Stöðva markaðssetningu á ólöglegum sæfivörum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2019 09:53 Sæfivörur er stór hópur efnavara, sem skiptist í fjóra aðalflokka; sótthreinsiefni, rotvarnarefni, varnir gegn meindýrum og aðrar sæfivörur. Vísir/Getty Umhverfisstofnun hefur lokið fyrri hluta eftirlitsverkefnis um sæfivörur á markaði þar sem farið var í eftirlit hjá fyrirtækjum sem markaðssetja slíkar vörur hér á landi. Markmiðið var að skoða hvort sæfivörur uppfylltu skilyrði um markaðsleyfi og hvort merkingar þeirra væru í samræmi við gildandi reglur. Fjórar vörur uppfylltu ekki skilyrði um markaðsleyfi og frávik vegna ófullnægjandi merkinga fundust á 40 vörum. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Sæfivörur er stór hópur efnavara, sem skiptist í fjóra aðalflokka; sótthreinsiefni, rotvarnarefni, varnir gegn meindýrum og aðrar sæfivörur. Þessir aðalflokkar skiptast síðan í 22 vöruflokka og var lögð sérstök áhersla á fjóra þeirra í þessu verkefni, þ.e. viðarvarnarefni; gróðurhindrandi vörur; nagdýraeitur og skordýraeitur, mítlasæfar og vörur til að verjast öðrum liðdýrum. Farið var í eftirlit hjá sex fyrirtækjum og skoðaðar alls 63 sæfivörur, sem féllu undir umfang verkefnisins. Eitt eða fleiri frávik fundust við 41 vöru, sem þýðir að tíðni frávika er 65%. Fjórar vörur uppfylltu ekki skilyrði um markaðsleyfi. Þar af er beðið staðfestingar hvort sótt hafi verið um markaðsleyfi í einu tilviki, önnur vara var tekin úr sölu að frumkvæði birgis og hefur hann sent Umhverfisstofnun staðfestingu á förgun hennar. Markaðssetning hinna tveggja varanna var stöðvuð tímabundið og fyrirtækjunum veittur frestur til að sækja um markaðsleyfi fyrir þeim. Þar sem ekki var sótt um markaðsleyfi innan tiltekins frests hefur stofnunin áformað að stöðva markaðssetningu þeirra varanlega. Frávik vegna ófullnægjandi merkinga fundust á 40 vörum, sem skiptust þannig að 4 vörur með markaðsleyfi uppfylltu ekki kröfur um merkingu og 36 vörur sem bjóða má fram á markaði án markaðsleyfis uppfylltu ekki kröfur um merkingar. Veitti stofnunin eftirlitsþegum tiltekinn frest til að bregðast við framkomnum frávikum og er ennþá unnið að eftirfylgni í nokkrum málum. Neytendur Umhverfismál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur lokið fyrri hluta eftirlitsverkefnis um sæfivörur á markaði þar sem farið var í eftirlit hjá fyrirtækjum sem markaðssetja slíkar vörur hér á landi. Markmiðið var að skoða hvort sæfivörur uppfylltu skilyrði um markaðsleyfi og hvort merkingar þeirra væru í samræmi við gildandi reglur. Fjórar vörur uppfylltu ekki skilyrði um markaðsleyfi og frávik vegna ófullnægjandi merkinga fundust á 40 vörum. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Sæfivörur er stór hópur efnavara, sem skiptist í fjóra aðalflokka; sótthreinsiefni, rotvarnarefni, varnir gegn meindýrum og aðrar sæfivörur. Þessir aðalflokkar skiptast síðan í 22 vöruflokka og var lögð sérstök áhersla á fjóra þeirra í þessu verkefni, þ.e. viðarvarnarefni; gróðurhindrandi vörur; nagdýraeitur og skordýraeitur, mítlasæfar og vörur til að verjast öðrum liðdýrum. Farið var í eftirlit hjá sex fyrirtækjum og skoðaðar alls 63 sæfivörur, sem féllu undir umfang verkefnisins. Eitt eða fleiri frávik fundust við 41 vöru, sem þýðir að tíðni frávika er 65%. Fjórar vörur uppfylltu ekki skilyrði um markaðsleyfi. Þar af er beðið staðfestingar hvort sótt hafi verið um markaðsleyfi í einu tilviki, önnur vara var tekin úr sölu að frumkvæði birgis og hefur hann sent Umhverfisstofnun staðfestingu á förgun hennar. Markaðssetning hinna tveggja varanna var stöðvuð tímabundið og fyrirtækjunum veittur frestur til að sækja um markaðsleyfi fyrir þeim. Þar sem ekki var sótt um markaðsleyfi innan tiltekins frests hefur stofnunin áformað að stöðva markaðssetningu þeirra varanlega. Frávik vegna ófullnægjandi merkinga fundust á 40 vörum, sem skiptust þannig að 4 vörur með markaðsleyfi uppfylltu ekki kröfur um merkingu og 36 vörur sem bjóða má fram á markaði án markaðsleyfis uppfylltu ekki kröfur um merkingar. Veitti stofnunin eftirlitsþegum tiltekinn frest til að bregðast við framkomnum frávikum og er ennþá unnið að eftirfylgni í nokkrum málum.
Neytendur Umhverfismál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira