Innlent

Jarðskjálftahrina í Grímsey

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Grímseyjarbeltið er vel þekkt skjálftasvæði.
Grímseyjarbeltið er vel þekkt skjálftasvæði. Mynd/Veðurstofa Íslands
Skjálftahrina hófst skömmu eftir miðnætti í nótt um tíu kílómetra norðaustur af Grímsey. Stærsti yfirfarni skjálftinn var 3,3 að stærð klukkan 03:43, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Engar tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist en alls hafa tæplega þrjátíu skjálftar mælst frá miðnætti. Grímseyjarbeltið er vel þekkt skjálftasvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×