Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna skipulagðs smygls á fólki Andri Eysteinsson skrifar 16. mars 2019 12:11 Afskipti voru höfð af manninum í tollsal Alþjóðflugvallarins í Keflavík. Vísir/JóiK Karlmaður sem lögregla telur hafa, í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi. Héraðsdómur Reykjaness varð að kröfu lögreglustjóra á Suðurnesjum um gæsluvarðhald yfir manninum 13. mars síðastliðinn og staðfesti Landsréttur úrskurðinn í gær, 15. mars. RÚV greindi frá. Þrjú brot milli febrúar 2018 til febrúar 2019 Eins og áður sagði er maðurinn talinn hafa, með skipulögðum hætti, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins og þannig stundað skipulagt smygl á fólki. Fyrsta atvikið sem gert er grein fyrir í dómi héraðsdóms var 27. febrúar 2018, annað málið 2. janúar 2019 og það þriðja mánuði síðar 2. febrúar. 2. janúar síðastliðinn var kærði stöðvaður í tollsal flugstöðvarinnar við komuna til landsins ásamt systkinum. Við fyrstu afskipti kvaðst maðurinn vera einn á ferð og hugðist hann hitta eiginkonu sína hér á landi. Systkinin höfðu einnig sagst vera ein á ferð, einnig sögðu þau skilríki sín hafa eyðilagst á leiðinni til landsins. Eftir að tollverðir opnuðu tösku ákærða viðurkenndi hann að hann ferðaðist með systkinunum og fundust vegabréf þeirra í tösku mannsins. Við yfirheyrslur vakti athygli að manninum og kærustu hans bar saman að ungmennin væru systrabörn hennar en ungmennin könnuðust ekki við það að vera tengd henni nokkrum fjölskylduböndum. Ákæra var gefin út á hendur manninum 13. mars síðastliðinn þar sem honum eru gefin að sök brot gegn 3. málsgrein 116. greinar laga númer 89/2016 um útlendinga. Meint brot mannsins varða sektum eða allt að sex ára fangelsi. Flóttamenn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Karlmaður sem lögregla telur hafa, í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi. Héraðsdómur Reykjaness varð að kröfu lögreglustjóra á Suðurnesjum um gæsluvarðhald yfir manninum 13. mars síðastliðinn og staðfesti Landsréttur úrskurðinn í gær, 15. mars. RÚV greindi frá. Þrjú brot milli febrúar 2018 til febrúar 2019 Eins og áður sagði er maðurinn talinn hafa, með skipulögðum hætti, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins og þannig stundað skipulagt smygl á fólki. Fyrsta atvikið sem gert er grein fyrir í dómi héraðsdóms var 27. febrúar 2018, annað málið 2. janúar 2019 og það þriðja mánuði síðar 2. febrúar. 2. janúar síðastliðinn var kærði stöðvaður í tollsal flugstöðvarinnar við komuna til landsins ásamt systkinum. Við fyrstu afskipti kvaðst maðurinn vera einn á ferð og hugðist hann hitta eiginkonu sína hér á landi. Systkinin höfðu einnig sagst vera ein á ferð, einnig sögðu þau skilríki sín hafa eyðilagst á leiðinni til landsins. Eftir að tollverðir opnuðu tösku ákærða viðurkenndi hann að hann ferðaðist með systkinunum og fundust vegabréf þeirra í tösku mannsins. Við yfirheyrslur vakti athygli að manninum og kærustu hans bar saman að ungmennin væru systrabörn hennar en ungmennin könnuðust ekki við það að vera tengd henni nokkrum fjölskylduböndum. Ákæra var gefin út á hendur manninum 13. mars síðastliðinn þar sem honum eru gefin að sök brot gegn 3. málsgrein 116. greinar laga númer 89/2016 um útlendinga. Meint brot mannsins varða sektum eða allt að sex ára fangelsi.
Flóttamenn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira