Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2019 13:48 Boeing kyrrsetti allar 737 Max-vélar sínar skömmu eftir slysið í Eþíópíu fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA Rannsakendur í Eþíópíu segja að sama sjálfstýringarkerfið og er talið hafa átt þátt í hrapi flugvélar á Indónesíu hafi farið sjálfkrafa í gang rétt áður en Boeing-farþegaþota Ethiopian Airlines fórst fyrr í þessum mánuði. Wall Street Journal segir frá bráðbirgðaniðurstöðum flugslysarannsakandenna og fullyrði að þær hafi verið afhentar bandarískum flugmálayfirvöldum í gær. Fulltrúar Boeing segja að fyrirtækið ætli ekki að tjá sig á meðan rannsókn er enn í gangi. Hluti af sjálfstýringarbúnaði Boeing 737-Max-flugvélanna sem á að varna gegn ofrisi er sagður hafa farið sjálfkrafa í gang rétt áður en eþíópíska vélin fórst. Það er sami búnaður og er talinn hafa átt í því að sams konar vél Lion Air fórst á Indónesíu í haust. Alls fórust 346 manns í slysunum tveimur. Í slysinu á Indónesíu er talið að hugbúnaðurinn hafi bilað. Sjálfstýringin hafi beint trjónu flugvélarinnar niður á við oftar en tuttugu sinnum áður en hún hrapaði loks í hafið. Allir farþegarnir 189 auk áhafnar fórust. Boeing hefur sagst hafa endurhannað hugbúnaðinn þannig að vörnin gegn ofrisi fari ekki í gang fái búnaðurinn misvísandi gögn frá skynjurum á flugvélinni. Það sé þó ekki viðurkenning á að hugbúnaðurinn hafi valdið slysunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Boeing kyrrsetti allar 737 Max-vélar sína í kjölfar slyssins í Eþíópíu. Greint hefur verið frá því að Boeing hafi selt mæla sem hefðu getað gefið flugmönnum vélunum upplýsingar um að eitthvað bjátaði á sem aukabúnað í vélum sínum dýrum dómum. Þeir hafi því ekki verið til staðar í indónesísku vélinni. Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18 Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Rannsakendur í Eþíópíu segja að sama sjálfstýringarkerfið og er talið hafa átt þátt í hrapi flugvélar á Indónesíu hafi farið sjálfkrafa í gang rétt áður en Boeing-farþegaþota Ethiopian Airlines fórst fyrr í þessum mánuði. Wall Street Journal segir frá bráðbirgðaniðurstöðum flugslysarannsakandenna og fullyrði að þær hafi verið afhentar bandarískum flugmálayfirvöldum í gær. Fulltrúar Boeing segja að fyrirtækið ætli ekki að tjá sig á meðan rannsókn er enn í gangi. Hluti af sjálfstýringarbúnaði Boeing 737-Max-flugvélanna sem á að varna gegn ofrisi er sagður hafa farið sjálfkrafa í gang rétt áður en eþíópíska vélin fórst. Það er sami búnaður og er talinn hafa átt í því að sams konar vél Lion Air fórst á Indónesíu í haust. Alls fórust 346 manns í slysunum tveimur. Í slysinu á Indónesíu er talið að hugbúnaðurinn hafi bilað. Sjálfstýringin hafi beint trjónu flugvélarinnar niður á við oftar en tuttugu sinnum áður en hún hrapaði loks í hafið. Allir farþegarnir 189 auk áhafnar fórust. Boeing hefur sagst hafa endurhannað hugbúnaðinn þannig að vörnin gegn ofrisi fari ekki í gang fái búnaðurinn misvísandi gögn frá skynjurum á flugvélinni. Það sé þó ekki viðurkenning á að hugbúnaðurinn hafi valdið slysunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Boeing kyrrsetti allar 737 Max-vélar sína í kjölfar slyssins í Eþíópíu. Greint hefur verið frá því að Boeing hafi selt mæla sem hefðu getað gefið flugmönnum vélunum upplýsingar um að eitthvað bjátaði á sem aukabúnað í vélum sínum dýrum dómum. Þeir hafi því ekki verið til staðar í indónesísku vélinni.
Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18 Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18
Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28
Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44
Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15