Þrefalt fleiri ungmenni leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. mars 2019 11:00 Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar. Vísir Þrefalt fleiri ungmenni, á aldrinum átján til tuttugu ára, sem sprauta vímuefnum í æð leituðu til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið 2017. „Við tókum eftir miklum breytingum á síðasta ári. Árið 2017 leituðu tólf manns, sem voru átján til tuttugu ára, til okkar en árið 2018 þá voru þetta þrjátíu og sex einstaklingar,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Frú Ragnheiði. Í kvölfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að en meira helmingi fleiri unglingar, yngri en átján ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu sagði þetta verið mikið áhyggjuefni, sérstaklega í ljósi þess að eftir að börnin ná átján ára aldri fari þau úr barnaverndarkerfinu og eru án eftirlits. Þá var einnig fjallað um það að hópur þeirra sem sprauta sig reglulega með vímuefnum í æð og leita á sjúkrahúsið Vog fari ört vaxandi en hátt í þrjú hundruð manns með þennan vanda leituðu á Vog í fyrra. Fjölgunin átti einnig við um ungmenni á aldrinum átján til tuttugu ára en fimmtíu og sex manns á þeim aldri komu á Vog í fyrra eftir að hafa sprautað sig.Unglingarnir heimilislausir „Staða þessa hóps er í raun þannig að þau eiga langvarandi vímuefnavanda að baki. Það er oft mikil áfallasaga, einelti og erfiðar félagslegar aðstæður. Þegar þau leita til okkar hafa þau oft verið að sprauta sig í æð í nokkur ár og sumir nokkra mánuði. Staða þeirra er líka þannig að mörg þeirra eru heimilislaus. Þau eru flakkandi á milli íbúða og mörg þeirra gista úti,“ segir Svala en hluti þessara ungmenna leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað og aðstoð. Svala segir fjölgunina vissulega vera áhyggjuefni en er þó ánægð með að ungmennin leiti til þeirra. „Þannig getum við veitt þeim nærþjónustu og heilbrigðisþjónustu og sýklalyfjameðferð og veitt þeim þann stuðning sem þau þurfa og við höfum reynt að tala vel utan um þau sem koma til okkar og hjálpað þeim við að fara í viðeigandi vímuefnameðferðir og fá viðeigandi geðþjónustu. Vissulega er þetta ekki nóg, það þarf að þjónusta þennan hóp miklu betur,“ segir Svala en hún tekur undir áhyggjur forstjóra barnaverndarstofu um að aðhald og eftirlit skorti eftir að börnin nái átján ára aldri. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Þrefalt fleiri ungmenni, á aldrinum átján til tuttugu ára, sem sprauta vímuefnum í æð leituðu til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið 2017. „Við tókum eftir miklum breytingum á síðasta ári. Árið 2017 leituðu tólf manns, sem voru átján til tuttugu ára, til okkar en árið 2018 þá voru þetta þrjátíu og sex einstaklingar,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Frú Ragnheiði. Í kvölfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að en meira helmingi fleiri unglingar, yngri en átján ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu sagði þetta verið mikið áhyggjuefni, sérstaklega í ljósi þess að eftir að börnin ná átján ára aldri fari þau úr barnaverndarkerfinu og eru án eftirlits. Þá var einnig fjallað um það að hópur þeirra sem sprauta sig reglulega með vímuefnum í æð og leita á sjúkrahúsið Vog fari ört vaxandi en hátt í þrjú hundruð manns með þennan vanda leituðu á Vog í fyrra. Fjölgunin átti einnig við um ungmenni á aldrinum átján til tuttugu ára en fimmtíu og sex manns á þeim aldri komu á Vog í fyrra eftir að hafa sprautað sig.Unglingarnir heimilislausir „Staða þessa hóps er í raun þannig að þau eiga langvarandi vímuefnavanda að baki. Það er oft mikil áfallasaga, einelti og erfiðar félagslegar aðstæður. Þegar þau leita til okkar hafa þau oft verið að sprauta sig í æð í nokkur ár og sumir nokkra mánuði. Staða þeirra er líka þannig að mörg þeirra eru heimilislaus. Þau eru flakkandi á milli íbúða og mörg þeirra gista úti,“ segir Svala en hluti þessara ungmenna leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað og aðstoð. Svala segir fjölgunina vissulega vera áhyggjuefni en er þó ánægð með að ungmennin leiti til þeirra. „Þannig getum við veitt þeim nærþjónustu og heilbrigðisþjónustu og sýklalyfjameðferð og veitt þeim þann stuðning sem þau þurfa og við höfum reynt að tala vel utan um þau sem koma til okkar og hjálpað þeim við að fara í viðeigandi vímuefnameðferðir og fá viðeigandi geðþjónustu. Vissulega er þetta ekki nóg, það þarf að þjónusta þennan hóp miklu betur,“ segir Svala en hún tekur undir áhyggjur forstjóra barnaverndarstofu um að aðhald og eftirlit skorti eftir að börnin nái átján ára aldri.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15