Nær allir fengu launahækkun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. mars 2019 08:00 Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer yfir svör ríkisfyrirtækjanna og hvort tilefni sé til aðgerða. Fréttablaðið/GVA Þrettán af sextán fyrirtækjum í ríkiseigu, sem svöruðu erindi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi stjórnum þeirra 12. febrúar síðastliðinn, hækkuðu laun æðstu stjórnenda sinna 1. júlí 2017. Þá tóku ný lög um kjararáð gildi og ákvörðunarvald yfir launum stjórnenda ríkisfyrirtækja færðist aftur til stjórnanna. Hjá þeim sem hækkuðu nemur hækkunin að meðaltali rúmum 24 prósentum. Aðeins tvö fyrirtæki gerðu enga breytingu á launum stjórnenda og aðeins í einu tilfelli lækkuðu laun framkvæmdastjóra. Úttekt Fréttablaðsins sýnir að meðallaun stjórnenda ríkisfyrirtækjanna voru um 1.400 þúsund krónur á mánuði fyrir 1. júlí 2017 en eru í dag að meðaltali rúmlega 1.700 þúsund krónur á mánuði. Inni í þessum útreikningum eru ekki bankastjórar ríkisbankanna tveggja, Landsbankans og Íslandsbanka, sem mikið hefur verið fjallað um launaskriðið hjá að undanförnu. Aðeins er hér rýnt í svör þeirra fyrirtækja sem ráðuneytið birti á vef sínum í síðustu viku. Ekki eru í öllum tilfellum gefin upp laun þá og nú í svörum fyrirtækjanna og mismikil nákvæmni. Er í þeim tilfellum sem mögulegt er stuðst við fyrri svör ráðuneytisins við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar á þingi í fyrra og upplýsingaöflun blaðamanns hjá viðkomandi fyrirtækjum og úr fyrri fréttum. Tilefni erindis ráðuneytisins þann 12. febrúar síðastliðinn var að óska eftir svörum frá fyrirtækjunum um hvernig brugðist hefði verið við tilmælum sem beint var til þeirra í ársbyrjun 2017 varðandi launaákvarðanir og starfskjör stjórnenda. Í tilmælunum 2017 var því beint til stjórna félaga í ríkiseigu, meðal annars með tilvísun til mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði, að launaákvarðanir yrðu varlegar og að forðast yrði að ákvarða miklar launabreytingar á stuttu tímabili. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur þegar tekið stjórnir ríkisbankanna á beinið fyrir launaákvarðanir þeirra sem hann telur að hafi verið úr hófi, ekki varlegar og raunar skaðlegt innlegg í viðkvæma stöðu í kjaraviðræðum. Ríkisfyrirtækin fengu vikufrest til að svara. Kom fram í tilkynningu ráðuneytisins að farið yrði yfir svörin sem bárust og í kjölfarið brugðist við eins og tilefni og ástæða kann að vera. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu í gær er enn verið að fara yfir svörin og engin ákvörðun því verið tekin um hvort þau kalli á viðbrögð. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Þrettán af sextán fyrirtækjum í ríkiseigu, sem svöruðu erindi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi stjórnum þeirra 12. febrúar síðastliðinn, hækkuðu laun æðstu stjórnenda sinna 1. júlí 2017. Þá tóku ný lög um kjararáð gildi og ákvörðunarvald yfir launum stjórnenda ríkisfyrirtækja færðist aftur til stjórnanna. Hjá þeim sem hækkuðu nemur hækkunin að meðaltali rúmum 24 prósentum. Aðeins tvö fyrirtæki gerðu enga breytingu á launum stjórnenda og aðeins í einu tilfelli lækkuðu laun framkvæmdastjóra. Úttekt Fréttablaðsins sýnir að meðallaun stjórnenda ríkisfyrirtækjanna voru um 1.400 þúsund krónur á mánuði fyrir 1. júlí 2017 en eru í dag að meðaltali rúmlega 1.700 þúsund krónur á mánuði. Inni í þessum útreikningum eru ekki bankastjórar ríkisbankanna tveggja, Landsbankans og Íslandsbanka, sem mikið hefur verið fjallað um launaskriðið hjá að undanförnu. Aðeins er hér rýnt í svör þeirra fyrirtækja sem ráðuneytið birti á vef sínum í síðustu viku. Ekki eru í öllum tilfellum gefin upp laun þá og nú í svörum fyrirtækjanna og mismikil nákvæmni. Er í þeim tilfellum sem mögulegt er stuðst við fyrri svör ráðuneytisins við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar á þingi í fyrra og upplýsingaöflun blaðamanns hjá viðkomandi fyrirtækjum og úr fyrri fréttum. Tilefni erindis ráðuneytisins þann 12. febrúar síðastliðinn var að óska eftir svörum frá fyrirtækjunum um hvernig brugðist hefði verið við tilmælum sem beint var til þeirra í ársbyrjun 2017 varðandi launaákvarðanir og starfskjör stjórnenda. Í tilmælunum 2017 var því beint til stjórna félaga í ríkiseigu, meðal annars með tilvísun til mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði, að launaákvarðanir yrðu varlegar og að forðast yrði að ákvarða miklar launabreytingar á stuttu tímabili. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur þegar tekið stjórnir ríkisbankanna á beinið fyrir launaákvarðanir þeirra sem hann telur að hafi verið úr hófi, ekki varlegar og raunar skaðlegt innlegg í viðkvæma stöðu í kjaraviðræðum. Ríkisfyrirtækin fengu vikufrest til að svara. Kom fram í tilkynningu ráðuneytisins að farið yrði yfir svörin sem bárust og í kjölfarið brugðist við eins og tilefni og ástæða kann að vera. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu í gær er enn verið að fara yfir svörin og engin ákvörðun því verið tekin um hvort þau kalli á viðbrögð.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent