Mennirnir voru vel búnir til fjallaferða Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2019 11:45 Aðstæður á vettvangi í nótt Landsbjörg Björgunarsveitir á Hvolsvelli, Hellu og Flúðum voru boðaðar út eftir að tilkynning barst um aðþrír menn á tveimur jeppum hefðu farið niður um vök við Hnauspoll að Fjallabaki nyrðra áþriðja tímanum í nótt. Aftakaveður var á miðhálendinu í alla nótt. Veðurstofan hafi gefið út appelsínugula, og síðar gul veðurviðvörun, vegna lægðarinnar sem gekk yfir landið. Mennirnir þrír komust allir út í bílunum en voru blautir og hrakir en tókst að láta vita af sér til Neyðarlínu. Þeir höfðu verið á leið til að bjarga félaga sínum á þriðja bílnum sem hafði fest hann á leið sinni inn í Landmannalaugar. Vegna veðursins og biðarinnar eftir björgun ákváðu mennirnir þrír að ganga í átt að bílnum sem var fastur, 7,5 km til þess að komast í skjól. Þorsteinn Jónsson, björgunarsveitarmaður hjá Dagrenningu á Hvolsvelli var meðal þeirra sem kom að björgun mannanna í morgun. Hann segir svarta byl hafa verið þegar björgunarsveitarmenn lögðu á hálendið í nótt og ferðin sóst seint. Komið var að mönnunum á sjöunda tímanum í morgun. „Þeir báru sig vel. Þeir voru búnir að vera á labbi sem hélt ábyggilega á þeim hita, þannig að þeir báru sig ótrúlega vel,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn segir að mennirnir hafi verið vel búnir til fjallaferða. „Þeir voru vel búnir. Búnir til þess að ferðast á fjöllum en þeir voru blautir því að bíllinn hjá þeim fór á kaf og þeir blotnuðu þegar þeir voru að komast út úr bílnum,“ sagði Þorsteinn. Ferð björgunarsveitarmanna með mennina til byggða hefur líka sóst seint í morgun. „Það er nú svona þæfingur og snjór og við erum ekkert búnir að festa okkur mjög oft. Veðrið er að ganga niður en það koma rokur þannig að stundum sést mjög lítið,“ sagði Þorsteinn sem á ekki von á að komið verði með mennina til byggða fyrr en eftir hádegi. Lægðin sem gekk yfir landið í dag á að vera gengin niður að mestu leiti nú í hádeginu. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrú Landsbjargar sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að verkefni björgunarsveitanna vegna veðursins hafi heilt yfir verið fá. Staðbundin verkefni eins og hjá björgunarsveitinni Víkverja í Vík voru hins vegar mörg að sögn formanns sveitarinnar. Mesta vindhviða sem mældist í gærkvöldi var hjá veðurathugunarstöðinni Steinum á Suðurlandi. Hún 67,9 m/s og er öflugasta vindhviða sem þar hefur mælst. Önnur, heldur grynnri lægð er síðan í væntanleg og heldur hún inn á Grænlandshaf í nótt og síðan til austurs fyrir sunnan land. Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Gengu 7,5 kílómetra leið í blindbyl eftir að hafa farið niður um vök Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. 12. mars 2019 07:40 Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Sjá meira
Björgunarsveitir á Hvolsvelli, Hellu og Flúðum voru boðaðar út eftir að tilkynning barst um aðþrír menn á tveimur jeppum hefðu farið niður um vök við Hnauspoll að Fjallabaki nyrðra áþriðja tímanum í nótt. Aftakaveður var á miðhálendinu í alla nótt. Veðurstofan hafi gefið út appelsínugula, og síðar gul veðurviðvörun, vegna lægðarinnar sem gekk yfir landið. Mennirnir þrír komust allir út í bílunum en voru blautir og hrakir en tókst að láta vita af sér til Neyðarlínu. Þeir höfðu verið á leið til að bjarga félaga sínum á þriðja bílnum sem hafði fest hann á leið sinni inn í Landmannalaugar. Vegna veðursins og biðarinnar eftir björgun ákváðu mennirnir þrír að ganga í átt að bílnum sem var fastur, 7,5 km til þess að komast í skjól. Þorsteinn Jónsson, björgunarsveitarmaður hjá Dagrenningu á Hvolsvelli var meðal þeirra sem kom að björgun mannanna í morgun. Hann segir svarta byl hafa verið þegar björgunarsveitarmenn lögðu á hálendið í nótt og ferðin sóst seint. Komið var að mönnunum á sjöunda tímanum í morgun. „Þeir báru sig vel. Þeir voru búnir að vera á labbi sem hélt ábyggilega á þeim hita, þannig að þeir báru sig ótrúlega vel,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn segir að mennirnir hafi verið vel búnir til fjallaferða. „Þeir voru vel búnir. Búnir til þess að ferðast á fjöllum en þeir voru blautir því að bíllinn hjá þeim fór á kaf og þeir blotnuðu þegar þeir voru að komast út úr bílnum,“ sagði Þorsteinn. Ferð björgunarsveitarmanna með mennina til byggða hefur líka sóst seint í morgun. „Það er nú svona þæfingur og snjór og við erum ekkert búnir að festa okkur mjög oft. Veðrið er að ganga niður en það koma rokur þannig að stundum sést mjög lítið,“ sagði Þorsteinn sem á ekki von á að komið verði með mennina til byggða fyrr en eftir hádegi. Lægðin sem gekk yfir landið í dag á að vera gengin niður að mestu leiti nú í hádeginu. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrú Landsbjargar sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að verkefni björgunarsveitanna vegna veðursins hafi heilt yfir verið fá. Staðbundin verkefni eins og hjá björgunarsveitinni Víkverja í Vík voru hins vegar mörg að sögn formanns sveitarinnar. Mesta vindhviða sem mældist í gærkvöldi var hjá veðurathugunarstöðinni Steinum á Suðurlandi. Hún 67,9 m/s og er öflugasta vindhviða sem þar hefur mælst. Önnur, heldur grynnri lægð er síðan í væntanleg og heldur hún inn á Grænlandshaf í nótt og síðan til austurs fyrir sunnan land.
Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Gengu 7,5 kílómetra leið í blindbyl eftir að hafa farið niður um vök Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. 12. mars 2019 07:40 Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Sjá meira
Gengu 7,5 kílómetra leið í blindbyl eftir að hafa farið niður um vök Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. 12. mars 2019 07:40
Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12