Skerðing jöfnunarsjóðs eins og þruma úr heiðskíru lofti Sighvatur Jónsson skrifar 17. mars 2019 12:15 Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að tillögur fjármálaráðherra um niðurskurð fjárframlaga til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga komi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Komi þær til framkvæmda séu forsendur brostnar varðandi flutning þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Fjármálaráðherra hyggst breyta framlögum til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Ráðherrar fjármála og sveitarstjórnarmála hafa ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins. Samkvæmt útreikningi Sambands íslenskra sveitarfélaga þýðir þetta að fjárframlög til sveitarfélaga verða skert um ríflega þrjár milljarða króna á næstu tveimur árum. Framkvæmdastjóri sambandsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hugmyndir ríkisins hljóti að vera fljótfærnisleg mistök sem verði leiðrétt. Hann benti á að niðurskurðurinn kæmi verst niður á sveitarfélögum á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, heyrði fyrst af tillögum fjármálaráðherra í fjölmiðlum. „Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti, við heyrðum af þessu fyrst í gær í fréttum og það er með ólíkindum að þetta skuli koma þannig í fangið á okkur,“ segir Guðmundur.Forsendubrestur vegna þjónustu við fatlaða Guðmundur nefnir sem dæmi að nú þegar dugi framlög ríkisins ekki öllum sveitarfélögum svo þau geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlað fólk eftir að málaflokkurinn fluttist frá ríki til sveitarfélaga. „Ef við tökum dæmi fyrir sveitarfélög eins og Ísafjarðarbæ þá er um 30 milljóna króna gat að ræða á hverju einasta ári, þar sem framlög ríkisins hafa ekki haldið í við kostnaðinn og þá aðallega launakostnað,“ segir Guðmundur. Hann segir það borðleggjandi að ef framlög ríkis til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði skert séu forsendur brostnar vegna flutnings málaflokksins. Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að tillögur fjármálaráðherra um niðurskurð fjárframlaga til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga komi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Komi þær til framkvæmda séu forsendur brostnar varðandi flutning þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Fjármálaráðherra hyggst breyta framlögum til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Ráðherrar fjármála og sveitarstjórnarmála hafa ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins. Samkvæmt útreikningi Sambands íslenskra sveitarfélaga þýðir þetta að fjárframlög til sveitarfélaga verða skert um ríflega þrjár milljarða króna á næstu tveimur árum. Framkvæmdastjóri sambandsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hugmyndir ríkisins hljóti að vera fljótfærnisleg mistök sem verði leiðrétt. Hann benti á að niðurskurðurinn kæmi verst niður á sveitarfélögum á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, heyrði fyrst af tillögum fjármálaráðherra í fjölmiðlum. „Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti, við heyrðum af þessu fyrst í gær í fréttum og það er með ólíkindum að þetta skuli koma þannig í fangið á okkur,“ segir Guðmundur.Forsendubrestur vegna þjónustu við fatlaða Guðmundur nefnir sem dæmi að nú þegar dugi framlög ríkisins ekki öllum sveitarfélögum svo þau geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlað fólk eftir að málaflokkurinn fluttist frá ríki til sveitarfélaga. „Ef við tökum dæmi fyrir sveitarfélög eins og Ísafjarðarbæ þá er um 30 milljóna króna gat að ræða á hverju einasta ári, þar sem framlög ríkisins hafa ekki haldið í við kostnaðinn og þá aðallega launakostnað,“ segir Guðmundur. Hann segir það borðleggjandi að ef framlög ríkis til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði skert séu forsendur brostnar vegna flutnings málaflokksins.
Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira