Framtíðarþjófnaður Andrés Ingi Jónsson skrifar 28. mars 2019 07:00 Hún er sextán ára stelpa í Svíþjóð og segist ekki vera neitt sérstaklega félagslynd. Samt er hún búin að stofna fjöldahreyfingu. Þegar hún hóf upp raust sína á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í desember þögnuðu leiðtogar heimsins og hlustuðu á Gretu Thunberg saka þá um að stela framtíð barna þessa heims. Framtíðin er nefnilega ekki fjarlæg lengur – loftslagsvandinn snýst um framtíð Gretu og félaga hennar sem sitja á skólabekk í dag. Og börnin lögðu líka við hlustir. Um allan heim tóku börn og ungmenni Gretu sér til fyrirmyndar og fóru í skólaverkfall. Það er mikið rætt um loftslagsvandann, hvernig neysla mannfólksins er að eyðileggja jörðina og á stundum er umræðan svo yfirþyrmandi að manni fallast hendur.Margt hægt að gera Það má ekki gleyma því að það er margt sem hægt er að gera til að stoppa þessar breytingar af, margt sem hefur verið gert og margt sem verið er að gera. Börnin eru búin að átta sig á því og hvetja stjórnvöld og fullorðna til dáða. Það er ábyrgð okkar fullorðnu að hlusta á börnin. Við verðum að hlusta á kröfur þeirra og áhyggjur og sýna að okkur er alvara. Allt sem við gerum hefur einhverjar afleiðingar. Þó að það geti verið erfitt að breyta hinum ýmsu venjum – hvort sem um er að ræða flokkun á rusli, neyslu á mat og drykk eða fatakaup – þá er allt gerlegt og allt skiptir máli. Krafan getur varla talist róttæk: að geta lifað á jörðinni. En að sama skapi getur verkefnið virst óyfirstíganlegt: að beinlínis bjarga heiminum. Það kallar á róttækar breytingar og jafnvel kostnaðarsamar. En það á að vera hægt. Það verður að vera hægt. Fyrir börnin sem eiga framtíðina sem við megum ekki stela af þeim.Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Andrés Ingi Jónsson Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Hún er sextán ára stelpa í Svíþjóð og segist ekki vera neitt sérstaklega félagslynd. Samt er hún búin að stofna fjöldahreyfingu. Þegar hún hóf upp raust sína á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í desember þögnuðu leiðtogar heimsins og hlustuðu á Gretu Thunberg saka þá um að stela framtíð barna þessa heims. Framtíðin er nefnilega ekki fjarlæg lengur – loftslagsvandinn snýst um framtíð Gretu og félaga hennar sem sitja á skólabekk í dag. Og börnin lögðu líka við hlustir. Um allan heim tóku börn og ungmenni Gretu sér til fyrirmyndar og fóru í skólaverkfall. Það er mikið rætt um loftslagsvandann, hvernig neysla mannfólksins er að eyðileggja jörðina og á stundum er umræðan svo yfirþyrmandi að manni fallast hendur.Margt hægt að gera Það má ekki gleyma því að það er margt sem hægt er að gera til að stoppa þessar breytingar af, margt sem hefur verið gert og margt sem verið er að gera. Börnin eru búin að átta sig á því og hvetja stjórnvöld og fullorðna til dáða. Það er ábyrgð okkar fullorðnu að hlusta á börnin. Við verðum að hlusta á kröfur þeirra og áhyggjur og sýna að okkur er alvara. Allt sem við gerum hefur einhverjar afleiðingar. Þó að það geti verið erfitt að breyta hinum ýmsu venjum – hvort sem um er að ræða flokkun á rusli, neyslu á mat og drykk eða fatakaup – þá er allt gerlegt og allt skiptir máli. Krafan getur varla talist róttæk: að geta lifað á jörðinni. En að sama skapi getur verkefnið virst óyfirstíganlegt: að beinlínis bjarga heiminum. Það kallar á róttækar breytingar og jafnvel kostnaðarsamar. En það á að vera hægt. Það verður að vera hægt. Fyrir börnin sem eiga framtíðina sem við megum ekki stela af þeim.Höfundur er alþingismaður
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun