Innlent

Már á opnum fundi í dag

Ari Brynjólfsson skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri situr fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í dag.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri situr fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í dag. Fréttablaðið/Anton Brink
Uppfært klukan 09:59: Opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með seðlabankastjóra hefur verið frestað að beiðni nefndarinnar vegna stöðunnar í stjórnmálum.



Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar kl. 14 í dag. Ráðgert er að fundurinn verði opinn.

Á síðasta fundi fór umboðsmaður Alþingis hörðum orðum um framferði Seðlabankans í Samherjamálinu.

Gagnrýndi hann meðal annars opinberar yfirlýsingar forsvarsmanna bankans um þá sem sættu eftirliti og upplýsingagjöf við fjölmiðla um húsleitina hjá Samherja árið 2012.

 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að hún liti málið alvarlegum augum og hefur kallað eftir frekari skýringum.

Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, sagði það algjöran áfellisdóm yfir stjórnsýslu bankans og það væri með ólíkindum að bankinn hefði haldið áfram með málið eftir að ríkis saksóknari benti bankanum á að ekki væri lagastoð fyrir þeim refsingum sem bankinn lagði á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×