Neysla er loftslagsmál Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 11. mars 2019 07:30 Eitt er það sem við deilum öll saman, með nærri 8 milljörðum annarra: Jörðin. Við deilum henni sömuleiðis með öllum sem á eftir okkur koma – líka þeim sem fæðast árið 2700 og árið 4500. Á merkilega fáum áratugum hefur einni tegund lífvera hins vegar tekist að koma af stað ferlum sem ógna öllum öðrum tegundum á plánetunni. Við stöndum frammi fyrir geigvænlegum breytingum á loftslaginu og hjarta vandans er neysla af ýmsum toga – stanslaus og ósjálfbær neysla. Vitanlega þurfum við margvíslega hluti í daglegu lífi okkar og að sjálfsögðu þurfum við mat og fatnað. En til dæmis það að einn þriðji hluti matar í heiminum endi í ruslinu án þess að nokkur hafi neytt hans er galið og hefur gríðarleg loftslagsáhrif. Á einhverjum tímapunkti hætti fólk að gera við og laga hluti og keypti í staðinn nýja. Jafnsjálfsagt varð hjá mörgum að fara með flugvél til útlanda yfir helgi og áður var að skjótast í sumarbústað innanlands. Öll þessi neysla á sér ekki stað í tómi heldur hefur umhverfisáhrif og bein áhrif á loftslagið. Í gær hófst á RÚV ný íslensk þáttaröð „Hvað höfum við gert?“ sem fjallar um áskoranir mannkyns í loftslagsmálum. Þáttur gærkvöldsins fjallaði m.a. um áhrif neysluhyggjunnar og það er mikilvægt. Um leið og við horfumst í augu við vandann verðum við að gæta þess að einbeita okkur að því að leysa málin og vinna þannig á loftslagskvíðanum sem við finnum svo mörg fyrir. Við getum sannarlega brugðist við og breytt þróuninni til betri vegar. Allt sem við gerum hefur áhrif. Vitanlega er þó ekki hægt að hengja allar lausnir á einstaklinginn. Fyrirtæki um allan heim þurfa að taka til í sínum ranni, ríkisstjórnir, sveitarstjórnir, alþjóðleg stórfyrirtæki. Við erum öll saman í liði í þessu stóra verkefni. Umhverfisþing Sameinuðu þjóðanna hefst í Kenía í dag og þar verður kastljósinu m.a. beint að neyslu og áhrifum hennar á Jörðina. Áskoranirnar eru fjölmargar en lausnirnar eru það sem betur fer líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Eitt er það sem við deilum öll saman, með nærri 8 milljörðum annarra: Jörðin. Við deilum henni sömuleiðis með öllum sem á eftir okkur koma – líka þeim sem fæðast árið 2700 og árið 4500. Á merkilega fáum áratugum hefur einni tegund lífvera hins vegar tekist að koma af stað ferlum sem ógna öllum öðrum tegundum á plánetunni. Við stöndum frammi fyrir geigvænlegum breytingum á loftslaginu og hjarta vandans er neysla af ýmsum toga – stanslaus og ósjálfbær neysla. Vitanlega þurfum við margvíslega hluti í daglegu lífi okkar og að sjálfsögðu þurfum við mat og fatnað. En til dæmis það að einn þriðji hluti matar í heiminum endi í ruslinu án þess að nokkur hafi neytt hans er galið og hefur gríðarleg loftslagsáhrif. Á einhverjum tímapunkti hætti fólk að gera við og laga hluti og keypti í staðinn nýja. Jafnsjálfsagt varð hjá mörgum að fara með flugvél til útlanda yfir helgi og áður var að skjótast í sumarbústað innanlands. Öll þessi neysla á sér ekki stað í tómi heldur hefur umhverfisáhrif og bein áhrif á loftslagið. Í gær hófst á RÚV ný íslensk þáttaröð „Hvað höfum við gert?“ sem fjallar um áskoranir mannkyns í loftslagsmálum. Þáttur gærkvöldsins fjallaði m.a. um áhrif neysluhyggjunnar og það er mikilvægt. Um leið og við horfumst í augu við vandann verðum við að gæta þess að einbeita okkur að því að leysa málin og vinna þannig á loftslagskvíðanum sem við finnum svo mörg fyrir. Við getum sannarlega brugðist við og breytt þróuninni til betri vegar. Allt sem við gerum hefur áhrif. Vitanlega er þó ekki hægt að hengja allar lausnir á einstaklinginn. Fyrirtæki um allan heim þurfa að taka til í sínum ranni, ríkisstjórnir, sveitarstjórnir, alþjóðleg stórfyrirtæki. Við erum öll saman í liði í þessu stóra verkefni. Umhverfisþing Sameinuðu þjóðanna hefst í Kenía í dag og þar verður kastljósinu m.a. beint að neyslu og áhrifum hennar á Jörðina. Áskoranirnar eru fjölmargar en lausnirnar eru það sem betur fer líka.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar