Auglýsa eftir mjólk handa huldubarni Sveinn Arnarsson skrifar 19. mars 2019 07:15 Sagan sem mæðrum er sögð innan sinna hópa er sú að mjög veikt barn í heimahúsi í Reykjavík þurfi á brjóstamjólk að halda. Vísir/Getty Ósk um að fá brjóstamjólk að gjöf vegna veiks barns í Reykjavík hefur komið inn á nokkra mömmuhópa á Facebook upp á síðkastið. Landspítalinn segir hins vegar ekkert vitað um þetta barn og að þessi mjólkursöfnun sé ekki á þeirra vegum. Á sama tíma hefur brjóstamjólk orðið vinsæll drykkur vaxtarræktarfólks og lyftingamanna. Sagan sem mæðrum er sögð innan sinna hópa er sú að mjög veikt barn í heimahúsi í Reykjavík þurfi á brjóstamjólk að halda. Það hrjáist áf sjaldgæfum sjúkdómi sem valdi því að að það þurfi á brjóstamjólk að halda því það geti ekki drukkið þurrmjólk af neinu tagi. Því sé mikilvægt, vegna veikinda barnsins, að það fái hreina brjóstamjólk. Þegar mæður hafi reynt að kanna málið nánar hafi milliliður átt að ná í brjóstamjólkina og koma henni áleiðis. Ekki var hægt að komast beint í samband við þessa fjölskyldu sem átti að eiga þetta veika barn. Brjóstamjólk hefur upp á síðkastið orðið vinsæl vara meðal kraftlyftingafólks og/eða áhugafólks um vaxtarrækt sem telur að með því að neyta brjóstamjólkur hraði það uppbyggingu vöðva. Víða erlendis er hægt að verða sér úti um vöruna gegn greiðslu. Brjóstamjólk er hins vegar ekki svo mikill undradrykkur fyrir uppbyggingu vöðva fullorðinna að það þurfi að verða sér úti um slíkan drykk á fölskum forsendum. Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga Landspítalans, segir að spítalinn hafi fengið fyrirspurnir þar sem þessi saga hafi verið sögð, að um veikt barn sé að ræða. „Það eru tvær mögulegar skýringar á þessu. Annars vegar að það sé í raun barn hér einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu með sjúkdóm sem spítalinn viti ekki um og þá er mikilvægt að koma því undir læknishendur,“ segir Jón Magnús. „Hin skýringin er sú að einhverjir séu að reyna að komast yfir brjóstamjólk í einhverjum öðrum tilgangi.“ Hér á landi er rekinn brjóstamjólkurbanki á vökudeild Landspítalans. Sú mjólk kemur öll frá Danmörku. Margrét Thorlacius, deildarstjóri vökudeildar Landspítalans, segir þá mjólk gefna á sjúkrahúsinu og fari ekki út úr húsi. Henni sé ekki kunnugt um að veikt barn sé í Reykjavík og þurfi á brjóstamjólk að halda. „Við rekum okkar eigin banka og við stöndum ekki í því að safna saman brjóstamjólk hér á landi,“ segir Margrét. Rétt er að benda fólki á að ef einhver þurfi á brjóstamjólk að halda vegna veikinda barns er hægt að hafa samband við vökudeild Landspítalans sem metur hvert tilfeli fyrir sig. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Amma barnsins segir skelfilegt að mjólkurgjafir kvenna hafi verið gerðar tortryggilegar Barnið sem fær mjólkurgjafir kvenna með sjaldgæfan taugasjúkdóm. 19. mars 2019 11:23 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Ósk um að fá brjóstamjólk að gjöf vegna veiks barns í Reykjavík hefur komið inn á nokkra mömmuhópa á Facebook upp á síðkastið. Landspítalinn segir hins vegar ekkert vitað um þetta barn og að þessi mjólkursöfnun sé ekki á þeirra vegum. Á sama tíma hefur brjóstamjólk orðið vinsæll drykkur vaxtarræktarfólks og lyftingamanna. Sagan sem mæðrum er sögð innan sinna hópa er sú að mjög veikt barn í heimahúsi í Reykjavík þurfi á brjóstamjólk að halda. Það hrjáist áf sjaldgæfum sjúkdómi sem valdi því að að það þurfi á brjóstamjólk að halda því það geti ekki drukkið þurrmjólk af neinu tagi. Því sé mikilvægt, vegna veikinda barnsins, að það fái hreina brjóstamjólk. Þegar mæður hafi reynt að kanna málið nánar hafi milliliður átt að ná í brjóstamjólkina og koma henni áleiðis. Ekki var hægt að komast beint í samband við þessa fjölskyldu sem átti að eiga þetta veika barn. Brjóstamjólk hefur upp á síðkastið orðið vinsæl vara meðal kraftlyftingafólks og/eða áhugafólks um vaxtarrækt sem telur að með því að neyta brjóstamjólkur hraði það uppbyggingu vöðva. Víða erlendis er hægt að verða sér úti um vöruna gegn greiðslu. Brjóstamjólk er hins vegar ekki svo mikill undradrykkur fyrir uppbyggingu vöðva fullorðinna að það þurfi að verða sér úti um slíkan drykk á fölskum forsendum. Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga Landspítalans, segir að spítalinn hafi fengið fyrirspurnir þar sem þessi saga hafi verið sögð, að um veikt barn sé að ræða. „Það eru tvær mögulegar skýringar á þessu. Annars vegar að það sé í raun barn hér einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu með sjúkdóm sem spítalinn viti ekki um og þá er mikilvægt að koma því undir læknishendur,“ segir Jón Magnús. „Hin skýringin er sú að einhverjir séu að reyna að komast yfir brjóstamjólk í einhverjum öðrum tilgangi.“ Hér á landi er rekinn brjóstamjólkurbanki á vökudeild Landspítalans. Sú mjólk kemur öll frá Danmörku. Margrét Thorlacius, deildarstjóri vökudeildar Landspítalans, segir þá mjólk gefna á sjúkrahúsinu og fari ekki út úr húsi. Henni sé ekki kunnugt um að veikt barn sé í Reykjavík og þurfi á brjóstamjólk að halda. „Við rekum okkar eigin banka og við stöndum ekki í því að safna saman brjóstamjólk hér á landi,“ segir Margrét. Rétt er að benda fólki á að ef einhver þurfi á brjóstamjólk að halda vegna veikinda barns er hægt að hafa samband við vökudeild Landspítalans sem metur hvert tilfeli fyrir sig.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Amma barnsins segir skelfilegt að mjólkurgjafir kvenna hafi verið gerðar tortryggilegar Barnið sem fær mjólkurgjafir kvenna með sjaldgæfan taugasjúkdóm. 19. mars 2019 11:23 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Amma barnsins segir skelfilegt að mjólkurgjafir kvenna hafi verið gerðar tortryggilegar Barnið sem fær mjólkurgjafir kvenna með sjaldgæfan taugasjúkdóm. 19. mars 2019 11:23