Mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu: „Við líðum ekki óréttlæti frekar en neinir aðrir“ Jóhann K. Jóhannsson, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. mars 2019 21:56 Mótmælendur sem mótmælt hafa slæmum aðstæðum hælisleitenda á Íslandi á Austurvelli í dag hafa nú fært sig um set og standa nú fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu og viðhafa mótmæli sín þar. Um 50 til 60 manns hafa nú safnast saman fyrir utan lögreglustöðina. Eins og greint var frá fyrr í kvöld voru tveir mótmælendur handteknir við Austurvöll. Búið er að sleppa öðrum þeirra, Elínborgu Hörpu Önundardóttur, aktívista hjá No Borders Iceland. Hún segir handtökuna á sér ekki hafa verið réttmæta í þeim aðstæðum sem hún átti sér stað. „Við sátum öll á pappakössum því það var kalt og við vorum að reyna að hafa einangrun frá jörðinni. Lögreglan sagðist hafa haldið að við ætluðum að kveikja eld, við skýrðum það fyrir lögreglunni að við ætluðum ekki að kveikja eld heldur hafi þetta bara verið til þess að sitja á. Samt ákváðu þeir að ráðast að okkur og rífa okkur í burtu. Svo, áður en ég veit af er búið að handtaka mig og skella mér í jörðina.“ Elínborg segir að inni á lögreglustöðinni hafi hún verið sett í fangaklefa og „geymd þar“ uns rannsakandi kom og tók af henni skýrslu.Elínborg eftir að hafa verið sleppt úr haldi. Vísir/VilhelmHún segist gera ráð fyrir að sammótmælendur muni halda áfram að láta í sér heyra þar til stjórnvöld mæti kröfum þeirra. „Mér sýnist vera kraftur í fólkinu og við líðum ekki óréttlæti frekar en neinir aðrir.“ Hún segir markmið mótmælanna hafa verið að fá fund með stjórnvöldum. Þann fund hafi verið búið að biðja um í bréfi sem skrifað var í samstarfi við Rauða krossinn fyrir þremur vikum, en ekkert svar hafi borist.„Við erum að mótmæla þessum handtökum“ Hildur Harðardóttir hjá samtökunum Ekki fleiri brottvísanir segir viðbrögð lögreglunnar, að notast við piparúða og handtaka tvo mótmælendur, hafa verið úr öllu samhengi við aðstæður. „Við vorum ekki að reyna að brenna bál, alls ekki. Þannig að núna erum við að mótmæla þessum handtökum.“ Hún segir mótmælendur hafa verið í sambandi við lögfræðinga vegna handtakanna tveggja.Vert er að taka fram að viðtalið við Hildi var tekið áður en Elínborgu var sleppt úr haldi.Uppfært klukkan 23:00 - Búið er að sleppa seinni mótmælandanum sem handekinn var úr haldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu af vettvangi er mótmælendum að fækka og ekki hefur dregið til frekari tíðinda fyrir utan lögreglustöðina. Fréttamenn Vísis voru á vettvangi og tóku þessar ljósmyndir. Búið er að sleppa seinni mótmælandanum sem handekinn var.Vísir/VilhelmFrelsinu feginn.Vísir/VihelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Jakob BjarnarVísir/Jói K Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Mótmælendur sem mótmælt hafa slæmum aðstæðum hælisleitenda á Íslandi á Austurvelli í dag hafa nú fært sig um set og standa nú fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu og viðhafa mótmæli sín þar. Um 50 til 60 manns hafa nú safnast saman fyrir utan lögreglustöðina. Eins og greint var frá fyrr í kvöld voru tveir mótmælendur handteknir við Austurvöll. Búið er að sleppa öðrum þeirra, Elínborgu Hörpu Önundardóttur, aktívista hjá No Borders Iceland. Hún segir handtökuna á sér ekki hafa verið réttmæta í þeim aðstæðum sem hún átti sér stað. „Við sátum öll á pappakössum því það var kalt og við vorum að reyna að hafa einangrun frá jörðinni. Lögreglan sagðist hafa haldið að við ætluðum að kveikja eld, við skýrðum það fyrir lögreglunni að við ætluðum ekki að kveikja eld heldur hafi þetta bara verið til þess að sitja á. Samt ákváðu þeir að ráðast að okkur og rífa okkur í burtu. Svo, áður en ég veit af er búið að handtaka mig og skella mér í jörðina.“ Elínborg segir að inni á lögreglustöðinni hafi hún verið sett í fangaklefa og „geymd þar“ uns rannsakandi kom og tók af henni skýrslu.Elínborg eftir að hafa verið sleppt úr haldi. Vísir/VilhelmHún segist gera ráð fyrir að sammótmælendur muni halda áfram að láta í sér heyra þar til stjórnvöld mæti kröfum þeirra. „Mér sýnist vera kraftur í fólkinu og við líðum ekki óréttlæti frekar en neinir aðrir.“ Hún segir markmið mótmælanna hafa verið að fá fund með stjórnvöldum. Þann fund hafi verið búið að biðja um í bréfi sem skrifað var í samstarfi við Rauða krossinn fyrir þremur vikum, en ekkert svar hafi borist.„Við erum að mótmæla þessum handtökum“ Hildur Harðardóttir hjá samtökunum Ekki fleiri brottvísanir segir viðbrögð lögreglunnar, að notast við piparúða og handtaka tvo mótmælendur, hafa verið úr öllu samhengi við aðstæður. „Við vorum ekki að reyna að brenna bál, alls ekki. Þannig að núna erum við að mótmæla þessum handtökum.“ Hún segir mótmælendur hafa verið í sambandi við lögfræðinga vegna handtakanna tveggja.Vert er að taka fram að viðtalið við Hildi var tekið áður en Elínborgu var sleppt úr haldi.Uppfært klukkan 23:00 - Búið er að sleppa seinni mótmælandanum sem handekinn var úr haldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu af vettvangi er mótmælendum að fækka og ekki hefur dregið til frekari tíðinda fyrir utan lögreglustöðina. Fréttamenn Vísis voru á vettvangi og tóku þessar ljósmyndir. Búið er að sleppa seinni mótmælandanum sem handekinn var.Vísir/VilhelmFrelsinu feginn.Vísir/VihelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Jakob BjarnarVísir/Jói K
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira