Framkvæmdarstjóri HSÍ: Vonandi skilar dómstóllinn niðurstöðu öðru hvoru megin við helgi Anton Ingi Leifsson skrifar 11. mars 2019 19:30 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir að Fjölnir hafi kært framkvæmd undanúrslitaleiksins í Coca-Cola bikar karla. Dómstóll HSÍ muni nú kveða upp hver næstu skref verða. Valur fékk vítakast undir lok leiksins og einum leikmanni Fjölnis var vísað af velli með rautt spjald. Dómararnir skoðuðu atvikið með aðstoð myndbandsupptöku og komust að þessari niðurstöðu. Síðar kom í ljós að ákvörðunin var röng og fór því Arnar Máni Ingvarsson, leikmaður Fjölnis, ekki í bann. Fjölnir var einu skrefi frá úrslitaleknum og þeir voru ósáttir með ákvörðunina sem endaði með því að þeir kærðu framkvæmd leiksins. „Þeir gerðu það um helgina sem kom inn á laugardaginn. Henni var vísað frá vegna formgalla en þeir skiluðu endurbættri útgáfu á sunnudaginn og sú kæra er í meðferð hjá dómstólum HSÍ,“ sagði Róbert en hvert er framhaldið? „Dómstóllinn óskar eftir greinargerðum frá málsaðilum. Málsaðilum hafa frest þangað til á morgun til að skila því inn og í kjölfarið tekur hann málið til meðferðar. Vonandi skilar hann niðurstöðu öðru hvoru megin við helgi,“ en gæti sú staða komið upp að skila þurfi úrslitaleikinn aftur? „Nú get ég ekki bara svarað því. Málið er í meðferð hjá dómstólunum og hann tekur málið fyrir og dæmir. Það er þeirra að meta hvað er til í þessu og hvernig málinu lýkur.“ Það kom upp atvik í vetur þar sem dómstóllinn dæmdi að síðustu fimm sekúndur í leik Þróttar og Víkings yrðu leiknar aftur. Að endingu var dæmt að leikurinn allur yrði spilað aftur. „Vissulega kom það atvik upp að það þurfti að spila leik aftur en hvort að það sé fordæmi er ekki mitt að svara. Dómstóllinn verður að leggja mat á það.“ Innslagið má sjá hér að ofan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fjölnir kærir framkvæmd leiksins Ekki eru öll kurl komin til grafar. 9. mars 2019 14:39 Umdeildur dómur í Höllinni vakti mikla athygli: „VAR þetta versti dómurinn hingað til?“ Það var umdeildur dómur undir lok leiks Vals og Fjönis í undanúrslitum Coca-Cola bikars karla. 8. mars 2019 19:49 Kári: Alveg hættur að skilja síðustu 30 sekúndurnar í handbolta Kári Garðarsson sagði tilfinninguna súrsæta í leikslok. 8. mars 2019 20:22 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 25-28 | Valsmenn í úrslit eftir dramatík Dómararnir voru í aðalhlutverki þegar Valur komst í bikarúrslit. 8. mars 2019 20:45 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir að Fjölnir hafi kært framkvæmd undanúrslitaleiksins í Coca-Cola bikar karla. Dómstóll HSÍ muni nú kveða upp hver næstu skref verða. Valur fékk vítakast undir lok leiksins og einum leikmanni Fjölnis var vísað af velli með rautt spjald. Dómararnir skoðuðu atvikið með aðstoð myndbandsupptöku og komust að þessari niðurstöðu. Síðar kom í ljós að ákvörðunin var röng og fór því Arnar Máni Ingvarsson, leikmaður Fjölnis, ekki í bann. Fjölnir var einu skrefi frá úrslitaleknum og þeir voru ósáttir með ákvörðunina sem endaði með því að þeir kærðu framkvæmd leiksins. „Þeir gerðu það um helgina sem kom inn á laugardaginn. Henni var vísað frá vegna formgalla en þeir skiluðu endurbættri útgáfu á sunnudaginn og sú kæra er í meðferð hjá dómstólum HSÍ,“ sagði Róbert en hvert er framhaldið? „Dómstóllinn óskar eftir greinargerðum frá málsaðilum. Málsaðilum hafa frest þangað til á morgun til að skila því inn og í kjölfarið tekur hann málið til meðferðar. Vonandi skilar hann niðurstöðu öðru hvoru megin við helgi,“ en gæti sú staða komið upp að skila þurfi úrslitaleikinn aftur? „Nú get ég ekki bara svarað því. Málið er í meðferð hjá dómstólunum og hann tekur málið fyrir og dæmir. Það er þeirra að meta hvað er til í þessu og hvernig málinu lýkur.“ Það kom upp atvik í vetur þar sem dómstóllinn dæmdi að síðustu fimm sekúndur í leik Þróttar og Víkings yrðu leiknar aftur. Að endingu var dæmt að leikurinn allur yrði spilað aftur. „Vissulega kom það atvik upp að það þurfti að spila leik aftur en hvort að það sé fordæmi er ekki mitt að svara. Dómstóllinn verður að leggja mat á það.“ Innslagið má sjá hér að ofan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fjölnir kærir framkvæmd leiksins Ekki eru öll kurl komin til grafar. 9. mars 2019 14:39 Umdeildur dómur í Höllinni vakti mikla athygli: „VAR þetta versti dómurinn hingað til?“ Það var umdeildur dómur undir lok leiks Vals og Fjönis í undanúrslitum Coca-Cola bikars karla. 8. mars 2019 19:49 Kári: Alveg hættur að skilja síðustu 30 sekúndurnar í handbolta Kári Garðarsson sagði tilfinninguna súrsæta í leikslok. 8. mars 2019 20:22 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 25-28 | Valsmenn í úrslit eftir dramatík Dómararnir voru í aðalhlutverki þegar Valur komst í bikarúrslit. 8. mars 2019 20:45 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira
Umdeildur dómur í Höllinni vakti mikla athygli: „VAR þetta versti dómurinn hingað til?“ Það var umdeildur dómur undir lok leiks Vals og Fjönis í undanúrslitum Coca-Cola bikars karla. 8. mars 2019 19:49
Kári: Alveg hættur að skilja síðustu 30 sekúndurnar í handbolta Kári Garðarsson sagði tilfinninguna súrsæta í leikslok. 8. mars 2019 20:22
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 25-28 | Valsmenn í úrslit eftir dramatík Dómararnir voru í aðalhlutverki þegar Valur komst í bikarúrslit. 8. mars 2019 20:45