Segir hægt að draga úr skemmdum vegna myglu með ábyrgari byggingariðnaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2019 19:15 Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu, verkfræðistofu Vísir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur hjá Eflu og ráðgjafi Nýsköpunarmiðstöðvarinnar, segir að hægt sé að draga úr skemmdum af völdum myglu í húsnæði með ábyrgari byggingariðnaði og fyrirbyggjandi viðhaldi. Sylgja var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sylgja segir að einnig sé hægt að auka fagþekkingu þegar komi að rakaöryggi húsa og byggingareðlisfræði. Þannig sé að miklu leyti hægt að draga úr mygluskemmdum. Oftar en ekki þegar komið er í óefni vegna myglu sé lélegu viðhaldi um að kenna. „Við nefnilega eigum við þetta vandamál að etja hérlendis, við erum ekki með neina samhæfða verkferla um hvernig skoðunaraðilar skoða byggingar með þessu tilliti og fagþekkingin sjálf er líka mjög mismunandi. Síðan má ekki gleyma að verkbeiðni getur verið mismunandi, aðgengi að húsnæði getur verið mismunandi og það eru mismunandi forsendur sem liggja að baki,“ segir Sylgja. Hún segir skorta samhæfingu á því hvernig húsnæði er tekið út og skoðað fyrir myglu og hvenær skuli taka hlutina alvarlega. Sylgja segir þó einnig að mögulega geti orðið bragarbót þar á. „Það er faghópur sem að er með aðilum frá verkfræðistofunum þar sem við erum að ræða um að samhæfa þessar aðferðir þannig að það er í vinnslu. Það held ég að sé öllum hagsmunaaðilum til bóta.“ Sylgja segir fyrstu einkenni sem fólk kunni að finna til vegna myglu í vistarverum eða öðru húsnæði oftast vera í öndunarfærum eða húð. Önnur einkenni geti verið verkur í meltingafærum eða höfði. Einkennin séu almenn og ekki bundin við myglu, en oft sé hægt að tengja þau við viðveru í ákveðnu húsnæði. Þannig geti fólk oft skánað af einkennunum eða jafnvel losnað við þau þegar húsnæðið sem um ræðir er yfirgefið eða lagað þannig að myglan sé á bak og burt. Viðtal Reykjavíkur síðdegis við Sylgju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00 Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur hjá Eflu og ráðgjafi Nýsköpunarmiðstöðvarinnar, segir að hægt sé að draga úr skemmdum af völdum myglu í húsnæði með ábyrgari byggingariðnaði og fyrirbyggjandi viðhaldi. Sylgja var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sylgja segir að einnig sé hægt að auka fagþekkingu þegar komi að rakaöryggi húsa og byggingareðlisfræði. Þannig sé að miklu leyti hægt að draga úr mygluskemmdum. Oftar en ekki þegar komið er í óefni vegna myglu sé lélegu viðhaldi um að kenna. „Við nefnilega eigum við þetta vandamál að etja hérlendis, við erum ekki með neina samhæfða verkferla um hvernig skoðunaraðilar skoða byggingar með þessu tilliti og fagþekkingin sjálf er líka mjög mismunandi. Síðan má ekki gleyma að verkbeiðni getur verið mismunandi, aðgengi að húsnæði getur verið mismunandi og það eru mismunandi forsendur sem liggja að baki,“ segir Sylgja. Hún segir skorta samhæfingu á því hvernig húsnæði er tekið út og skoðað fyrir myglu og hvenær skuli taka hlutina alvarlega. Sylgja segir þó einnig að mögulega geti orðið bragarbót þar á. „Það er faghópur sem að er með aðilum frá verkfræðistofunum þar sem við erum að ræða um að samhæfa þessar aðferðir þannig að það er í vinnslu. Það held ég að sé öllum hagsmunaaðilum til bóta.“ Sylgja segir fyrstu einkenni sem fólk kunni að finna til vegna myglu í vistarverum eða öðru húsnæði oftast vera í öndunarfærum eða húð. Önnur einkenni geti verið verkur í meltingafærum eða höfði. Einkennin séu almenn og ekki bundin við myglu, en oft sé hægt að tengja þau við viðveru í ákveðnu húsnæði. Þannig geti fólk oft skánað af einkennunum eða jafnvel losnað við þau þegar húsnæðið sem um ræðir er yfirgefið eða lagað þannig að myglan sé á bak og burt. Viðtal Reykjavíkur síðdegis við Sylgju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00 Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00
Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25
Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12
Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45