Niðurskurður fjárframlaga til jöfnunarsjóðs hljóti að vera mistök Sighvatur Jónsson skrifar 16. mars 2019 19:15 Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að hugmyndir ríkisins um skerðingu fjármagns til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hljóti að vera fljótfærnisleg mistök sem verði leiðrétt. Fjármálaráðherra ætli að minnka framlög til sjóðsins um ríflega þrjá milljarða króna á næstu tveimur árum. Hvorki fjármálaráðherra né ráðherra sveitarstjórnarmála hafa viljað tjá sig um málið við fréttastofu í dag.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er afar ósátt við hugmyndir fjármálaráðherra á breytingum á framlögum til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Hlutverk sjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga. Hjá sveitarfélögum er talað um skerðingu fjárframlaga en hjá ríkinu talar fólk um að fjárframlög verði fryst, hækki sem sagt ekki umfram það sem þau eru í dag. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ekki trúa öðru en að þetta séu fljótfærnismistök sem verði leiðrétt. Samkvæmt útreikningum samtakanna nemi breytingin ríflega þremur milljörðum króna á tveimur árum. Karl segir að tillögurnar komi mismunandi út fyrir sveitarfélög. Verst fyrir sveitarfélög á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum sem eru veik fyrir. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Aldís Hafsteinsdóttir, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi rætt við fjármála- og sveitarstjórnarráðherra. Hún býst við að þeir boði fulltrúa sveitarfélaga á sinn fund á næstu dögum. Sveitarfélögin hóta því að hætta þátttöku í samstarfsverkefnum ríkis og sveitarfélaga vegna málsins. Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fleiri fréttir Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að hugmyndir ríkisins um skerðingu fjármagns til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hljóti að vera fljótfærnisleg mistök sem verði leiðrétt. Fjármálaráðherra ætli að minnka framlög til sjóðsins um ríflega þrjá milljarða króna á næstu tveimur árum. Hvorki fjármálaráðherra né ráðherra sveitarstjórnarmála hafa viljað tjá sig um málið við fréttastofu í dag.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er afar ósátt við hugmyndir fjármálaráðherra á breytingum á framlögum til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Hlutverk sjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga. Hjá sveitarfélögum er talað um skerðingu fjárframlaga en hjá ríkinu talar fólk um að fjárframlög verði fryst, hækki sem sagt ekki umfram það sem þau eru í dag. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ekki trúa öðru en að þetta séu fljótfærnismistök sem verði leiðrétt. Samkvæmt útreikningum samtakanna nemi breytingin ríflega þremur milljörðum króna á tveimur árum. Karl segir að tillögurnar komi mismunandi út fyrir sveitarfélög. Verst fyrir sveitarfélög á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum sem eru veik fyrir. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Aldís Hafsteinsdóttir, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi rætt við fjármála- og sveitarstjórnarráðherra. Hún býst við að þeir boði fulltrúa sveitarfélaga á sinn fund á næstu dögum. Sveitarfélögin hóta því að hætta þátttöku í samstarfsverkefnum ríkis og sveitarfélaga vegna málsins.
Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fleiri fréttir Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Sjá meira