Guðmundur hvatti þjóðir heims til dáða Sighvatur Jónsson skrifar 15. mars 2019 11:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vísir/Vilhelm Þriðjungi matvæla í heiminum er hent. Þetta sagði umhverfis- og auðlindaráðherra í ávarpi á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna í Kenía. Hann sagði að íslenska ríkisstjórnin legði áherslu á náttúruvernd, meðal annars með stofnun langstærsta þjóðgarðs í Evrópu hér á landi. Lokadagur umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí í Kenía er í dag. Ályktun þingsins verður samþykkt síðdegis. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði í ávarpi á þinginu í gær að ósjálfbær neysla hafi farið úr böndunum með skaðlegum áhrifum á umhverfið og loftslagið. Guðmundur Ingi hvatti gesti umhverfisþingsins í gær til að skilja ekki einn matvörupoka af þremur eftir í matvöruverslunum heimsins. Vísar hann þar til þess að þriðjungi matvæla í heiminum er hent. Í erindi sínu lagði ráðherra meðal annars áherslu á neyslu, sóun, náttúruvernd og baráttu gegn plastmengun. „Og þar lagði ég áherslu á það að þjóðir heims þurfa að ná utan um plastmálin á alþjóðavettvangi. Plastmengunin á sér engin landamæri. Og þess vegna þarf þetta að vera sameiginlegt verkefni allra þjóða,“ segir Guðmundur Ingi. Umhverfis- og auðlindarráðherra ræddi áætlanir íslensku ríkisstjórnarinnar í ávarpi sínu. Hann sagði áhersluna vera á náttúruvernd og benti á að unnið væri að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, sem yrði langstærsti þjóðgarður í Evrópu. „Og ég nefndi líka það atriði að þegar við erum að horfa til lausna í umhverfismálum þá reynum við að líta til samlegðar þeirra aðgerða sem við grípum til þannig að þær geti nýst til að leysa sem flestar umhverfisáskoranir í einu. Til dæmis má nefna landgræðslu sem er mjög gott dæmi. Græðir til baka land sem hefur eyðst, nær til baka náttúrunni og breytileika lífríkisins og bindur koltvísýring úr andrúmslofti sem er gott til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.“ Kenía Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Þriðjungi matvæla í heiminum er hent. Þetta sagði umhverfis- og auðlindaráðherra í ávarpi á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna í Kenía. Hann sagði að íslenska ríkisstjórnin legði áherslu á náttúruvernd, meðal annars með stofnun langstærsta þjóðgarðs í Evrópu hér á landi. Lokadagur umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí í Kenía er í dag. Ályktun þingsins verður samþykkt síðdegis. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði í ávarpi á þinginu í gær að ósjálfbær neysla hafi farið úr böndunum með skaðlegum áhrifum á umhverfið og loftslagið. Guðmundur Ingi hvatti gesti umhverfisþingsins í gær til að skilja ekki einn matvörupoka af þremur eftir í matvöruverslunum heimsins. Vísar hann þar til þess að þriðjungi matvæla í heiminum er hent. Í erindi sínu lagði ráðherra meðal annars áherslu á neyslu, sóun, náttúruvernd og baráttu gegn plastmengun. „Og þar lagði ég áherslu á það að þjóðir heims þurfa að ná utan um plastmálin á alþjóðavettvangi. Plastmengunin á sér engin landamæri. Og þess vegna þarf þetta að vera sameiginlegt verkefni allra þjóða,“ segir Guðmundur Ingi. Umhverfis- og auðlindarráðherra ræddi áætlanir íslensku ríkisstjórnarinnar í ávarpi sínu. Hann sagði áhersluna vera á náttúruvernd og benti á að unnið væri að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, sem yrði langstærsti þjóðgarður í Evrópu. „Og ég nefndi líka það atriði að þegar við erum að horfa til lausna í umhverfismálum þá reynum við að líta til samlegðar þeirra aðgerða sem við grípum til þannig að þær geti nýst til að leysa sem flestar umhverfisáskoranir í einu. Til dæmis má nefna landgræðslu sem er mjög gott dæmi. Græðir til baka land sem hefur eyðst, nær til baka náttúrunni og breytileika lífríkisins og bindur koltvísýring úr andrúmslofti sem er gott til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.“
Kenía Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira