Laun og árangur í Meistaradeildinni Björn Berg Gunnarsson skrifar 27. mars 2019 07:00 Þátttökulið Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu deila með sér um 270 milljarða króna verðlaunafé þetta keppnistímabilið. Heildartekjur keppninnar hafa meira en þrefaldast frá því Barcelona lagði Arsenal að velli í París árið 2006 og fjárhagslegur ávinningur liða af árangri í keppninni hefur sömuleiðis margfaldast. Það skyldi því engan undra að keppnin um þennan eftirsóttasta bikar Evrópu sé hörð. Rekstur fjölmargra liða veltur að umtalsverðu leyti á þátttöku í keppninni og barist er um þá leikmenn sem talið er að geti skipt sköpum, en launaverðbólgan hjá bestu knattspyrnumönnum álfunnar hefur verið með ólíkindum undanfarin ár. Skila há laun þó samsvarandi árangri í keppninni? Ef við lítum aftur til ársins 2013 og berum launagreiðslur saman við frammistöðu til og með síðustu leiktíð sést að há laun eru alls engin trygging fyrir góðum árangri. Real Madrid, sem greitt hefur hæstu launin, hefur vissulega einnig náð bestum árangri (þó Ajax hafi sett risastórt strik í reikninginn á dögunum) en uppskera annarra liða er ansi misjöfn. Áberandi er hversu vel Atlético frá Madríd hefur gengið að nýta sína starfskrafta, þrátt fyrir að greiða lægst laun þeirra 17 liða sem oftast hafa verið meðal þeirra útgjaldahæstu á tímabilinu.Einungis Real Madrid, Bayern og Barcelona hefur vegnað betur. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart hverjum hefur mistekist, umfram aðra, að snúa háum launagreiðslum í sigra á vellinum. Árangur Manchester United, sem er í fjórða sæti þeirra sem hæstu launin greiða, hefur frá 2013 verið hvað mest undir væntingum og er liðið átta sætum neðar á lista yfir árangur félaganna. Með fræknum sigri á PSG í síðustu viku lagfærir liðið þó nokkuð stöðu sína í þessum samanburði. Ekki má þó gleyma gömlu ítölsku stórveldunum frá Mílanó, sem saman hefur einungis einu sinni tekist að að komast í keppnina á þessu fimm ára tímabili þrátt fyrir háar launagreiðslur. Þessi einfaldi samanburður sýnir því ekki fram á fylgni milli launagreiðslna og árangurs stærstu félaganna en það væri þó fullmikil einföldun að halda öðru fram en að fjárhagslegir burðir leiki lykilhlutverk í nútímafótbolta. Þegar litið er til stærstu deilda álfunnar er það einungis Barcelona á Spáni sem unnið hefur flesta deildarmeistaratitla á tímabilinu, þrátt fyrir að greiða örlítið lægri laun en erkifjendurnir hjá Real Madrid. Það er því enn hægt að kaupa árangur. Það er bara aðeins erfiðara í Meistaradeildinni.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Þátttökulið Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu deila með sér um 270 milljarða króna verðlaunafé þetta keppnistímabilið. Heildartekjur keppninnar hafa meira en þrefaldast frá því Barcelona lagði Arsenal að velli í París árið 2006 og fjárhagslegur ávinningur liða af árangri í keppninni hefur sömuleiðis margfaldast. Það skyldi því engan undra að keppnin um þennan eftirsóttasta bikar Evrópu sé hörð. Rekstur fjölmargra liða veltur að umtalsverðu leyti á þátttöku í keppninni og barist er um þá leikmenn sem talið er að geti skipt sköpum, en launaverðbólgan hjá bestu knattspyrnumönnum álfunnar hefur verið með ólíkindum undanfarin ár. Skila há laun þó samsvarandi árangri í keppninni? Ef við lítum aftur til ársins 2013 og berum launagreiðslur saman við frammistöðu til og með síðustu leiktíð sést að há laun eru alls engin trygging fyrir góðum árangri. Real Madrid, sem greitt hefur hæstu launin, hefur vissulega einnig náð bestum árangri (þó Ajax hafi sett risastórt strik í reikninginn á dögunum) en uppskera annarra liða er ansi misjöfn. Áberandi er hversu vel Atlético frá Madríd hefur gengið að nýta sína starfskrafta, þrátt fyrir að greiða lægst laun þeirra 17 liða sem oftast hafa verið meðal þeirra útgjaldahæstu á tímabilinu.Einungis Real Madrid, Bayern og Barcelona hefur vegnað betur. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart hverjum hefur mistekist, umfram aðra, að snúa háum launagreiðslum í sigra á vellinum. Árangur Manchester United, sem er í fjórða sæti þeirra sem hæstu launin greiða, hefur frá 2013 verið hvað mest undir væntingum og er liðið átta sætum neðar á lista yfir árangur félaganna. Með fræknum sigri á PSG í síðustu viku lagfærir liðið þó nokkuð stöðu sína í þessum samanburði. Ekki má þó gleyma gömlu ítölsku stórveldunum frá Mílanó, sem saman hefur einungis einu sinni tekist að að komast í keppnina á þessu fimm ára tímabili þrátt fyrir háar launagreiðslur. Þessi einfaldi samanburður sýnir því ekki fram á fylgni milli launagreiðslna og árangurs stærstu félaganna en það væri þó fullmikil einföldun að halda öðru fram en að fjárhagslegir burðir leiki lykilhlutverk í nútímafótbolta. Þegar litið er til stærstu deilda álfunnar er það einungis Barcelona á Spáni sem unnið hefur flesta deildarmeistaratitla á tímabilinu, þrátt fyrir að greiða örlítið lægri laun en erkifjendurnir hjá Real Madrid. Það er því enn hægt að kaupa árangur. Það er bara aðeins erfiðara í Meistaradeildinni.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun