Umfjöllun: Stjarnan - Grindavík 91-73 | Stjarnan tók toppsætið á ný Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. mars 2019 21:15 Stjörnumaðurinn Ægir Þór Steinarsson. Vísir/Bára Stjarnan fór aftur á topp Domino‘s deildar karla með öruggum sigri á Grindavík í 21. umferð deildarkeppninnar. Stjarnan byrjaði leikinn mun betur og komst í tíu stiga forystu þegar fyrsti leikhluti var rétt hálfnaður 18-8. Þá höfðu heimamenn skorað úr nær öllum sóknum sínum í leiknum og gulir gestirnir komu engum vörnum við á sama tíma og þeim gekk illa að koma boltanum í körfuna. Í öðrum leikhluta áttu Grindvíkingar nokkur góð áhlaup og komust næst Stjörnunni í stöðunni 33-31. Þeir náðu hins vegar aldrei að halda áhlaupinu áfram nógu lengi og Stjarnan komst aftur fram úr. Hilmir Kristjánsson minnkaði muninn í fjögur stig 40-36 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en eins og hendi væri veifað var munurinn aftur orðinn tveggja stafa tala og staðan 49-36 í hálfleik. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn mun betur en gestirnir og drápu leikinn í raun í upphafi þriðja leikhluta. Gestirnir virtust ekki hafa það í sér að keyra í annað áhlaup og leikurinn fjaraði smám saman út. Þeir bláklæddu voru farnir að leika sér að blindandi sendingum og sirkuskörfum áður en yfir lauk. Fjórði leikhluti var svo í raun bara formsatriði. Grindvíkingar gerðu sig aldrei líklega til þess að keyra niður muninn og liðin spiluðu hreinlega út klukkuna. Lokaniðurstaðan var öruggur 91-73 sigur Stjörnunnar.Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn eru með ógnarsterkt lið. Mikið hefur verið rætt og ritað um mannskapinn sem þeir eru með og þeir verða bara betri eftir því sem líður á. Horfandi á þennan leik var aldrei vafi um að Stjarnan myndi taka hann. Þrátt fyrir að Grindvíkingar gerðu áhlaup, þá var tilfinningin alltaf sú að Stjörnumenn gætu bara stigið aðeins á bensíngjöfina og bætt í. Áhlaup þeirra í byrjun seinni hálfleiks gerði út um leikinn, þegar munurinn var farinn að nálgast tuttugu stigin dró aðeins af þeim gulu og leikurinn var úti.Hverjir stóðu upp úr? Brandon Rozzell átti mjög góðan leik fyrir Stjörnuna og var þeirra lang stigahæstur með 29 stig. Ægir Þór Steinarsson skoraði aðeins átta stig en hann átti nokkrar stórkostlegar sendingar í leiknum og var að vanda mjög duglegur í vörninni. Hjá Grindvíkingum var Ólafur Ólafsson besti maðurinn inn á vellinum. Jordy Kuiper var að hitta betur en liðsfélagar hans framan af og setti nokkra stóra þrista.Hvað gekk illa? Skotnýting Grindavíkur var ekki góð í leiknum. Í hálfleik voru þeir með 31 prósenta nýtingu á móti 52 prósentum hjá Stjörnunni. Þegar þeir gerðu áhlaupin í öðrum leikhluta og komust nálægt heimamönnum þá var aldrei stutt í næsta kafla af tveimur, þremur sóknum þar sem þeir hittu boltanum ekki í körfuna og Stjarnan refsar slíkum mistökum.Hvað gerist næst? Það er bara ein umferð eftir af deildarkeppninni í Domino‘s deild karla þetta tímabilið. Stjarnan getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri á Haukum á Ásvöllum. Grindavík mætir ÍR í úrslitaleik um hvort liðið verður í sjöunda sæti. Allir leikir umferðarinnar fara fram á sama tíma, næsta fimmtudag klukkan 19:15.Arnar GuðjónssonArnar: Hugurinn kominn í úrslitakeppnina „Gott að ná í sigur og ná í framlag frá mörgum sem er gott,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, aðspurður hvað honum hafi fundist um leikinn. „Þetta var allt í lagi. Það var gott að ná í þennan sigur og það eru allir heilir. Það er úrslitakeppni fram undan og búið að vera mikið álag,“ sagði Arnar en það mátti heyra á honum að hann var ekkert sérstaklega ánægður með frammistöðu sinna manna. En hvað var hann ánægðastur með? „Framlag frá mörgum. Margir menn voru að stíga upp og voru flottir í dag.“ Er hugurinn kannski bara kominn í úrslitakeppnina? „Já. Ég væri að ljúga að þér ef ég segði eitthvað annað.“ Andstæðingur Stjörnunnar í úrslitakeppninni verður annað hvort Grindavík eða ÍR, miðað við þennan leik verður það einvígi ekki bara nokkuð auðvelt ef Stjarnan lendir á móti þeim gulu? „Nei, alls ekki. Alveg sama hvort liðið það verður, þetta eru hörkulið. Það skiptir engu máli hvort liðið það verður, þetta verður hörkusería.“Jóhann hættir með Grindavík eftir tímabiliðvísir/daníelJóhann: Misstum trúna og því fór sem fór „Við vorum flottir í svona fimmtán, átján mínútur. Við hefðum getað haft trú á því sem við lögðum upp hérna, þetta „fadeaði“ allt of fljótt út hjá okkur,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. „Það er svona það sem er mest sárt eftir kvöldið.“ Jóhann neitaði því þó að hugurinn væri kominn í úrslitakeppnina. „Við ætluðum okkur að gefa þeim leik og það gekk upp lungann úr fyrri hálfleik. Svo bara misstum við trúna á því sem við vorum að gera og því fór sem fór.“ „Við ætlum að vinna ÍR á fimmtudaginn og ég er ekkert kominn lengra en það.“ Hvað var hann ánægðastur með í dag? „Fyrstu fimmtán mínúturnar. Mér fannst við vera á pari þá og það var kraftur í því sem við vorum að gera. Við vorum að mestu leiti að finna lausnir sóknarlega en svo bara fjaraði undan öllu.“Hlynur Bæringsson.Vísir/VilhelmHlynur: Rólegur leikur og ekki mikil læti „Mér fannst þetta ekkert spes hjá okkur og Grindvíkingarnir voru langt frá sínu besta,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar. „Þessi leikur var frekar rólegur fannst mér, það voru ekki mikil læti. Fyrir utan annan leikhluta þar sem við vorum mikið í því að rífast í dómurunum og pirra okkur út af því, sem var mjög lélegt hjá okkur.“ „Síðan fannst mér þetta bara klárast á síðustu fimm sekúndunum í öðrum leikhluta, þá setur Brandon þrist og svo stelur Collin boltanum í blálokin.“ Stjarnan verður deildarmeistari með sigri á Haukum í síðustu umferðinni. Hlynur segir það alls ekki öruggt að Stjarnan vinni þann leik. „Haukar hafa unnið mörg af efstu liðunum á heimavelli, þannig að við þurfum að klára það.“ Dominos-deild karla
Stjarnan fór aftur á topp Domino‘s deildar karla með öruggum sigri á Grindavík í 21. umferð deildarkeppninnar. Stjarnan byrjaði leikinn mun betur og komst í tíu stiga forystu þegar fyrsti leikhluti var rétt hálfnaður 18-8. Þá höfðu heimamenn skorað úr nær öllum sóknum sínum í leiknum og gulir gestirnir komu engum vörnum við á sama tíma og þeim gekk illa að koma boltanum í körfuna. Í öðrum leikhluta áttu Grindvíkingar nokkur góð áhlaup og komust næst Stjörnunni í stöðunni 33-31. Þeir náðu hins vegar aldrei að halda áhlaupinu áfram nógu lengi og Stjarnan komst aftur fram úr. Hilmir Kristjánsson minnkaði muninn í fjögur stig 40-36 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en eins og hendi væri veifað var munurinn aftur orðinn tveggja stafa tala og staðan 49-36 í hálfleik. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn mun betur en gestirnir og drápu leikinn í raun í upphafi þriðja leikhluta. Gestirnir virtust ekki hafa það í sér að keyra í annað áhlaup og leikurinn fjaraði smám saman út. Þeir bláklæddu voru farnir að leika sér að blindandi sendingum og sirkuskörfum áður en yfir lauk. Fjórði leikhluti var svo í raun bara formsatriði. Grindvíkingar gerðu sig aldrei líklega til þess að keyra niður muninn og liðin spiluðu hreinlega út klukkuna. Lokaniðurstaðan var öruggur 91-73 sigur Stjörnunnar.Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn eru með ógnarsterkt lið. Mikið hefur verið rætt og ritað um mannskapinn sem þeir eru með og þeir verða bara betri eftir því sem líður á. Horfandi á þennan leik var aldrei vafi um að Stjarnan myndi taka hann. Þrátt fyrir að Grindvíkingar gerðu áhlaup, þá var tilfinningin alltaf sú að Stjörnumenn gætu bara stigið aðeins á bensíngjöfina og bætt í. Áhlaup þeirra í byrjun seinni hálfleiks gerði út um leikinn, þegar munurinn var farinn að nálgast tuttugu stigin dró aðeins af þeim gulu og leikurinn var úti.Hverjir stóðu upp úr? Brandon Rozzell átti mjög góðan leik fyrir Stjörnuna og var þeirra lang stigahæstur með 29 stig. Ægir Þór Steinarsson skoraði aðeins átta stig en hann átti nokkrar stórkostlegar sendingar í leiknum og var að vanda mjög duglegur í vörninni. Hjá Grindvíkingum var Ólafur Ólafsson besti maðurinn inn á vellinum. Jordy Kuiper var að hitta betur en liðsfélagar hans framan af og setti nokkra stóra þrista.Hvað gekk illa? Skotnýting Grindavíkur var ekki góð í leiknum. Í hálfleik voru þeir með 31 prósenta nýtingu á móti 52 prósentum hjá Stjörnunni. Þegar þeir gerðu áhlaupin í öðrum leikhluta og komust nálægt heimamönnum þá var aldrei stutt í næsta kafla af tveimur, þremur sóknum þar sem þeir hittu boltanum ekki í körfuna og Stjarnan refsar slíkum mistökum.Hvað gerist næst? Það er bara ein umferð eftir af deildarkeppninni í Domino‘s deild karla þetta tímabilið. Stjarnan getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri á Haukum á Ásvöllum. Grindavík mætir ÍR í úrslitaleik um hvort liðið verður í sjöunda sæti. Allir leikir umferðarinnar fara fram á sama tíma, næsta fimmtudag klukkan 19:15.Arnar GuðjónssonArnar: Hugurinn kominn í úrslitakeppnina „Gott að ná í sigur og ná í framlag frá mörgum sem er gott,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, aðspurður hvað honum hafi fundist um leikinn. „Þetta var allt í lagi. Það var gott að ná í þennan sigur og það eru allir heilir. Það er úrslitakeppni fram undan og búið að vera mikið álag,“ sagði Arnar en það mátti heyra á honum að hann var ekkert sérstaklega ánægður með frammistöðu sinna manna. En hvað var hann ánægðastur með? „Framlag frá mörgum. Margir menn voru að stíga upp og voru flottir í dag.“ Er hugurinn kannski bara kominn í úrslitakeppnina? „Já. Ég væri að ljúga að þér ef ég segði eitthvað annað.“ Andstæðingur Stjörnunnar í úrslitakeppninni verður annað hvort Grindavík eða ÍR, miðað við þennan leik verður það einvígi ekki bara nokkuð auðvelt ef Stjarnan lendir á móti þeim gulu? „Nei, alls ekki. Alveg sama hvort liðið það verður, þetta eru hörkulið. Það skiptir engu máli hvort liðið það verður, þetta verður hörkusería.“Jóhann hættir með Grindavík eftir tímabiliðvísir/daníelJóhann: Misstum trúna og því fór sem fór „Við vorum flottir í svona fimmtán, átján mínútur. Við hefðum getað haft trú á því sem við lögðum upp hérna, þetta „fadeaði“ allt of fljótt út hjá okkur,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. „Það er svona það sem er mest sárt eftir kvöldið.“ Jóhann neitaði því þó að hugurinn væri kominn í úrslitakeppnina. „Við ætluðum okkur að gefa þeim leik og það gekk upp lungann úr fyrri hálfleik. Svo bara misstum við trúna á því sem við vorum að gera og því fór sem fór.“ „Við ætlum að vinna ÍR á fimmtudaginn og ég er ekkert kominn lengra en það.“ Hvað var hann ánægðastur með í dag? „Fyrstu fimmtán mínúturnar. Mér fannst við vera á pari þá og það var kraftur í því sem við vorum að gera. Við vorum að mestu leiti að finna lausnir sóknarlega en svo bara fjaraði undan öllu.“Hlynur Bæringsson.Vísir/VilhelmHlynur: Rólegur leikur og ekki mikil læti „Mér fannst þetta ekkert spes hjá okkur og Grindvíkingarnir voru langt frá sínu besta,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar. „Þessi leikur var frekar rólegur fannst mér, það voru ekki mikil læti. Fyrir utan annan leikhluta þar sem við vorum mikið í því að rífast í dómurunum og pirra okkur út af því, sem var mjög lélegt hjá okkur.“ „Síðan fannst mér þetta bara klárast á síðustu fimm sekúndunum í öðrum leikhluta, þá setur Brandon þrist og svo stelur Collin boltanum í blálokin.“ Stjarnan verður deildarmeistari með sigri á Haukum í síðustu umferðinni. Hlynur segir það alls ekki öruggt að Stjarnan vinni þann leik. „Haukar hafa unnið mörg af efstu liðunum á heimavelli, þannig að við þurfum að klára það.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti