Hætta við flug til Halifax og Cleveland Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. mars 2019 07:33 Icelandair hafði í hyggju að nýta þrjár Boeing 737 MAX 8-þotur sínar í áætlunarflugi vestur um haf. Icelandair Forsvarsmenn Icelandair hafa ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til borganna Cleveland og Halifax í sumar. Ástæðuna má rekja til kyrrsetningar á Boeing 737 MAX-þotum. Icelandair greindi stjórnendum Halifax Stanfield og Cleveland Hopkins alþjóðaflugvallanna frá ákvörðun sinni á mánudag. Flugfélagið hafði í hyggju að nýta þrjár 737 MAX-8 þotur sínar í áætlunarflugi til beggja flugvallanna en þau áform hafa farið út um þúfur eftir slysið í Eþíópíu þann 10. mars síðastliðinn. Haft er eftir forstöðumanni Cleveland Hopkins-flugvallarins í erlendum miðlum að ákvörðun Icelandair sé honum mikil vonbrigði. Hann hafi þó ekki miklar áhyggjur, áætlunarflug Icelandair og WOW air til Cleveland á síðustu árum sýni þann mikla áhuga sem hann telur vera á flugi frá Evrópu til Cleveland. WOW greindi frá því um miðjan október síðastliðinn að flugfélagið hefði jafnframt í hyggju að hætta við fyrirhugað áætlunarflug sitt til borgarinnar næsta sumar.Sjá einnig: Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinnFyrrnefndur forstöðumaður gat ekki staðfest í samtali við Cleveland 19 News hvort ákvörðun Icelandair væri varanleg eða aðeins tímabundin í ljósi yfirstandandi kyrrsetningar. Vonir hafa staðið til að Boeing muni kynna langþráða hugbúnaruppfærslu á fundi í höfuðstöðvum sínum í Renton síðar í dag. Þyki hún traustvekjandi vonast forsvarsmenn flugvélaframleiðandans til þess að hægt verði að vinda ofan af víðtæku kyrrsetningunum. Sem fyrr segir hefur Icelandair einnig í hyggju að hætta við áætlunarflug sitt til kanadísku borgarinnar Halifax í sumar. Það átti að hefjast í maí. Talsmaður Halifax Stanfield-flugvallarins segist eiga í samskiptum við Icelandair, rétt eins og önnur flugfélög sem bregðast hafi þurft við kyrrsetningunni á Boeing-þotunum, til að átta sig betur á neyðaráætlunum þeirra vegna stöðunnar sem upp sé komin. Bandaríkin Fréttir af flugi Icelandair Kanada Tengdar fréttir Forstjóri Icelandair Group segir fásinnu að tala um ríkisábyrgð Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það fásinnu að tala um ríkisábyrgð í samhengi við lán sem Landsbankinn veitti flugfélaginu nýverið. 27. mars 2019 06:00 Telur Cleveland-búa ekki hafa áttað sig á kostum íslensku flugfélaganna Vonar að þeir muni nýta Icelandair til að komast ódýrt til Evrópu. 26. október 2018 13:27 Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Forsvarsmenn Icelandair hafa ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til borganna Cleveland og Halifax í sumar. Ástæðuna má rekja til kyrrsetningar á Boeing 737 MAX-þotum. Icelandair greindi stjórnendum Halifax Stanfield og Cleveland Hopkins alþjóðaflugvallanna frá ákvörðun sinni á mánudag. Flugfélagið hafði í hyggju að nýta þrjár 737 MAX-8 þotur sínar í áætlunarflugi til beggja flugvallanna en þau áform hafa farið út um þúfur eftir slysið í Eþíópíu þann 10. mars síðastliðinn. Haft er eftir forstöðumanni Cleveland Hopkins-flugvallarins í erlendum miðlum að ákvörðun Icelandair sé honum mikil vonbrigði. Hann hafi þó ekki miklar áhyggjur, áætlunarflug Icelandair og WOW air til Cleveland á síðustu árum sýni þann mikla áhuga sem hann telur vera á flugi frá Evrópu til Cleveland. WOW greindi frá því um miðjan október síðastliðinn að flugfélagið hefði jafnframt í hyggju að hætta við fyrirhugað áætlunarflug sitt til borgarinnar næsta sumar.Sjá einnig: Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinnFyrrnefndur forstöðumaður gat ekki staðfest í samtali við Cleveland 19 News hvort ákvörðun Icelandair væri varanleg eða aðeins tímabundin í ljósi yfirstandandi kyrrsetningar. Vonir hafa staðið til að Boeing muni kynna langþráða hugbúnaruppfærslu á fundi í höfuðstöðvum sínum í Renton síðar í dag. Þyki hún traustvekjandi vonast forsvarsmenn flugvélaframleiðandans til þess að hægt verði að vinda ofan af víðtæku kyrrsetningunum. Sem fyrr segir hefur Icelandair einnig í hyggju að hætta við áætlunarflug sitt til kanadísku borgarinnar Halifax í sumar. Það átti að hefjast í maí. Talsmaður Halifax Stanfield-flugvallarins segist eiga í samskiptum við Icelandair, rétt eins og önnur flugfélög sem bregðast hafi þurft við kyrrsetningunni á Boeing-þotunum, til að átta sig betur á neyðaráætlunum þeirra vegna stöðunnar sem upp sé komin.
Bandaríkin Fréttir af flugi Icelandair Kanada Tengdar fréttir Forstjóri Icelandair Group segir fásinnu að tala um ríkisábyrgð Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það fásinnu að tala um ríkisábyrgð í samhengi við lán sem Landsbankinn veitti flugfélaginu nýverið. 27. mars 2019 06:00 Telur Cleveland-búa ekki hafa áttað sig á kostum íslensku flugfélaganna Vonar að þeir muni nýta Icelandair til að komast ódýrt til Evrópu. 26. október 2018 13:27 Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir fásinnu að tala um ríkisábyrgð Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það fásinnu að tala um ríkisábyrgð í samhengi við lán sem Landsbankinn veitti flugfélaginu nýverið. 27. mars 2019 06:00
Telur Cleveland-búa ekki hafa áttað sig á kostum íslensku flugfélaganna Vonar að þeir muni nýta Icelandair til að komast ódýrt til Evrópu. 26. október 2018 13:27
Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30