Neyðarástand vegna mislingafaraldurs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. mars 2019 06:00 Bólusetningar eru ekki notalegar, en þær eru öruggar. Getty/Karl Tapales Neyðarástand tók gildi í Rockland-sýslu í New York-ríki Bandaríkjanna í gær vegna mislingafaraldurs. Alls höfðu 153 greinst með sjúkdóminn þegar ákvörðunin var tekin á þriðjudag. Þar af eru 85 prósent átján ára eða yngri og tæp fjörutíu prósent undir þriggja ára aldri. Langflest sýktra hafa ekki fengið þær MMR-bóluefnissprautur sem þarf til að bólusetja við mislingum, rauðum hundum og hettusótt. Alls búa um 300.000 í Rockland. „Allt sem við höfum gert frá því að faraldurinn braust út hefur verið til þess gert að hámarka bólusetningar og lágmarka útbreiðslu. Við tökum næstu skref í dag,“ sagði í tilkynningu frá Ed Day sýslumanni á þriðjudag. „Rannsakendur okkar hafa mætt mótspyrnu frá fólkinu sem þeir reyna að vernda. Skellt er á þá og þeim sagt að hringja ekki aftur. Þeim hefur verið sagt að bólusetningar séu ekki inni í myndinni. Þess háttar svör eru bæði óásættanleg og óábyrg. Þetta stefnir öðrum í hættu og sýnir fram á algjört og sláandi ábyrgðarleysi,“ bætti Day við. Neyðarástandið í Rockland felur í sér að fólk undir átján ára aldri, óbólusett gegn mislingum, fær ekki að vera í almannarými næstu 30 daga. Undir almannarými falla meðal annars stofnanir, bænahús, almenningssamgöngur, skólar, veitingastaðir, kvikmyndahús og verslanir. Börn sem ekki má bólusetja af heilsufarsástæðum eru undanskilin banninu. Að sögn sýslumannsins er þetta líklega í fyrsta skipti sem ákvörðun sem þessi er tekin í Bandaríkjunum. Reynist óbólusett barn hafa brotið gegn banninu gætu foreldrarnir þurft að greiða um 50 þúsund króna sekt eða sitja í fangelsi í allt að 90 daga. The New York Times greindi frá því að um 6.000 óbólusett börn í sýslunni fengju nú ekki að sækja skóla. Flest greind tilfelli hafa verið í samfélögum strangtrúaðra rétttrúnaðargyðinga en þar er tíðni bólusetninga mun lægri en í öðrum samfélögum sýslunnar. John Lyon, upplýsingafulltrúi sýslumanns, sagði við CNN að markmiðið væri ekki að refsa fólki heldur að beina því í réttan farveg svo hægt væri að stöðva faraldurinn. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Neyðarástand tók gildi í Rockland-sýslu í New York-ríki Bandaríkjanna í gær vegna mislingafaraldurs. Alls höfðu 153 greinst með sjúkdóminn þegar ákvörðunin var tekin á þriðjudag. Þar af eru 85 prósent átján ára eða yngri og tæp fjörutíu prósent undir þriggja ára aldri. Langflest sýktra hafa ekki fengið þær MMR-bóluefnissprautur sem þarf til að bólusetja við mislingum, rauðum hundum og hettusótt. Alls búa um 300.000 í Rockland. „Allt sem við höfum gert frá því að faraldurinn braust út hefur verið til þess gert að hámarka bólusetningar og lágmarka útbreiðslu. Við tökum næstu skref í dag,“ sagði í tilkynningu frá Ed Day sýslumanni á þriðjudag. „Rannsakendur okkar hafa mætt mótspyrnu frá fólkinu sem þeir reyna að vernda. Skellt er á þá og þeim sagt að hringja ekki aftur. Þeim hefur verið sagt að bólusetningar séu ekki inni í myndinni. Þess háttar svör eru bæði óásættanleg og óábyrg. Þetta stefnir öðrum í hættu og sýnir fram á algjört og sláandi ábyrgðarleysi,“ bætti Day við. Neyðarástandið í Rockland felur í sér að fólk undir átján ára aldri, óbólusett gegn mislingum, fær ekki að vera í almannarými næstu 30 daga. Undir almannarými falla meðal annars stofnanir, bænahús, almenningssamgöngur, skólar, veitingastaðir, kvikmyndahús og verslanir. Börn sem ekki má bólusetja af heilsufarsástæðum eru undanskilin banninu. Að sögn sýslumannsins er þetta líklega í fyrsta skipti sem ákvörðun sem þessi er tekin í Bandaríkjunum. Reynist óbólusett barn hafa brotið gegn banninu gætu foreldrarnir þurft að greiða um 50 þúsund króna sekt eða sitja í fangelsi í allt að 90 daga. The New York Times greindi frá því að um 6.000 óbólusett börn í sýslunni fengju nú ekki að sækja skóla. Flest greind tilfelli hafa verið í samfélögum strangtrúaðra rétttrúnaðargyðinga en þar er tíðni bólusetninga mun lægri en í öðrum samfélögum sýslunnar. John Lyon, upplýsingafulltrúi sýslumanns, sagði við CNN að markmiðið væri ekki að refsa fólki heldur að beina því í réttan farveg svo hægt væri að stöðva faraldurinn.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira