80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2019 11:54 Aldrei í sögunni hafi jafn fjölmennur hópur orðið atvinnulaus á jafn skömmum tíma og eftir að WOW air fór í þrot. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið að Vinnumálastofnun verði veitt 80 milljóna króna tímabundið framlag vegna falls WOW air. 65 milljónum verður varið til að styrkja þjónustuver stofnunarinnar í Reykjavík og 15 milljónum til að styrkja þjónustuskrifstofunnar í Reykjanesbæ. Þetta kynnti Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir þetta mikinn létti en hún hafði farið fram á aukið framlag frá ráðuneytinu til að mæta þessu höggi sem fylgir falli WOW air. Ellefu hundruð manns hafi misst vinnuna hjá fyrirtækinu á einu bretti og fleiri munu missa vinnuna til viðbótar sem þjónustuðu fyrirtækið. Hún segir þörfina fyrir fleiri starfsmenn í þjónustuverum, afgreiðslu og vinnumiðlun hafa aukist gríðarlega á einum degi. Aldrei í sögunni hafi jafn fjölmennur hópur orðið atvinnulaus á jafn skömmum tíma. Vinnumálastofnun var með viðbragðsáætlun sem tók mið af stöðunni ef allt færi á versta veg með WOW air og sú staða varð að veruleika í gær. Í dag bíða 500 umsóknir um atvinnuleysisbætur eftir afgreiðslu í gagnagrunni stofnunarinnar. Hún segir atvinnuleysissjóð standa ágætlega, enda hefur verið lítið um atvinnuleysi undanfarið. Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið að Vinnumálastofnun verði veitt 80 milljóna króna tímabundið framlag vegna falls WOW air. 65 milljónum verður varið til að styrkja þjónustuver stofnunarinnar í Reykjavík og 15 milljónum til að styrkja þjónustuskrifstofunnar í Reykjanesbæ. Þetta kynnti Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir þetta mikinn létti en hún hafði farið fram á aukið framlag frá ráðuneytinu til að mæta þessu höggi sem fylgir falli WOW air. Ellefu hundruð manns hafi misst vinnuna hjá fyrirtækinu á einu bretti og fleiri munu missa vinnuna til viðbótar sem þjónustuðu fyrirtækið. Hún segir þörfina fyrir fleiri starfsmenn í þjónustuverum, afgreiðslu og vinnumiðlun hafa aukist gríðarlega á einum degi. Aldrei í sögunni hafi jafn fjölmennur hópur orðið atvinnulaus á jafn skömmum tíma. Vinnumálastofnun var með viðbragðsáætlun sem tók mið af stöðunni ef allt færi á versta veg með WOW air og sú staða varð að veruleika í gær. Í dag bíða 500 umsóknir um atvinnuleysisbætur eftir afgreiðslu í gagnagrunni stofnunarinnar. Hún segir atvinnuleysissjóð standa ágætlega, enda hefur verið lítið um atvinnuleysi undanfarið.
Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira