sauðárkrók.Afhverju vann Tindastóll? Hér verðum við að líta til andlegs styrks leikmanna í körfubolta en ÍR-ingar klikkuðu á of mörgum vítaskotum á ögurstundu á meðan Stólarnir héldu haus og náðu sigrinum.Bestir á vellinum? Philip Alawoya var að spila sinn fyrsta leik með Tindastól og leit hann mjög vel út í kvöld. Hann var tilbúinn og skoraði fyrstu níu stig sinna manna og hélt áfram að ná í góðar körfur í allt kvöld og endaði hann með 26 stig og níu fráköst. Þá gerði hann vel á hinum enda vallarins og varði til að mynda fjögur skot. Þá átti hann körfuna sem jafnaði metin í lok leiksins og gerði gestunum kleyft að vinna í framlengingu. Hjá ÍR skoraði allt byrjunarliðið annað hvort 11 stig eða 16 stig. Gerald Robinson og Kevin Capers voru með 16 stig á meðan Matthías Orri, Sigurður Þorsteinss. og Sæþór Elmar skoruðu 11 stig. Sigurður tók þar að auki 15 fráköst.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var stirður á löngum köflum og þá voru vítaskotin hjá ÍR mjög veikur hlekkur í leik þeirra. Þeir voru með 61% vítanýtingu og á ögurstundu þegar þeir gátu lokað leiknum þá klúðruðu þeir fjórum vítum í röð og leyfðu þannig Stólunum að jafna leikinn. Það er skiljanlega óbragð i munni leikmanna og áhangenda ÍR en þeir þurfa að hrista það af sér því það er stutt í næst leik.Hvað næst? ÍR þarf eins og áður segir að jafna sig fljótt á þessum ósigri en næsta verkefni verður ekki síður erfitt en þeir fara til Njarðvíkur og spila við heimamenn. Þeir prísa sig kannski sæla að Grindavík tapaði einnig í kvöld þannig að þeir missa þá ekki of langt frá sér í baráttunni. Tindastóll fær fallið lið Breiðabliks í heimsókn og eygja sénsinn á að sauma saman tvo sigurleiki í röð en sjálfstraust þeirra hefur orðið fyrir hnjaski á seinni helming mótsins.Borche: Vítaskotin sem kostuðu okkur þennan leik Þjálfara ÍR var orða vant þegar blaðamaður náði tali af honum eftir leik í kvöld en hann var að vonum fúll með úrslit leiksins. „Ég veit ekki hvað maður getur sagt eftir svona, við töpuðum eins og við töpuðum í framlengingunni en þegar það eru 20 sekúndur eftir og liðið manns hefur þrjú stig í forskot og færi fjögur vítaskot sem klikka þá reynir maður á heppnina sína. Við vorum síðan ekki nógu snjallir að brjóta á þeim til ða gefa þeim frekar tvö víti í stainn fyrir þriggja stiga skot sem kom þeim í framlenginguna og þá er það andlegur styrkur sem skiptir máli og þetta varð mjög erfitt þegar við misstum menn af velli með fimm villur. Tindastóll gerði vel í þessum leik að ná að klára hann en við þurfum að ná í einn eða tvo sigra til að eiga möguleika á að vera með í úrslitakeppninni“. Borche var spurður út í sóknarleik sinna manna og sérstaklega vítin en þau voru vandamál hjá ÍR-ingum í kvöld. Þeir náðu oft góðum varnarleik en náðu ekki að nýta það í sóknarleiknum nógu vel. „Vítaskotin voru mikið vandamál. Landsleikjahléið hafði vond áhrif á bæði liðin en við vorum í vandræðum sóknarlega og Tindastóll líka. Ég veit ekki hversu mörgum vítum við klúðruðum en vítin eru náttúrlega til að skera úr um hvor vinnur og hvor tapar og í þetta sinn kom það í okkar hlut að tapa þessu á vítaskotunum“. „Við þurfum að finna sjálfstraustið og spila á því. Það skiptir ekki máli á móti hverjum við spilum, deildin er mjög jöfn og allir virðast geta unnið alla þannig að við þurfum að fara til Njarðvíkur og spila með sjálfstrausti“, sagði Borche að lokum um framhaldið í deildinni.Israel: Það var trúin á okkur sjálfa sem skilaði þessu í kvöld Það kom bros á þjálfara Tindastóls þegar hann var spurður hvað hans menn hefðu gert rétt í kvöld til að landa sigrinum. „Það var trúin á okkur sjálfa sem skilaði þessu í kvöld. Það voru miklar sveiflur í þessum leik sem var mjög harður og spennandi og við trúðum því að við myndum ná sigrinum. Við sýndum mikinn karakter í dag og í raun og veru þá sýndum við að við erum enn sterkir andlega. Vonandi er þessi dagur og þessi sigur nýtt upphaf hjá okkur þar sem okkur líður vel saman. Við vonandi náum að sýna núna að við erum ennþá gott lið í framhaldinu“. Israel var eins og kollegi sinn hjá ÍR spurður út í sóknarleik liðsins en það voru stirðleikamerki þar eins og hjá ÍR og var þá spurður hvort landsleikjahléið hafði svona slæm áhrif. „Engum líkar við það að vera laus við keppni í svona langan tíma, menn tapa snertingunni fyrir skotinu sínu og leiknum sjálfum. Við töluðum um það fyrir leik að þetta væri eins og fyrsti leikur tímabilsins og leikurinn leit þannig út. Við áttum þennan sigur skilið, ÍR eru samt lið sem þarf að taka alvarlega og eru þeir vel þjálfaðir þannig að við erum mjög ánægðir með þennan sigur“. Að lokum var Israel spurður út í mikilvægi þess að ná sigrinum en Tindastóll hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir þennan leik. „Mjög mikilvægt. Við vorum náttúrlega að breyta liðinu okkar, við erum hægari en við vorum og við erum komnir með PJ [Alawoya] sem gerir okkur sterka á hálfa vellinum. Hann er klár gæi og við erum mjög ánægðir með hann. En þetta snýst allt um liðsheildina og við þurfum að trúa því að við getum unnið og þurfum að spila vel saman“. Dominos-deild karla
Það var mikið undir í Hertz hellinum í kvöld þegar ÍR tók á móti Tindastól í 19. umferð Dominos deildarinnar í körfubolta. Bæði lið þurftu á stigunum að halda í sinni baráttu og það sást á fyrstu mínútunum og út allan leikinn. Bæði lið náðu upp góðum varnarleik en náðu ekki að nýta það að fullu í sóknarleik sínum. Það voru sérstaklega heimamenn sem áttu að vera súrir með að hafa ekki meira forskot í lok fyrsta leikhluta en eitt stig því þeir höfðu tökin á leiknum en voru bara 15-14 yfir eftir fyrstu tíu. Í öðrum leikhluta náðu gestirnir vopnum sínum sóknarlega og náðu að upp sjö stiga forskoti sem þeir fóru með inn í hálfleik, 32-39. Héldu þeir áfram að spila vel í upphafi seinni hálfleiks en þeir náðu mest 13 stiga forskoti og leit þetta út fyrir að vera gamla góða Tindastóls liðið sem var mætt til leiks og ætlaði að hlaupa í burtu með sigurinn. ÍR-ingar voru ekki á sama máli og eftir gott leikhlé náðu þeir að vinna upp forskotið og jafna metin í lok þriðja leikhluta sem endaði 54-54. Heimamenn komust síðan yfir og þá upphófst geggjaður lokakafli þar sem liðin skiptust á forystu og miklum æsing. ÍR-ingar voru svo komnir með þriggja stiga forystu þegar 20 sekúndur lifðu af leiknum og fengu fjögur tækifæri af vítalínunni til að klára leikinn. Það gerðu þeir ekki og þegar um sekúnda var eftir féll Philip Alawoya boltann fyrir utan þriggja stiga línuna og henti hann boltanum upp í loftið og snerti hann ekki netið þegar hann fór í gegnum gjörðina. Þar með var jafnt og framlengja þurfti leikinn. Staðan 77-77 í lok venjulegs leiktíma. Heimamenn náðu fyrstu körfunni í framlengingunni en það er oft mikilvægt að gera. Þeir voru hinsvegar slegnir út af laginu og náðu ekki að halda haus í lok leiksins og náðu Stólarnir góðri forystu á lokamínútunni sem þeir létu ekki af hendi og sigldu heim stigunum. Lokastaðan 83-90 fyrir Tindastól í leik sem verður lengi í minnum hafður, allavega á Sauðárkrók.Afhverju vann Tindastóll? Hér verðum við að líta til andlegs styrks leikmanna í körfubolta en ÍR-ingar klikkuðu á of mörgum vítaskotum á ögurstundu á meðan Stólarnir héldu haus og náðu sigrinum.Bestir á vellinum? Philip Alawoya var að spila sinn fyrsta leik með Tindastól og leit hann mjög vel út í kvöld. Hann var tilbúinn og skoraði fyrstu níu stig sinna manna og hélt áfram að ná í góðar körfur í allt kvöld og endaði hann með 26 stig og níu fráköst. Þá gerði hann vel á hinum enda vallarins og varði til að mynda fjögur skot. Þá átti hann körfuna sem jafnaði metin í lok leiksins og gerði gestunum kleyft að vinna í framlengingu. Hjá ÍR skoraði allt byrjunarliðið annað hvort 11 stig eða 16 stig. Gerald Robinson og Kevin Capers voru með 16 stig á meðan Matthías Orri, Sigurður Þorsteinss. og Sæþór Elmar skoruðu 11 stig. Sigurður tók þar að auki 15 fráköst.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var stirður á löngum köflum og þá voru vítaskotin hjá ÍR mjög veikur hlekkur í leik þeirra. Þeir voru með 61% vítanýtingu og á ögurstundu þegar þeir gátu lokað leiknum þá klúðruðu þeir fjórum vítum í röð og leyfðu þannig Stólunum að jafna leikinn. Það er skiljanlega óbragð i munni leikmanna og áhangenda ÍR en þeir þurfa að hrista það af sér því það er stutt í næst leik.Hvað næst? ÍR þarf eins og áður segir að jafna sig fljótt á þessum ósigri en næsta verkefni verður ekki síður erfitt en þeir fara til Njarðvíkur og spila við heimamenn. Þeir prísa sig kannski sæla að Grindavík tapaði einnig í kvöld þannig að þeir missa þá ekki of langt frá sér í baráttunni. Tindastóll fær fallið lið Breiðabliks í heimsókn og eygja sénsinn á að sauma saman tvo sigurleiki í röð en sjálfstraust þeirra hefur orðið fyrir hnjaski á seinni helming mótsins.Borche: Vítaskotin sem kostuðu okkur þennan leik Þjálfara ÍR var orða vant þegar blaðamaður náði tali af honum eftir leik í kvöld en hann var að vonum fúll með úrslit leiksins. „Ég veit ekki hvað maður getur sagt eftir svona, við töpuðum eins og við töpuðum í framlengingunni en þegar það eru 20 sekúndur eftir og liðið manns hefur þrjú stig í forskot og færi fjögur vítaskot sem klikka þá reynir maður á heppnina sína. Við vorum síðan ekki nógu snjallir að brjóta á þeim til ða gefa þeim frekar tvö víti í stainn fyrir þriggja stiga skot sem kom þeim í framlenginguna og þá er það andlegur styrkur sem skiptir máli og þetta varð mjög erfitt þegar við misstum menn af velli með fimm villur. Tindastóll gerði vel í þessum leik að ná að klára hann en við þurfum að ná í einn eða tvo sigra til að eiga möguleika á að vera með í úrslitakeppninni“. Borche var spurður út í sóknarleik sinna manna og sérstaklega vítin en þau voru vandamál hjá ÍR-ingum í kvöld. Þeir náðu oft góðum varnarleik en náðu ekki að nýta það í sóknarleiknum nógu vel. „Vítaskotin voru mikið vandamál. Landsleikjahléið hafði vond áhrif á bæði liðin en við vorum í vandræðum sóknarlega og Tindastóll líka. Ég veit ekki hversu mörgum vítum við klúðruðum en vítin eru náttúrlega til að skera úr um hvor vinnur og hvor tapar og í þetta sinn kom það í okkar hlut að tapa þessu á vítaskotunum“. „Við þurfum að finna sjálfstraustið og spila á því. Það skiptir ekki máli á móti hverjum við spilum, deildin er mjög jöfn og allir virðast geta unnið alla þannig að við þurfum að fara til Njarðvíkur og spila með sjálfstrausti“, sagði Borche að lokum um framhaldið í deildinni.Israel: Það var trúin á okkur sjálfa sem skilaði þessu í kvöld Það kom bros á þjálfara Tindastóls þegar hann var spurður hvað hans menn hefðu gert rétt í kvöld til að landa sigrinum. „Það var trúin á okkur sjálfa sem skilaði þessu í kvöld. Það voru miklar sveiflur í þessum leik sem var mjög harður og spennandi og við trúðum því að við myndum ná sigrinum. Við sýndum mikinn karakter í dag og í raun og veru þá sýndum við að við erum enn sterkir andlega. Vonandi er þessi dagur og þessi sigur nýtt upphaf hjá okkur þar sem okkur líður vel saman. Við vonandi náum að sýna núna að við erum ennþá gott lið í framhaldinu“. Israel var eins og kollegi sinn hjá ÍR spurður út í sóknarleik liðsins en það voru stirðleikamerki þar eins og hjá ÍR og var þá spurður hvort landsleikjahléið hafði svona slæm áhrif. „Engum líkar við það að vera laus við keppni í svona langan tíma, menn tapa snertingunni fyrir skotinu sínu og leiknum sjálfum. Við töluðum um það fyrir leik að þetta væri eins og fyrsti leikur tímabilsins og leikurinn leit þannig út. Við áttum þennan sigur skilið, ÍR eru samt lið sem þarf að taka alvarlega og eru þeir vel þjálfaðir þannig að við erum mjög ánægðir með þennan sigur“. Að lokum var Israel spurður út í mikilvægi þess að ná sigrinum en Tindastóll hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir þennan leik. „Mjög mikilvægt. Við vorum náttúrlega að breyta liðinu okkar, við erum hægari en við vorum og við erum komnir með PJ [Alawoya] sem gerir okkur sterka á hálfa vellinum. Hann er klár gæi og við erum mjög ánægðir með hann. En þetta snýst allt um liðsheildina og við þurfum að trúa því að við getum unnið og þurfum að spila vel saman“.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti