Cristiano Ronaldo: Þess vegna fengu þeir mig hingað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2019 09:00 Cristiano Ronaldo fagnar í gær. Getty/Tullio M. Puglia Cristiano Ronaldo átti nú alveg rétt á því að vera svolítið hrokafullur eftir 3-0 sigur Juventus á Atletico Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Ronaldo skoraði öll mörkin og tryggði með því Juventus liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Ronaldo hefur unnið Meistaradeildina þrjú síðustu ár með Real Madrid og alls fimm sinnum á ferlinum. Juventus keyptu hann í sumar frá Real Madrid fyrir 99,2 milljónir punda. Real Madrid datt út í sextán liða úrslitunum án hans og Ronaldo á síðan stórleik þegar mest liggur við og Juve var 2-0 undir eftir fyrri leikinn."That's why they bought him..." How Cristiano Ronaldo hauled Juventus back from the brink against Atletico Madrid to book their place in the Champions League quarter-finals.https://t.co/Tn3Nkn1X6J#UCL#JUVATLpic.twitter.com/2DknAXgqLo— BBC Sport (@BBCSport) March 13, 2019 Juventus hefur verið að vinna titlana heima fyrir síðustu ár en það hefur vantað upp á í Meistaradeildinni og ráðið var að ná í „Herra Meistaradeild“. Þeir sjá ekki mikið eftir því núna. „Þess vegna fengu þeir hjá Juventus mig hingað. Ég var fengin hingað til að hjálpa þeim að afreka það sem þeim hefur aldrei tekist áður,“ sagði Cristiano Ronaldo eftir leikinn. Hann skoraði reyndar bara eitt mark í sex fyrstu Meistaradeildarleikjum sínum með Juventus en þrefaldaði þá tölu í gær. Ronaldo hefur alls skorað 18 mörk í síðustu 14 leikjum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og er búinn að koma með beinum hætti að 76 mörkum í 77 leikjum sínum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar (62 mörk og 14 stoðsendingar). „Þetta var alltaf að fara vera sérstakt kvöld og það varð raunin ekki bara vegna markanna minna heldur fyrir liðið,“ sagði Ronaldo. „Svona hugarfar þarft þú að vera með ætlir þú þér að vinna Meistaradeildina. Við nutum þessa töfrakvölds. Atletico er mjög erfiður mótherji en við erum góðir líka. Nú sjáum við til hvað gerist í framhaldinu,“ sagði Ronaldo. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Cristiano Ronaldo átti nú alveg rétt á því að vera svolítið hrokafullur eftir 3-0 sigur Juventus á Atletico Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Ronaldo skoraði öll mörkin og tryggði með því Juventus liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Ronaldo hefur unnið Meistaradeildina þrjú síðustu ár með Real Madrid og alls fimm sinnum á ferlinum. Juventus keyptu hann í sumar frá Real Madrid fyrir 99,2 milljónir punda. Real Madrid datt út í sextán liða úrslitunum án hans og Ronaldo á síðan stórleik þegar mest liggur við og Juve var 2-0 undir eftir fyrri leikinn."That's why they bought him..." How Cristiano Ronaldo hauled Juventus back from the brink against Atletico Madrid to book their place in the Champions League quarter-finals.https://t.co/Tn3Nkn1X6J#UCL#JUVATLpic.twitter.com/2DknAXgqLo— BBC Sport (@BBCSport) March 13, 2019 Juventus hefur verið að vinna titlana heima fyrir síðustu ár en það hefur vantað upp á í Meistaradeildinni og ráðið var að ná í „Herra Meistaradeild“. Þeir sjá ekki mikið eftir því núna. „Þess vegna fengu þeir hjá Juventus mig hingað. Ég var fengin hingað til að hjálpa þeim að afreka það sem þeim hefur aldrei tekist áður,“ sagði Cristiano Ronaldo eftir leikinn. Hann skoraði reyndar bara eitt mark í sex fyrstu Meistaradeildarleikjum sínum með Juventus en þrefaldaði þá tölu í gær. Ronaldo hefur alls skorað 18 mörk í síðustu 14 leikjum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og er búinn að koma með beinum hætti að 76 mörkum í 77 leikjum sínum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar (62 mörk og 14 stoðsendingar). „Þetta var alltaf að fara vera sérstakt kvöld og það varð raunin ekki bara vegna markanna minna heldur fyrir liðið,“ sagði Ronaldo. „Svona hugarfar þarft þú að vera með ætlir þú þér að vinna Meistaradeildina. Við nutum þessa töfrakvölds. Atletico er mjög erfiður mótherji en við erum góðir líka. Nú sjáum við til hvað gerist í framhaldinu,“ sagði Ronaldo.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira