Manafort dæmdur til lengri fangelsisvistar og ákærður fyrir fleiri brot Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2019 16:18 Teikning af Manafort í dómsal. Vísir/AP Alríkisdómari í Washington-borg dæmdi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, í rúmlega sex ára fangelsi í dag. Manafort fær að afplána hluta dómsins samhliða fangelsisdómi sem hann hlaut vegna annarra brota í síðustu viku. Samtals þarf hann að sitja inni í sjö og hálft ár. Á sama tíma tilkynntu saksóknarar í New York að þeir hefðu ákært Manafort fyrir fjölda brota. Trump forseti gæti ekki náðað Manafort af þeim sökum. Manafort var dæmdur sekur um að hafa unnið ólöglega og á laun fyrir úkraínsk stjórnvöld og að fela milljónir dollara þóknanir sem hann fékk fyrir þau störf fyrir bandarískum yfirvöldum. Hvatti hann vitni í málinu einnig til að ljúga. Refsing hans var ákvörðuð í dag og dæmdi Amy Berman Jackson, alríkisdómari, hann í 73 mánaða fangelsi. Í síðustu viku dæmdi alríkisdómstóll í Virginíu Manafort í 47 mánaða fangelsi fyrir skattsvik og að hafa svikið út bankalán. Dómarinn í Washington ákvað að Manafort fengi að afplána þrjátíu mánuði af refsingu sinni samhliða þeim dómi. Þannig þarf Manafort, sem er 69 ára gamall, að sitja inni í níutíu mánuði samtals, að sögn Washington Post. Rétt eftir að refsing Manafort var ákvörðuð greindi New York Times frá því að saksóknarar í New York hefðu ákært Manafort fyrir fjármálaglæpi. Yrði Manafort sakfelldur fyrir þau brot gæti Trump ekki náðað hann. Mikil umræðu hefur verið um að Trump gæti náðað Manafort vegna dómanna sem hann hefur nú hlotið í Washington og Virginíu. Forsetinn hefur ekki vald til að náða menn sem eru dæmdir fyrir glæpi í einstökum ríkjum. Ákæran gegn Manafort í New York er í sextán liðum og varðr meðal annars húsnæðislán sem hann á að hafa svikið út. Hann hafi falsað gögn um fjármál sín til að svíkja út milljónir dollara í lán. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi í New York vegna brotanna sem hann er ákærður fyrir.Lýsti iðrun Áður en dómarinn í Washington las upp refsinguna bað Manafort alla þá sem hefði orðið fyrir neikvæðum áhrifum vegna gjörða hans afsökunar. Það gerði hann ekki áður en dómurinn var kveðinn upp yfir honum í síðustu viku. „Þó að ég geti ekki breytt fortíðinni get ég reynt að vinna að því að breyta framtíðinni,“ sagði Manafort við dómarann. Vildi hann meina að níu mánaða einangrun sem hann var látinn sæta eftir að hann varð uppvís að því að reyna að hafa áhrif á framburð vitnis hefði gefið honum nýja sýn á sjálfan sig. Manafort var formaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta þangað til í ágúst árið 2016. Þá komu fram ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara fyrir ráðgjafarstörf fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem var hallur undir rússnesk stjórnvöld. Hann var á meðal þeirra fyrstu sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, ákærðir í tengslum við rannsóknina á meintu samráði Trump-framboðsins við Rússa. Brotin sem Manafort hefur nú verið ákærður fyrir tengjast slíku samráði hins vegar ekki. Í málinu í Washington riftu saksóknarar Mueller þó samstarfssamkomulagi við Manafort þegar þeir töldu hann hafa logið ítrekað að þeim og um málefni sem tengdust kjarna rannsóknar þeirra. Dómarinn féllst á að Manafort hefði gerst sekur um lygar. Lygar Manafort voru meðal annars um samskipti hans við rússneskan samstarfsmann hans, Konstantin Kilimnik, sem bandarísk yfirvöld telja að tengist rússnesku leyniþjónustunni. Kilimnik var ákærður fyrir að reyna að hafa áhrif á vitni. Hann er hins vegar talinn vera í Rússland og því ólíklegt að hann muni nokkru sinni svara fyrir þær sakir. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Manafort fékk tæplega fjögurra ára fangelsisdóm Fyrrverandi kosningastjóri Trump Bandaríkjaforseta var dæmdur fyrir skattsvik og að svíkja út bankalán. Hann á enn yfir höfði sér refsingu í öðru máli vegna málafylgjustarfa hans fyrir erlend ríki. 8. mars 2019 07:28 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir fyrir væntanlegt vopnahlé Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira
