Biðin eftir dómi gæti orðið löng Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. mars 2019 06:15 Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg í Frakklandi. Vísir/EPA Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, mun sitja í yfirdeild dómstólsins fari svo að málið verði tekið til endurskoðunar þar. Reglur Mannréttindasáttmála Evrópu gera ráð fyrir því að sá dómari, sem kosinn er af ríkinu sem á aðild að dómsmáli, sé ætíð sjálfskipaður til að sitja í dómi um það mál. Sé máli vísað til yfirdeildar situr hann einnig í 17 manna dómi sem dæmir málið þar. Að öðru leyti er yfirdeildin skipuð dómurum sem ekki dæmdu málið í undirdeild að undanskildum forseta deildar og forseta dómstólsins sem á ávallt sæti í dómum yfirdeildar. Fari Landsréttarmálið til yfirdeildar mun því Róbert Spanó sitja í þeim dómi. Því hefur verið haldið fram í opinberri umræðu að forseti Mannréttindadómstólsins hafi skilað séráliti í Landsréttarmálinu. Svo er þó ekki enda sat hann ekki í dóminum sem dæmdi málið. Hins vegar skilaði forseti þeirrar dómdeildar sem dæmdi málið, Paul Lemmens, séráliti og mun hann, auk Róberts Spanó, einnig taka sæti í yfirdeild, verði málið tekið fyrir þar. Nefnd sem skipuð er af yfirdeildinni og ákveður hvort fallist er á beiðnir um endurskoðun mála hittist að jafnaði sex sinnum á ári og því má gera ráð fyrir að fimm til sex mánuðir líði áður en fyrir liggur hvort yfirdeildin tekur Landsréttarmálið til endurskoðunar, að teknu tilliti til þriggja mánaða frests sem ríkið hefur til að taka ákvörðun um hvort málinu verður vísað þangað. Með vísan til þess að dómstóllinn féllst á beiðni um flýtimeðferð Landsréttarmálsins og að dómur féll í málinu tæpu ári eftir að það barst réttinum, og með tilliti til mögulegra fordæmisáhrifa dómsins, verður að telja líklegra en ekki að yfirdeild dómstólsins fallist á að taka málið til skoðunar að nýju. Þar sem yfirdeildin tekur aðeins að sér mál sem teljast alvarleg fyrir túlkun eða framkvæmd Mannréttindasáttmálans eða varða alvarleg deiluefni sem teljast mikilvæg í almennu tilliti, verður varla um það að ræða að Landsréttarmálið fái þar sérstaka flýtimeðferð umfram önnur mál sem samþykkt er á annað borð að fái efnismeðferð. Ekki hefur verið ákveðið hvort íslenska ríkið mun óska endurskoðunar á dóminum en fráfarandi dómsmálaráðherra leggur mikla áherslu á að leitað verði eftir endurskoðun. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Forystufólk flokksins líklegt Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sitja margir við símann í dag. Fjórir koma til greina í dómsmálin. Konurnar í forystunni þykja líklegastar. Ríkisstjórnin hittist fyrir hádegi. Ríkisráðið fundar síðdegis. 14. mars 2019 06:15 Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, mun sitja í yfirdeild dómstólsins fari svo að málið verði tekið til endurskoðunar þar. Reglur Mannréttindasáttmála Evrópu gera ráð fyrir því að sá dómari, sem kosinn er af ríkinu sem á aðild að dómsmáli, sé ætíð sjálfskipaður til að sitja í dómi um það mál. Sé máli vísað til yfirdeildar situr hann einnig í 17 manna dómi sem dæmir málið þar. Að öðru leyti er yfirdeildin skipuð dómurum sem ekki dæmdu málið í undirdeild að undanskildum forseta deildar og forseta dómstólsins sem á ávallt sæti í dómum yfirdeildar. Fari Landsréttarmálið til yfirdeildar mun því Róbert Spanó sitja í þeim dómi. Því hefur verið haldið fram í opinberri umræðu að forseti Mannréttindadómstólsins hafi skilað séráliti í Landsréttarmálinu. Svo er þó ekki enda sat hann ekki í dóminum sem dæmdi málið. Hins vegar skilaði forseti þeirrar dómdeildar sem dæmdi málið, Paul Lemmens, séráliti og mun hann, auk Róberts Spanó, einnig taka sæti í yfirdeild, verði málið tekið fyrir þar. Nefnd sem skipuð er af yfirdeildinni og ákveður hvort fallist er á beiðnir um endurskoðun mála hittist að jafnaði sex sinnum á ári og því má gera ráð fyrir að fimm til sex mánuðir líði áður en fyrir liggur hvort yfirdeildin tekur Landsréttarmálið til endurskoðunar, að teknu tilliti til þriggja mánaða frests sem ríkið hefur til að taka ákvörðun um hvort málinu verður vísað þangað. Með vísan til þess að dómstóllinn féllst á beiðni um flýtimeðferð Landsréttarmálsins og að dómur féll í málinu tæpu ári eftir að það barst réttinum, og með tilliti til mögulegra fordæmisáhrifa dómsins, verður að telja líklegra en ekki að yfirdeild dómstólsins fallist á að taka málið til skoðunar að nýju. Þar sem yfirdeildin tekur aðeins að sér mál sem teljast alvarleg fyrir túlkun eða framkvæmd Mannréttindasáttmálans eða varða alvarleg deiluefni sem teljast mikilvæg í almennu tilliti, verður varla um það að ræða að Landsréttarmálið fái þar sérstaka flýtimeðferð umfram önnur mál sem samþykkt er á annað borð að fái efnismeðferð. Ekki hefur verið ákveðið hvort íslenska ríkið mun óska endurskoðunar á dóminum en fráfarandi dómsmálaráðherra leggur mikla áherslu á að leitað verði eftir endurskoðun.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Forystufólk flokksins líklegt Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sitja margir við símann í dag. Fjórir koma til greina í dómsmálin. Konurnar í forystunni þykja líklegastar. Ríkisstjórnin hittist fyrir hádegi. Ríkisráðið fundar síðdegis. 14. mars 2019 06:15 Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22
Forystufólk flokksins líklegt Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sitja margir við símann í dag. Fjórir koma til greina í dómsmálin. Konurnar í forystunni þykja líklegastar. Ríkisstjórnin hittist fyrir hádegi. Ríkisráðið fundar síðdegis. 14. mars 2019 06:15
Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58