Segir túlkun Barr á Mueller-skýrslunni bæði hrokafulla og yfirlætislega Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2019 22:48 Þetta er Nancy Pelosi. Getty/Win McNamee Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að samantekt William Barr dómsmálaráðherra á skýrslu Robert Mueller sé bæði hrokafull og yfirlætisleg. Hún krefst þess að Barr veiti þingmönnum aðgang að skýrslunni svo þeir geti lagt eigið mat á efni hennar. CNN greinir frá.Það eina sem vitað er um efni skýrslu Muellers um Rússarannsóknina kemur úr samantekt Barr sem hann birti um liðna helgi.Í samantekt Barr segir að Mueller hafi komist að þeirri niðurstöðu að starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump, eða aðilar sem tengdust því, hafi ekki með nokkrum hætti starfað með Rússum varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Þrátt fyrir að þó nokkrir Rússar sem tengist yfirvöldum Rússlands hafi boðið framboðinu aðstoð.Í skýrslunni var einnig ekki lagt mat á hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar en tók þess í stað saman yfirlýsingar og aðgerðir Trump sem mögulega væri hægt að flokka sem tilraunir til að hindra framgang réttvísinnar.Barr, ásamt aðstoðardómsmálaráðherra, komust að þeirri niðurstöðu að að Trump hefði ekki reynt að hindra framgang réttvísinnar. Þessu hafa stuðningsmenn Trump fagnað mjög og nýtt samantekt Barr til þess að segja að skýrslan hreinsi Trump af öllum ásökunum, jafn vel þótt aðeins örfáir einstaklingar hafi haft aðgang að skýrslunni allri.William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.AP/Kevin Wolf„Nei takk, herra dómsmálaráðherra“ Demókratar hafa farið fram á það að skýrslan verði gerð opinber auk þess sem þeir hafa krafist þess að fá að lesa skýrsluna. Pelosi segist ekki geta samþykkt niðurstöður Barr fyrir en að hún hafi fengið að lesa skýrsluna. „Ég hef sagt, og segi það aftur, nei takk herra dómsmálaráðherra, við þurfum ekki þína túlkun. Sýndu okkur skýrsluna og við munum draga okkar eigin ályktanir,“ sagði Pelosi fyrr í dag. „Við þurfum ekki á þinni túlkun að halda. Hún var yfirlætisleg, þetta var hrokafullt og þetta var ekki það rétta í stöðunni. Því fyrr sem þeir geta veitt okkur þessar upplýsingar, því fyrr getum við lagt mat á skýrsluna,“ bætti Pelosi við. Að hennar mati sé það ótækt að demókratar auk almennings þurfi að reiða sig á túlkun embættismanns sem Trump skipaði sjálfur til starfa. Óvíst er hvort og þá hversu mikið af skýrslunni verður gert aðgengilegt almenningi. Í henni er töluvert af upplýsingum sem lögum samkvæmt má ekki greina frá opinberlega. Donald Trump Tengdar fréttir Skýrsla Mueller sögð yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd Fjögurra blaðsíðna bréf dómsmálaráðherrans sem Trump skipaði er enn sem komið er það eina sem vitað er um niðurstöður rannsóknar Roberts Mueller. 28. mars 2019 16:44 Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að samantekt William Barr dómsmálaráðherra á skýrslu Robert Mueller sé bæði hrokafull og yfirlætisleg. Hún krefst þess að Barr veiti þingmönnum aðgang að skýrslunni svo þeir geti lagt eigið mat á efni hennar. CNN greinir frá.Það eina sem vitað er um efni skýrslu Muellers um Rússarannsóknina kemur úr samantekt Barr sem hann birti um liðna helgi.Í samantekt Barr segir að Mueller hafi komist að þeirri niðurstöðu að starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump, eða aðilar sem tengdust því, hafi ekki með nokkrum hætti starfað með Rússum varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Þrátt fyrir að þó nokkrir Rússar sem tengist yfirvöldum Rússlands hafi boðið framboðinu aðstoð.Í skýrslunni var einnig ekki lagt mat á hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar en tók þess í stað saman yfirlýsingar og aðgerðir Trump sem mögulega væri hægt að flokka sem tilraunir til að hindra framgang réttvísinnar.Barr, ásamt aðstoðardómsmálaráðherra, komust að þeirri niðurstöðu að að Trump hefði ekki reynt að hindra framgang réttvísinnar. Þessu hafa stuðningsmenn Trump fagnað mjög og nýtt samantekt Barr til þess að segja að skýrslan hreinsi Trump af öllum ásökunum, jafn vel þótt aðeins örfáir einstaklingar hafi haft aðgang að skýrslunni allri.William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.AP/Kevin Wolf„Nei takk, herra dómsmálaráðherra“ Demókratar hafa farið fram á það að skýrslan verði gerð opinber auk þess sem þeir hafa krafist þess að fá að lesa skýrsluna. Pelosi segist ekki geta samþykkt niðurstöður Barr fyrir en að hún hafi fengið að lesa skýrsluna. „Ég hef sagt, og segi það aftur, nei takk herra dómsmálaráðherra, við þurfum ekki þína túlkun. Sýndu okkur skýrsluna og við munum draga okkar eigin ályktanir,“ sagði Pelosi fyrr í dag. „Við þurfum ekki á þinni túlkun að halda. Hún var yfirlætisleg, þetta var hrokafullt og þetta var ekki það rétta í stöðunni. Því fyrr sem þeir geta veitt okkur þessar upplýsingar, því fyrr getum við lagt mat á skýrsluna,“ bætti Pelosi við. Að hennar mati sé það ótækt að demókratar auk almennings þurfi að reiða sig á túlkun embættismanns sem Trump skipaði sjálfur til starfa. Óvíst er hvort og þá hversu mikið af skýrslunni verður gert aðgengilegt almenningi. Í henni er töluvert af upplýsingum sem lögum samkvæmt má ekki greina frá opinberlega.
Donald Trump Tengdar fréttir Skýrsla Mueller sögð yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd Fjögurra blaðsíðna bréf dómsmálaráðherrans sem Trump skipaði er enn sem komið er það eina sem vitað er um niðurstöður rannsóknar Roberts Mueller. 28. mars 2019 16:44 Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Skýrsla Mueller sögð yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd Fjögurra blaðsíðna bréf dómsmálaráðherrans sem Trump skipaði er enn sem komið er það eina sem vitað er um niðurstöður rannsóknar Roberts Mueller. 28. mars 2019 16:44
Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44
Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent