Fullveldi fantsins Sif Sigmarsdóttir skrifar 16. mars 2019 09:00 Þriðjudaginn 26. júní árið 1984 steig Jón Kristinsson upp í Subaru bifreið sína á Akureyri. Klukkan 16.40 stöðvuðu hann tveir lögreglumenn sem gáfu honum að sök að hafa ekki virt stöðvunarskyldu þar sem hann ók norður Byggðaveg og beygði inn á Þingvallastræti til austurs. Var þetta annað meint umferðarlagabrot Jóns á stuttum tíma. Málin voru tekin fyrir í Sakadómi Akureyrar. Var Jón sakfelldur af báðum ákærum og honum gert að greiða 3.000 króna sekt. „Mig greindi á við lögregluna um stöðvunarskyldubrotið,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. „Ég var alveg viss í minni sök um að ég hefði stöðvað bifreiðina, en það stóð staðhæfing gegn staðhæfingu.“ Jón áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Á landsbyggðinni fóru sýslumenn og bæjarfógetar með dómsvald auk þess sem þeir sáu um löggæslu. Setti verjandi Jóns, Eiríkur Tómasson, fram þá kröfu að dómurinn yrði ómerktur því sami aðili hefði rannsakað og dæmt í málinu. Hélt Eiríkur því fram að slíkt stæðist hvorki stjórnarskrá né Mannréttindasáttmála Evrópu. Þegar dómur fyrir annað brotið var staðfestur í Hæstarétti leitaði Jón til Mannréttindadómstóls Evrópu sem ákvað að veita honum áheyrn fyrstum Íslendinga. Komst Mannréttindanefnd Evrópuráðsins að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð í kjölfar meints umferðarlagabrots Jóns hafi brotið í bága við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta dómsmeðferð fyrir dómstólum og vísaði hún málinu til Mannréttindadómstólsins. Málið var þó aldrei rekið fyrir dómnum þar sem sátt náðist milli Jóns og íslenska ríkisins. Í kjölfarið voru sett lög á Alþingi þar sem skilið var með óyggjandi hætti milli dóms- og framkvæmdarvalds. Eða eins og segir á minnisvarða um málið á Akureyri: „Óréttur sem þjóðin hafði búið við heyrði þar með sögunni til.“ Nú, 35 árum eftir að Jón Kristinsson var stöðvaður af lögreglu á Akureyri, hefur umferðarlagabrot á ný bakað okkur Íslendingum vandræði við Mannréttindadómstól Evrópu. Í vikunni komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn rétti manns sem ákærður var fyrir umferðarlagabrot til réttlátrar málsmeðferðar þegar dómari sem dómsmálaráðherra hafði skipað með ólögmætum hætti við Landsrétt dæmdi í máli hans. Á ný höfðu íslensk stjórnvöld gerst brotleg við 6. grein Mannréttindasáttmálans. Aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði í kjölfar umferðarlagabrots Jóns Kristinssonar var breyting á meinlegri íslenskri lagahefð. Með dómi sínum í vikunni bendir Mannréttindadómstóll Evrópu á lögleysu annarrar meinlegrar íslenskrar hefðar. Lagatúlkurinn Jón Steinar Gunnlaugsson kallaði dóm Mannréttindadómstólsins „árás á fullveldi Íslands“. Jón Steinar hefur á réttu að standa. Dómurinn er árás á fullveldi. En ekki fullveldi Íslands. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er árás á fullveldi fárra til að vera fantar; hann er árás á þá gamalgrónu hefð að íslenskir valdhafar fylli opinberar stöður og embætti með vinum, vandamönnum og flokksgæðingum. Íslenskir ráðamenn hafa margir hverjir brugðist við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins með skætingi. Fjármálaráðherra setur spurningamerki við valdsvið Mannréttindadómstólsins; forsætisráðherra boðar að dómnum verði áfrýjað. Í stað þess að skammast sín fyrir framgönguna við skipun í Landsrétt, í stað þess að lofa úrbótum sem tryggja Íslendingum sjálfsögð mannréttindi, eru stjórnvöld eins og hópur óskammfeilinna barna sem stendur við opna smákökukrús með klístraðar krumlur og mylsnu út á kinn en segist ekkert hafa gert af sér. Vinhygli, frændhygli, flokkshygli. Fyrirgreiðslupólitík er plága í íslensku samfélagi. Hún er óréttur sem þjóðin hefur búið við allt of lengi. Nú er tíminn að tryggja að hún heyri sögunni til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 26. júní árið 1984 steig Jón Kristinsson upp í Subaru bifreið sína á Akureyri. Klukkan 16.40 stöðvuðu hann tveir lögreglumenn sem gáfu honum að sök að hafa ekki virt stöðvunarskyldu þar sem hann ók norður Byggðaveg og beygði inn á Þingvallastræti til austurs. Var þetta annað meint umferðarlagabrot Jóns á stuttum tíma. Málin voru tekin fyrir í Sakadómi Akureyrar. Var Jón sakfelldur af báðum ákærum og honum gert að greiða 3.000 króna sekt. „Mig greindi á við lögregluna um stöðvunarskyldubrotið,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. „Ég var alveg viss í minni sök um að ég hefði stöðvað bifreiðina, en það stóð staðhæfing gegn staðhæfingu.“ Jón áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Á landsbyggðinni fóru sýslumenn og bæjarfógetar með dómsvald auk þess sem þeir sáu um löggæslu. Setti verjandi Jóns, Eiríkur Tómasson, fram þá kröfu að dómurinn yrði ómerktur því sami aðili hefði rannsakað og dæmt í málinu. Hélt Eiríkur því fram að slíkt stæðist hvorki stjórnarskrá né Mannréttindasáttmála Evrópu. Þegar dómur fyrir annað brotið var staðfestur í Hæstarétti leitaði Jón til Mannréttindadómstóls Evrópu sem ákvað að veita honum áheyrn fyrstum Íslendinga. Komst Mannréttindanefnd Evrópuráðsins að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð í kjölfar meints umferðarlagabrots Jóns hafi brotið í bága við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta dómsmeðferð fyrir dómstólum og vísaði hún málinu til Mannréttindadómstólsins. Málið var þó aldrei rekið fyrir dómnum þar sem sátt náðist milli Jóns og íslenska ríkisins. Í kjölfarið voru sett lög á Alþingi þar sem skilið var með óyggjandi hætti milli dóms- og framkvæmdarvalds. Eða eins og segir á minnisvarða um málið á Akureyri: „Óréttur sem þjóðin hafði búið við heyrði þar með sögunni til.“ Nú, 35 árum eftir að Jón Kristinsson var stöðvaður af lögreglu á Akureyri, hefur umferðarlagabrot á ný bakað okkur Íslendingum vandræði við Mannréttindadómstól Evrópu. Í vikunni komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn rétti manns sem ákærður var fyrir umferðarlagabrot til réttlátrar málsmeðferðar þegar dómari sem dómsmálaráðherra hafði skipað með ólögmætum hætti við Landsrétt dæmdi í máli hans. Á ný höfðu íslensk stjórnvöld gerst brotleg við 6. grein Mannréttindasáttmálans. Aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði í kjölfar umferðarlagabrots Jóns Kristinssonar var breyting á meinlegri íslenskri lagahefð. Með dómi sínum í vikunni bendir Mannréttindadómstóll Evrópu á lögleysu annarrar meinlegrar íslenskrar hefðar. Lagatúlkurinn Jón Steinar Gunnlaugsson kallaði dóm Mannréttindadómstólsins „árás á fullveldi Íslands“. Jón Steinar hefur á réttu að standa. Dómurinn er árás á fullveldi. En ekki fullveldi Íslands. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er árás á fullveldi fárra til að vera fantar; hann er árás á þá gamalgrónu hefð að íslenskir valdhafar fylli opinberar stöður og embætti með vinum, vandamönnum og flokksgæðingum. Íslenskir ráðamenn hafa margir hverjir brugðist við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins með skætingi. Fjármálaráðherra setur spurningamerki við valdsvið Mannréttindadómstólsins; forsætisráðherra boðar að dómnum verði áfrýjað. Í stað þess að skammast sín fyrir framgönguna við skipun í Landsrétt, í stað þess að lofa úrbótum sem tryggja Íslendingum sjálfsögð mannréttindi, eru stjórnvöld eins og hópur óskammfeilinna barna sem stendur við opna smákökukrús með klístraðar krumlur og mylsnu út á kinn en segist ekkert hafa gert af sér. Vinhygli, frændhygli, flokkshygli. Fyrirgreiðslupólitík er plága í íslensku samfélagi. Hún er óréttur sem þjóðin hefur búið við allt of lengi. Nú er tíminn að tryggja að hún heyri sögunni til.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun