Mennirnir tveir sem slösuðust í vélsleðaslysi norðarlega á Vestfjörðum í dag eru ekki í lífshættu að sögn lögreglunnar.
Mennirnir tveir voru á vélsleðum á Fossadalsheiði á Hornströndum þegar þeir skullu saman. Var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð á vettvang sem flutti þá á sjúkrahús í Reykjavík. Var annar manna brotinn á ökkla og með hálsáverka en hvorugur þeirra slasaðist lífshættulega.

