Hneykslaði þingmenn með ræðu um tjaldbúðir mótmælenda og „almenningsnáðhús“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2019 16:22 Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins. Vísir/vilhelm Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis í dag með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. Í ræðunni gagnrýndi Ólafur borgaryfirvöld fyrir að hafa gefið leyfi fyrir „tjaldbúð“ mótmælenda og lýsti yfir áhyggjum af því að þjóðkirkjan skyldi hafa breytt Dómirkjunni í „almenningsnáðhús“. Ólafur viðraði áðurnefndar áhyggjur sínar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi síðdegis í dag. Þar innti hann Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra eftir því til hvaða ráðstafana hún hygðist grípa eftir að í ljós kom að útgjöld vegna hælisleitenda færu allt að tvo milljarða króna fram úr fjárlögum. Ráðherra svaraði því til að hún hefði kallað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnum um hvað væri hægt að gera til að bregðast við stöðunni, og leggja í kjölfarið fram tillögur.Dómkirkjunni breytt í „almenningsnáðhús“ Ólafur kom þá aftur upp í pontu og lýsti því yfir að það væri mikilvægt að héðan væru ekki send skilaboð sem væru til þess fallin að hvetja fólk, sem ekki fullnægir skilyrðum til slíks, til að leita hælis hér á landi.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/vilhelmÞá gagnrýndi hann að lokum bæði borgaryfirvöld og ráðamenn þjóðkirkjunnar vegna aðkomu þeirra að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli undanfarnar vikur. „Ég kannski leyfi mér að varpa fram þeirri spurningu hvort ráðherra deili með mér áhyggjum af því að borgaryfirvöld skuli hafa staðið fyrir því að leyfa þessa tjaldbúð hér og æðstu menn þjóðkirkjunnar skuli hafa staðið fyrir því að breyta dómkirkju landsins í einhvers konar almenningsnáðhús, leyfi ég mér að segja,“ sagði Ólafur. Þegar þar var komið sögu mátti heyra þingmenn fussa og sveia úr sal. Einhverjir höfðu uppi smávægileg frammíköll og lýstu yfir óánægju sinni með spurningar Ólafs.Stjórnarskrárvarinn réttur að mótmæla á Austurvelli Ráðherra sagði í svari sínu að það væri rétt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir uppsetningu tjaldanna, þó þannig að þeim hafi borið að taka þau niður klukkan átta í gærkvöldi sem hafi ekki verið gert. Nú hafi tjöldin hins vegar verið tekin niður. Þá benti hún að lokum á að allir hefðu rétt á að mótmæla á Austurvelli. „En svona í stóra samhengi þess að fólk sé að mótmæla á Austurvelli, að þá er það auðvitað stjórnarskrárvarinn réttur manna að mótmæla á Austurvelli. Þetta segi ég þegar við síðan erum með ákveðnar reglur og það ber öllum að fylgja þeim reglum,“ sagði ráðherra. Alþingi Hælisleitendur Reykjavík Reykjavík síðdegis Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Mótmælendur komnir á Hlemm Mótmæla handtöku þriggja mótmælenda. 19. mars 2019 15:44 Nasistar jafnt sem umhverfissinnar eignað sér Jón Sigurðsson Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð mótmælenda sem settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær. 19. mars 2019 13:00 Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis í dag með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. Í ræðunni gagnrýndi Ólafur borgaryfirvöld fyrir að hafa gefið leyfi fyrir „tjaldbúð“ mótmælenda og lýsti yfir áhyggjum af því að þjóðkirkjan skyldi hafa breytt Dómirkjunni í „almenningsnáðhús“. Ólafur viðraði áðurnefndar áhyggjur sínar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi síðdegis í dag. Þar innti hann Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra eftir því til hvaða ráðstafana hún hygðist grípa eftir að í ljós kom að útgjöld vegna hælisleitenda færu allt að tvo milljarða króna fram úr fjárlögum. Ráðherra svaraði því til að hún hefði kallað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnum um hvað væri hægt að gera til að bregðast við stöðunni, og leggja í kjölfarið fram tillögur.Dómkirkjunni breytt í „almenningsnáðhús“ Ólafur kom þá aftur upp í pontu og lýsti því yfir að það væri mikilvægt að héðan væru ekki send skilaboð sem væru til þess fallin að hvetja fólk, sem ekki fullnægir skilyrðum til slíks, til að leita hælis hér á landi.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/vilhelmÞá gagnrýndi hann að lokum bæði borgaryfirvöld og ráðamenn þjóðkirkjunnar vegna aðkomu þeirra að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli undanfarnar vikur. „Ég kannski leyfi mér að varpa fram þeirri spurningu hvort ráðherra deili með mér áhyggjum af því að borgaryfirvöld skuli hafa staðið fyrir því að leyfa þessa tjaldbúð hér og æðstu menn þjóðkirkjunnar skuli hafa staðið fyrir því að breyta dómkirkju landsins í einhvers konar almenningsnáðhús, leyfi ég mér að segja,“ sagði Ólafur. Þegar þar var komið sögu mátti heyra þingmenn fussa og sveia úr sal. Einhverjir höfðu uppi smávægileg frammíköll og lýstu yfir óánægju sinni með spurningar Ólafs.Stjórnarskrárvarinn réttur að mótmæla á Austurvelli Ráðherra sagði í svari sínu að það væri rétt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir uppsetningu tjaldanna, þó þannig að þeim hafi borið að taka þau niður klukkan átta í gærkvöldi sem hafi ekki verið gert. Nú hafi tjöldin hins vegar verið tekin niður. Þá benti hún að lokum á að allir hefðu rétt á að mótmæla á Austurvelli. „En svona í stóra samhengi þess að fólk sé að mótmæla á Austurvelli, að þá er það auðvitað stjórnarskrárvarinn réttur manna að mótmæla á Austurvelli. Þetta segi ég þegar við síðan erum með ákveðnar reglur og það ber öllum að fylgja þeim reglum,“ sagði ráðherra.
Alþingi Hælisleitendur Reykjavík Reykjavík síðdegis Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Mótmælendur komnir á Hlemm Mótmæla handtöku þriggja mótmælenda. 19. mars 2019 15:44 Nasistar jafnt sem umhverfissinnar eignað sér Jón Sigurðsson Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð mótmælenda sem settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær. 19. mars 2019 13:00 Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Nasistar jafnt sem umhverfissinnar eignað sér Jón Sigurðsson Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð mótmælenda sem settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær. 19. mars 2019 13:00
Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31