Neyðarástand vegna mislingafaraldurs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. mars 2019 06:00 Bólusetningar eru ekki notalegar, en þær eru öruggar. Getty/Karl Tapales Neyðarástand tók gildi í Rockland-sýslu í New York-ríki Bandaríkjanna í gær vegna mislingafaraldurs. Alls höfðu 153 greinst með sjúkdóminn þegar ákvörðunin var tekin á þriðjudag. Þar af eru 85 prósent átján ára eða yngri og tæp fjörutíu prósent undir þriggja ára aldri. Langflest sýktra hafa ekki fengið þær MMR-bóluefnissprautur sem þarf til að bólusetja við mislingum, rauðum hundum og hettusótt. Alls búa um 300.000 í Rockland. „Allt sem við höfum gert frá því að faraldurinn braust út hefur verið til þess gert að hámarka bólusetningar og lágmarka útbreiðslu. Við tökum næstu skref í dag,“ sagði í tilkynningu frá Ed Day sýslumanni á þriðjudag. „Rannsakendur okkar hafa mætt mótspyrnu frá fólkinu sem þeir reyna að vernda. Skellt er á þá og þeim sagt að hringja ekki aftur. Þeim hefur verið sagt að bólusetningar séu ekki inni í myndinni. Þess háttar svör eru bæði óásættanleg og óábyrg. Þetta stefnir öðrum í hættu og sýnir fram á algjört og sláandi ábyrgðarleysi,“ bætti Day við. Neyðarástandið í Rockland felur í sér að fólk undir átján ára aldri, óbólusett gegn mislingum, fær ekki að vera í almannarými næstu 30 daga. Undir almannarými falla meðal annars stofnanir, bænahús, almenningssamgöngur, skólar, veitingastaðir, kvikmyndahús og verslanir. Börn sem ekki má bólusetja af heilsufarsástæðum eru undanskilin banninu. Að sögn sýslumannsins er þetta líklega í fyrsta skipti sem ákvörðun sem þessi er tekin í Bandaríkjunum. Reynist óbólusett barn hafa brotið gegn banninu gætu foreldrarnir þurft að greiða um 50 þúsund króna sekt eða sitja í fangelsi í allt að 90 daga. The New York Times greindi frá því að um 6.000 óbólusett börn í sýslunni fengju nú ekki að sækja skóla. Flest greind tilfelli hafa verið í samfélögum strangtrúaðra rétttrúnaðargyðinga en þar er tíðni bólusetninga mun lægri en í öðrum samfélögum sýslunnar. John Lyon, upplýsingafulltrúi sýslumanns, sagði við CNN að markmiðið væri ekki að refsa fólki heldur að beina því í réttan farveg svo hægt væri að stöðva faraldurinn. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira
Neyðarástand tók gildi í Rockland-sýslu í New York-ríki Bandaríkjanna í gær vegna mislingafaraldurs. Alls höfðu 153 greinst með sjúkdóminn þegar ákvörðunin var tekin á þriðjudag. Þar af eru 85 prósent átján ára eða yngri og tæp fjörutíu prósent undir þriggja ára aldri. Langflest sýktra hafa ekki fengið þær MMR-bóluefnissprautur sem þarf til að bólusetja við mislingum, rauðum hundum og hettusótt. Alls búa um 300.000 í Rockland. „Allt sem við höfum gert frá því að faraldurinn braust út hefur verið til þess gert að hámarka bólusetningar og lágmarka útbreiðslu. Við tökum næstu skref í dag,“ sagði í tilkynningu frá Ed Day sýslumanni á þriðjudag. „Rannsakendur okkar hafa mætt mótspyrnu frá fólkinu sem þeir reyna að vernda. Skellt er á þá og þeim sagt að hringja ekki aftur. Þeim hefur verið sagt að bólusetningar séu ekki inni í myndinni. Þess háttar svör eru bæði óásættanleg og óábyrg. Þetta stefnir öðrum í hættu og sýnir fram á algjört og sláandi ábyrgðarleysi,“ bætti Day við. Neyðarástandið í Rockland felur í sér að fólk undir átján ára aldri, óbólusett gegn mislingum, fær ekki að vera í almannarými næstu 30 daga. Undir almannarými falla meðal annars stofnanir, bænahús, almenningssamgöngur, skólar, veitingastaðir, kvikmyndahús og verslanir. Börn sem ekki má bólusetja af heilsufarsástæðum eru undanskilin banninu. Að sögn sýslumannsins er þetta líklega í fyrsta skipti sem ákvörðun sem þessi er tekin í Bandaríkjunum. Reynist óbólusett barn hafa brotið gegn banninu gætu foreldrarnir þurft að greiða um 50 þúsund króna sekt eða sitja í fangelsi í allt að 90 daga. The New York Times greindi frá því að um 6.000 óbólusett börn í sýslunni fengju nú ekki að sækja skóla. Flest greind tilfelli hafa verið í samfélögum strangtrúaðra rétttrúnaðargyðinga en þar er tíðni bólusetninga mun lægri en í öðrum samfélögum sýslunnar. John Lyon, upplýsingafulltrúi sýslumanns, sagði við CNN að markmiðið væri ekki að refsa fólki heldur að beina því í réttan farveg svo hægt væri að stöðva faraldurinn.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira