Á Háskóli Íslands að framkvæma aldursgreiningar á hælisleitendum? 16. mars 2019 09:15 Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki, segir Mynd/Kristinn Ingvarsson Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, rökræða um aldursgreiningar og eru á öndverðum meiði. Háskólaráð staðfesti á dögunum þjónustusamning við Útlendingastofnun um að framkvæma hluta aldursgreiningar á ungum hælisleitendum á Íslandi en setti þó ýmis skilyrði. Tannlæknadeild Háskóla Íslands mun framkvæma rannsókn á hælisleitendum sem verulegur vafi þykir leika á að segi satt um aldur. Björn Þorsteinsson: Hroðaleg tímaskekkja „Breytingar eru í vændum – hvort sem ykkur líkar það betur eða verr.“ Þessi orð aðgerðasinnans Gretu Thunberg, sem hún beindi til ráðamanna ríkja og alþjóðastofnana á fundi um loftslagsvandann nýverið, eru í senn aðvörun og áskorun, áminning og hvatning. Sú staðreynd að Greta Thunberg er ung að árum, yngri en allir ráðamennirnir sem hún beindi orðum sínum að og yngri en flestir lesendur Fréttablaðsins, ljær orðum hennar margfalt vægi. „Sérhver ný kynslóð verður að frelsa heiminn / Með því að skapa hann í sinni mynd,“ orti Jóhannes úr Kötlum – og óhætt er að fullyrða að þetta verkefni kynslóðanna, að frelsa heiminn og skapa nýjan heim í leiðinni, hefur aldrei verið jafn tröllaukið og nú. Heimurinn sem við blasir í samtímanum er úr lagi genginn – og einhver þarf að kippa honum í lið, einhver þarf að taka að sér að koma honum í lag. Það er hins vegar ekkert áhlaupaverk, og stjórnvöld þessa heims, bæði af hálfu ríkisvalds, alþjóðastofnana og stórfyrirtækja, hafa hingað til ekki reynst fær um annað en að framleiða handa okkur innantóman hráskinnaleik sem ýmist virkar ógnvænlegur í heimsku sinni eða grátbroslegur í yfirborðsklóri sínu. Unga fólkið, með Gretu Thunberg í broddi fylkingar, vekur upp langþráða von um að nú sé loks að renna upp það skeið þegar raunverulegar breytingar verða, þær breytingar sem við þurfum öll á að halda, sé það á annað borð ætlunarverk okkar að bjarga mannkyninu. En vandinn er sá að tíminn er naumur, og unga kynslóðin getur hreinlega ekki beðið lengur eftir því að við, hrímþursarnir, risaeðlurnar og blekkingasmiðirnir, rönkum við okkur og tökum til óspilltra málanna. Án okkar geta þau því miður ekki bjargað framtíð sinni. Ég er andvígur því að Háskóli Íslands leggi lóð sín á vogarskálar þess úr sér gengna og óréttláta samfélags sem nú nálgast endalok sín – samfélags þar sem fjármagn hefur meira frelsi en fólk, þar sem kynt er undir frumstæðri hræðslu við ókunnuga í þeim tilgangi að sporna gegn hvers kyns breytingum í réttlætisátt, þar sem raunverulegar orsakir þeirra hræringa sem nú eiga sér stað á hnettinum eru duldar undir stöðugum straumi lygafrétta, kattamyndbanda og frásagna af nýjustu vitleysunni í Bandaríkjaforseta, þar sem fólk á flótta undan stríðsátökum og hungursneyðum sem rekja má til ofneyslu og ásælni Vesturlanda er hundelt og skipulega niðurlægt í stað þess að taka því fagnandi og leyfa því að blómstra. Þátttaka Háskóla Íslands í tanngreiningu ungra hælisleitenda er hroðaleg tímaskekkja sem skipar æðstu menntastofnun þjóðarinnar í hóp þeirra sem láta fara vel um sig á fyrsta farrými hraðskreiðu ferjunnar til Feigðaróss – og seilast eftir kokteilnum.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, talar með aldursgreiningu.Kristinn IngvarssonJón Atli: Eina opinbera tannlæknastofa landsins Það er alls ekki sjálfsagt að Háskóli Íslands hafi aðkomu að slíku. Þeir sem sækja um alþjóðlega vernd eru í afar viðkvæmri stöðu og verðskulda að málefni þeirra séu meðhöndluð af virðingu og fagmennsku. Innan Háskólans hefur undanfarin misseri einmitt átt sér stað gagnrýnin umræða um aðkomu skólans að aldursgreiningum og það er umræða sem ég hef fylgst grannt með og þótt gagnleg. Þessi umræða varð meðal annars til þess að háskólaráð ákvað að skipa starfshóp til að fara yfir álitamál varðandi aldursgreiningar. Starfshópurinn fékk meðal annars til viðtals umboðsmann barna, fulltrúa frá Rauða krossinum og fulltrúa frá Siðfræðistofnun. HÍ hefur það mikilvæga hlutverk að veita íslensku þjóðfélagi þjónustu í krafti þekkingar. Tannlæknadeild er eina opinbera tannlæknastofa landsins, en í samanburðarríkjum sem starfshópurinn horfði til eru sambærilegar greiningar framkvæmdar af sérfræðingum í réttartannlækningum sem starfa hjá opinberum stofnunum. Innan Tannlæknadeildar er bæði tækjakostur og nauðsynleg sérþekking í réttartannlækningum og deildin tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi tengdu þessu málefni. Niðurstaða starfshóps háskólaráðs var sú að setja ætti skýrari skilyrði og ramma utan um aðkomu HÍ að því flókna og viðkvæma ferli sem fer í gang þegar grunur leikur á að umsækjendur um alþjóðlega vernd segi ekki rétt til aldurs í von um að njóta ríkari verndar. Verksamningur um þetta yrði einungis til eins árs en endurskoðun hans hæfist strax að níu mánuðum liðnum. Á samningstímanum yrði fylgst með þróun mála varðandi aldursgreiningar almennt, siðferðileg álitaefni og aðferðir við aldursgreiningar. Þessi skilyrði taka meðal annars mið af þeirri umræðu sem átti sér stað innan Háskólans, í samfélaginu öllu og ábendingum úr viðtölum. Skilyrðin eru meðal annars þau að lögð verði áhersla á að ákvarðanir Útlendingastofnunar (ÚTL) byggist á heildstæðu mati á aldri einstaklings, það er, að tekið verði tillit til fleiri þátta við mat á aldri en greiningar sérfræðinga Tannlæknadeildar HÍ og að slík greining verði aldrei gerð nema fyrir liggi staðfesting frá ÚTL um að enn leiki verulegur vafi á aldri viðkomandi eftir að aðrar aðferðir til aldursgreiningar hafi verið fullreyndar. Þetta er að mínu mati ábyrg afstaða í flóknu siðferðislegu álitamáli. Við erum þrátt fyrir þessa niðurstöðu vel meðvituð um að enn má gera betur í meðferð stjórnvalda á málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og að vinnulagið kunni að taka breytingum. Ég hef af því tilefni, og í samræmi við niðurstöður starfshópsins, sent dómsmálaráðherra bréf þess efnis að bókun Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna um aldursgreiningar frá 16. nóvember 2017 kunni að gefa tilefni til þess að endurskoða þurfi lög um útlendinga í ljósi þess að ríkjum beri almennt að haga löggjöf sinni í samræmi við mannréttindasamninga sem þau eru aðilar að. Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Skóla - og menntamál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, rökræða um aldursgreiningar og eru á öndverðum meiði. Háskólaráð staðfesti á dögunum þjónustusamning við Útlendingastofnun um að framkvæma hluta aldursgreiningar á ungum hælisleitendum á Íslandi en setti þó ýmis skilyrði. Tannlæknadeild Háskóla Íslands mun framkvæma rannsókn á hælisleitendum sem verulegur vafi þykir leika á að segi satt um aldur. Björn Þorsteinsson: Hroðaleg tímaskekkja „Breytingar eru í vændum – hvort sem ykkur líkar það betur eða verr.“ Þessi orð aðgerðasinnans Gretu Thunberg, sem hún beindi til ráðamanna ríkja og alþjóðastofnana á fundi um loftslagsvandann nýverið, eru í senn aðvörun og áskorun, áminning og hvatning. Sú staðreynd að Greta Thunberg er ung að árum, yngri en allir ráðamennirnir sem hún beindi orðum sínum að og yngri en flestir lesendur Fréttablaðsins, ljær orðum hennar margfalt vægi. „Sérhver ný kynslóð verður að frelsa heiminn / Með því að skapa hann í sinni mynd,“ orti Jóhannes úr Kötlum – og óhætt er að fullyrða að þetta verkefni kynslóðanna, að frelsa heiminn og skapa nýjan heim í leiðinni, hefur aldrei verið jafn tröllaukið og nú. Heimurinn sem við blasir í samtímanum er úr lagi genginn – og einhver þarf að kippa honum í lið, einhver þarf að taka að sér að koma honum í lag. Það er hins vegar ekkert áhlaupaverk, og stjórnvöld þessa heims, bæði af hálfu ríkisvalds, alþjóðastofnana og stórfyrirtækja, hafa hingað til ekki reynst fær um annað en að framleiða handa okkur innantóman hráskinnaleik sem ýmist virkar ógnvænlegur í heimsku sinni eða grátbroslegur í yfirborðsklóri sínu. Unga fólkið, með Gretu Thunberg í broddi fylkingar, vekur upp langþráða von um að nú sé loks að renna upp það skeið þegar raunverulegar breytingar verða, þær breytingar sem við þurfum öll á að halda, sé það á annað borð ætlunarverk okkar að bjarga mannkyninu. En vandinn er sá að tíminn er naumur, og unga kynslóðin getur hreinlega ekki beðið lengur eftir því að við, hrímþursarnir, risaeðlurnar og blekkingasmiðirnir, rönkum við okkur og tökum til óspilltra málanna. Án okkar geta þau því miður ekki bjargað framtíð sinni. Ég er andvígur því að Háskóli Íslands leggi lóð sín á vogarskálar þess úr sér gengna og óréttláta samfélags sem nú nálgast endalok sín – samfélags þar sem fjármagn hefur meira frelsi en fólk, þar sem kynt er undir frumstæðri hræðslu við ókunnuga í þeim tilgangi að sporna gegn hvers kyns breytingum í réttlætisátt, þar sem raunverulegar orsakir þeirra hræringa sem nú eiga sér stað á hnettinum eru duldar undir stöðugum straumi lygafrétta, kattamyndbanda og frásagna af nýjustu vitleysunni í Bandaríkjaforseta, þar sem fólk á flótta undan stríðsátökum og hungursneyðum sem rekja má til ofneyslu og ásælni Vesturlanda er hundelt og skipulega niðurlægt í stað þess að taka því fagnandi og leyfa því að blómstra. Þátttaka Háskóla Íslands í tanngreiningu ungra hælisleitenda er hroðaleg tímaskekkja sem skipar æðstu menntastofnun þjóðarinnar í hóp þeirra sem láta fara vel um sig á fyrsta farrými hraðskreiðu ferjunnar til Feigðaróss – og seilast eftir kokteilnum.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, talar með aldursgreiningu.Kristinn IngvarssonJón Atli: Eina opinbera tannlæknastofa landsins Það er alls ekki sjálfsagt að Háskóli Íslands hafi aðkomu að slíku. Þeir sem sækja um alþjóðlega vernd eru í afar viðkvæmri stöðu og verðskulda að málefni þeirra séu meðhöndluð af virðingu og fagmennsku. Innan Háskólans hefur undanfarin misseri einmitt átt sér stað gagnrýnin umræða um aðkomu skólans að aldursgreiningum og það er umræða sem ég hef fylgst grannt með og þótt gagnleg. Þessi umræða varð meðal annars til þess að háskólaráð ákvað að skipa starfshóp til að fara yfir álitamál varðandi aldursgreiningar. Starfshópurinn fékk meðal annars til viðtals umboðsmann barna, fulltrúa frá Rauða krossinum og fulltrúa frá Siðfræðistofnun. HÍ hefur það mikilvæga hlutverk að veita íslensku þjóðfélagi þjónustu í krafti þekkingar. Tannlæknadeild er eina opinbera tannlæknastofa landsins, en í samanburðarríkjum sem starfshópurinn horfði til eru sambærilegar greiningar framkvæmdar af sérfræðingum í réttartannlækningum sem starfa hjá opinberum stofnunum. Innan Tannlæknadeildar er bæði tækjakostur og nauðsynleg sérþekking í réttartannlækningum og deildin tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi tengdu þessu málefni. Niðurstaða starfshóps háskólaráðs var sú að setja ætti skýrari skilyrði og ramma utan um aðkomu HÍ að því flókna og viðkvæma ferli sem fer í gang þegar grunur leikur á að umsækjendur um alþjóðlega vernd segi ekki rétt til aldurs í von um að njóta ríkari verndar. Verksamningur um þetta yrði einungis til eins árs en endurskoðun hans hæfist strax að níu mánuðum liðnum. Á samningstímanum yrði fylgst með þróun mála varðandi aldursgreiningar almennt, siðferðileg álitaefni og aðferðir við aldursgreiningar. Þessi skilyrði taka meðal annars mið af þeirri umræðu sem átti sér stað innan Háskólans, í samfélaginu öllu og ábendingum úr viðtölum. Skilyrðin eru meðal annars þau að lögð verði áhersla á að ákvarðanir Útlendingastofnunar (ÚTL) byggist á heildstæðu mati á aldri einstaklings, það er, að tekið verði tillit til fleiri þátta við mat á aldri en greiningar sérfræðinga Tannlæknadeildar HÍ og að slík greining verði aldrei gerð nema fyrir liggi staðfesting frá ÚTL um að enn leiki verulegur vafi á aldri viðkomandi eftir að aðrar aðferðir til aldursgreiningar hafi verið fullreyndar. Þetta er að mínu mati ábyrg afstaða í flóknu siðferðislegu álitamáli. Við erum þrátt fyrir þessa niðurstöðu vel meðvituð um að enn má gera betur í meðferð stjórnvalda á málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og að vinnulagið kunni að taka breytingum. Ég hef af því tilefni, og í samræmi við niðurstöður starfshópsins, sent dómsmálaráðherra bréf þess efnis að bókun Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna um aldursgreiningar frá 16. nóvember 2017 kunni að gefa tilefni til þess að endurskoða þurfi lög um útlendinga í ljósi þess að ríkjum beri almennt að haga löggjöf sinni í samræmi við mannréttindasamninga sem þau eru aðilar að.
Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Skóla - og menntamál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira