Forstjóri Swedbank rekinn í kjölfar húsleitar tengdri peningaþvætti Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2019 14:51 Birgitte Bonnesen var yfir innra eftirliti Swedbank og var þannig yfir peningaþvættisvörnum bankans á þeim tíma sem peningaþvættið á að hafa átt sér stað. Vísir/EPA Stjórn sænska bankans Swedbank hefur rekið Birgitte Bonnesen, forstjóra bankans, í skugga ásakana um að hann hafi tekið þátt í peningaþvætti í Eystrasaltslöndunum. Sænsk yfirvöld gerðu húsleit í höfuðstöðvum Swedbank í Stokkhólmi í gærmorgun. Ásakanir um stórfellt peningaþvætti hafa vomað yfir norrænum stórbönkum undanfarin misseri, ekki síst Danske bank í Danmörku. Sá banki er sagður hafa þvættað jafnvirði hundruð milljarða króna fyrir óprúttna aðila í gegnum útibú í Eistlandi. Í síðasta mánuði komu ásakanir fram um að Swedbank, einn stærsti banki Norðurlandanna, hefði einnig tekið þátt í peningaþvætti í Eystrasaltslöndunum. Bonnesen hafði ítrekað fullyrt að hún hefði trú á eftirliti bankans með peningaþvætti og að allar grunsamlegar færslur hefðu verið tilkynntar til yfirvalda. Sænska fjármálaeftirlitið staðfesti að saksóknari hafi látið gera húsleit í höfuðstöðvum Swedbank í tengslum við áframhaldandi rannsókn á bankanum í gærmorgun. Stjórn Swedbank ákvað í dag að leysa Bonnesen frá störfum. Vísaði Lars Idermark, stjórnarformaður hans, til vendinga undanfarinna daga sem hafi skapað mikinn þrýsting á bankann. Reuters-fréttastofan segir að tilkynningin um brottrekstur Bonnesen hafi komið klukkustund fyrir ársfund bankans sem hófst í dag. Áður höfðu tveir af stærstu hluthöfum Swedbank sagst ætla að greiða atkvæði gegn því að bankinn leysti Bonnesen frá persónulegri ábyrgð á rekstri bankans á uppgjörsárinu 2018. Þá væri hægt að stefna Bonnesen vegna starfa hennar.Stefnir fjármálakerfi Svíþjóðar í voða Per Bolund, efnahagsmálaráðherra Svíþjóðar, fordæmdi hvernig stjórnendur Swedbank hafa haldið á málum í tengslum við peningaþvætti í dag. Ekki væri nóg að leysa Bonnesen frá störfum. „Þau ættu að vinna með yfirvöldum en í staðinn hafa þau gert það gagnstæða og það er algerlega óásættanlegt. Það setur traust á Swedbank, á fjármálakerfinu í heild sinni og orðspor Svíþjóðar í uppnám,“ segir Bolund. Breski fjárfestirinn Bill Browder, sem hefur sett fjölda ásakana um að norrænir bankar hafi tekið þátt í að þvætta illa fengið fé frá Rússlandi, kærði Swedbank til sænskra yfirvalda fyrr í þessum mánuði. Í kærunni kom fram að Swedbank hefði þvættað á annað hundrað milljóna dollara af fé sem spilltir rússneskir embættismenn hefðu dregið að sér. Danmörk Peningaþvætti norrænna banka Svíþjóð Tengdar fréttir Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00 Tíu fyrrverandi starfsmenn Danske bank handteknir Viðskiptastjórar í útibúi bankans í Tallin eru grunaðir um að hafa vísvitandi hjálpað viðskiptavinum að fela uppruna fjármuna. 19. desember 2018 13:04 Swedbank kærður vegna peningaþvættis Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár. 7. mars 2019 12:10 Nordea dregst inn í peningaþvottarhneykslið Í kæru til sænskra og norskra yfirvalda er því haldið fram að ágóði af stórfelldu fjársvikamáli í Rússlandi hafi verið þveginn í stærsta banka Norðurlandanna. 