„Já, þau stóðu þarna öxl í öxl og hindruðu eðlilegt aðgengi. Starfsfólk þingsins óskaði eftir aðstoð lögreglu til að koma málum í eðlilegt horf,“ segir Ásgeir Þór í samtali við Vísi.
Yfirlögregluþjónninn segir að þegar lögregla kom þar að hafi mótmælendur þverskallast við og hlýddu ekki tilmælum.
„Þau fóru aftur að inngangi eða hlýddu ekki. Þrjú voru handtekin,“ segir Ásgeir Þór. Hann gerir ráð fyrir því að þau verði látin laus eftir um klukkustund eða þegar búið er að taka af þeim skýrslu.