Alríkisdómari í Washington-borg dæmdi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, í rúmlega sex ára fangelsi í dag. Manafort fær að afplána hluta dómsins samhliða fangelsisdómi sem hann hlaut vegna annarra brota í síðustu viku. Samtals þarf hann að sitja inni í sjö og hálft ár. Á sama tíma tilkynntu saksóknarar í New York að þeir hefðu ákært Manafort fyrir fjölda brota. Trump forseti gæti ekki náðað Manafort af þeim sökum. Manafort var dæmdur sekur um að hafa unnið ólöglega og á laun fyrir úkraínsk stjórnvöld og að fela milljónir dollara þóknanir sem hann fékk fyrir þau störf fyrir bandarískum yfirvöldum. Hvatti hann vitni í málinu einnig til að ljúga. Refsing hans var ákvörðuð í dag og dæmdi Amy Berman Jackson, alríkisdómari, hann í 73 mánaða fangelsi. Í síðustu viku dæmdi alríkisdómstóll í Virginíu Manafort í 47 mánaða fangelsi fyrir skattsvik og að hafa svikið út bankalán. Dómarinn í Washington ákvað að Manafort fengi að afplána þrjátíu mánuði af refsingu sinni samhliða þeim dómi. Þannig þarf Manafort, sem er 69 ára gamall, að sitja inni í níutíu mánuði samtals, að sögn Washington Post. Rétt eftir að refsing Manafort var ákvörðuð greindi New York Times frá því að saksóknarar í New York hefðu ákært Manafort fyrir fjármálaglæpi. Yrði Manafort sakfelldur fyrir þau brot gæti Trump ekki náðað hann. Mikil umræðu hefur verið um að Trump gæti náðað Manafort vegna dómanna sem hann hefur nú hlotið í Washington og Virginíu. Forsetinn hefur ekki vald til að náða menn sem eru dæmdir fyrir glæpi í einstökum ríkjum. Ákæran gegn Manafort í New York er í sextán liðum og varðr meðal annars húsnæðislán sem hann á að hafa svikið út. Hann hafi falsað gögn um fjármál sín til að svíkja út milljónir dollara í lán. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi í New York vegna brotanna sem hann er ákærður fyrir.Lýsti iðrun Áður en dómarinn í Washington las upp refsinguna bað Manafort alla þá sem hefði orðið fyrir neikvæðum áhrifum vegna gjörða hans afsökunar. Það gerði hann ekki áður en dómurinn var kveðinn upp yfir honum í síðustu viku. „Þó að ég geti ekki breytt fortíðinni get ég reynt að vinna að því að breyta framtíðinni,“ sagði Manafort við dómarann. Vildi hann meina að níu mánaða einangrun sem hann var látinn sæta eftir að hann varð uppvís að því að reyna að hafa áhrif á framburð vitnis hefði gefið honum nýja sýn á sjálfan sig. Manafort var formaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta þangað til í ágúst árið 2016. Þá komu fram ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara fyrir ráðgjafarstörf fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem var hallur undir rússnesk stjórnvöld. Hann var á meðal þeirra fyrstu sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, ákærðir í tengslum við rannsóknina á meintu samráði Trump-framboðsins við Rússa. Brotin sem Manafort hefur nú verið ákærður fyrir tengjast slíku samráði hins vegar ekki. Í málinu í Washington riftu saksóknarar Mueller þó samstarfssamkomulagi við Manafort þegar þeir töldu hann hafa logið ítrekað að þeim og um málefni sem tengdust kjarna rannsóknar þeirra. Dómarinn féllst á að Manafort hefði gerst sekur um lygar. Lygar Manafort voru meðal annars um samskipti hans við rússneskan samstarfsmann hans, Konstantin Kilimnik, sem bandarísk yfirvöld telja að tengist rússnesku leyniþjónustunni. Kilimnik var ákærður fyrir að reyna að hafa áhrif á vitni. Hann er hins vegar talinn vera í Rússland og því ólíklegt að hann muni nokkru sinni svara fyrir þær sakir.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Manafort fékk tæplega fjögurra ára fangelsisdóm Fyrrverandi kosningastjóri Trump Bandaríkjaforseta var dæmdur fyrir skattsvik og að svíkja út bankalán. Hann á enn yfir höfði sér refsingu í öðru máli vegna málafylgjustarfa hans fyrir erlend ríki. 8. mars 2019 07:28 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir fyrir væntanlegt vopnahlé Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira
Manafort fékk tæplega fjögurra ára fangelsisdóm Fyrrverandi kosningastjóri Trump Bandaríkjaforseta var dæmdur fyrir skattsvik og að svíkja út bankalán. Hann á enn yfir höfði sér refsingu í öðru máli vegna málafylgjustarfa hans fyrir erlend ríki. 8. mars 2019 07:28