17. október 2018 11:43 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórn sænska bankans Swedbank hefur rekið Birgitte Bonnesen, forstjóra bankans, í skugga ásakana um að hann hafi tekið þátt í peningaþvætti í Eystrasaltslöndunum. Sænsk yfirvöld gerðu húsleit í höfuðstöðvum Swedbank í Stokkhólmi í gærmorgun. Ásakanir um stórfellt peningaþvætti hafa vomað yfir norrænum stórbönkum undanfarin misseri, ekki síst Danske bank í Danmörku. Sá banki er sagður hafa þvættað jafnvirði hundruð milljarða króna fyrir óprúttna aðila í gegnum útibú í Eistlandi. Í síðasta mánuði komu ásakanir fram um að Swedbank, einn stærsti banki Norðurlandanna, hefði einnig tekið þátt í peningaþvætti í Eystrasaltslöndunum. Bonnesen hafði ítrekað fullyrt að hún hefði trú á eftirliti bankans með peningaþvætti og að allar grunsamlegar færslur hefðu verið tilkynntar til yfirvalda. Sænska fjármálaeftirlitið staðfesti að saksóknari hafi látið gera húsleit í höfuðstöðvum Swedbank í tengslum við áframhaldandi rannsókn á bankanum í gærmorgun. Stjórn Swedbank ákvað í dag að leysa Bonnesen frá störfum. Vísaði Lars Idermark, stjórnarformaður hans, til vendinga undanfarinna daga sem hafi skapað mikinn þrýsting á bankann. Reuters-fréttastofan segir að tilkynningin um brottrekstur Bonnesen hafi komið klukkustund fyrir ársfund bankans sem hófst í dag. Áður höfðu tveir af stærstu hluthöfum Swedbank sagst ætla að greiða atkvæði gegn því að bankinn leysti Bonnesen frá persónulegri ábyrgð á rekstri bankans á uppgjörsárinu 2018. Þá væri hægt að stefna Bonnesen vegna starfa hennar.Stefnir fjármálakerfi Svíþjóðar í voða Per Bolund, efnahagsmálaráðherra Svíþjóðar, fordæmdi hvernig stjórnendur Swedbank hafa haldið á málum í tengslum við peningaþvætti í dag. Ekki væri nóg að leysa Bonnesen frá störfum. „Þau ættu að vinna með yfirvöldum en í staðinn hafa þau gert það gagnstæða og það er algerlega óásættanlegt. Það setur traust á Swedbank, á fjármálakerfinu í heild sinni og orðspor Svíþjóðar í uppnám,“ segir Bolund. Breski fjárfestirinn Bill Browder, sem hefur sett fjölda ásakana um að norrænir bankar hafi tekið þátt í að þvætta illa fengið fé frá Rússlandi, kærði Swedbank til sænskra yfirvalda fyrr í þessum mánuði. Í kærunni kom fram að Swedbank hefði þvættað á annað hundrað milljóna dollara af fé sem spilltir rússneskir embættismenn hefðu dregið að sér.
Danmörk Peningaþvætti norrænna banka Svíþjóð Tengdar fréttir Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00 Tíu fyrrverandi starfsmenn Danske bank handteknir Viðskiptastjórar í útibúi bankans í Tallin eru grunaðir um að hafa vísvitandi hjálpað viðskiptavinum að fela uppruna fjármuna. 19. desember 2018 13:04 Swedbank kærður vegna peningaþvættis Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár. 7. mars 2019 12:10 Nordea dregst inn í peningaþvottarhneykslið Í kæru til sænskra og norskra yfirvalda er því haldið fram að ágóði af stórfelldu fjársvikamáli í Rússlandi hafi verið þveginn í stærsta banka Norðurlandanna. 17. október 2018 11:43 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00
Tíu fyrrverandi starfsmenn Danske bank handteknir Viðskiptastjórar í útibúi bankans í Tallin eru grunaðir um að hafa vísvitandi hjálpað viðskiptavinum að fela uppruna fjármuna. 19. desember 2018 13:04
Swedbank kærður vegna peningaþvættis Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár. 7. mars 2019 12:10
Nordea dregst inn í peningaþvottarhneykslið Í kæru til sænskra og norskra yfirvalda er því haldið fram að ágóði af stórfelldu fjársvikamáli í Rússlandi hafi verið þveginn í stærsta banka Norðurlandanna. 17. október 2018 11:43