Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. mars 2019 18:01 Michael Avenatti. AP/Michael Owen Baker Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. Samkvæmt ákærunni, sem bandarískir fjölmiðlar hafa fjallað um nú síðdegis, fundaði Avenatti með lögmannig á vegum Nike fyrr í mánuðinum þar sem hann hótaði að dreifa upplýsingum sem kæmu sér illa fyrir Nike. Gaf hann fyrirtækinu tækifæri á því að greiða sér og öðrum ónefndum manni upphæðina til þess að koma í veg fyrir að upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar. „Ég mun þurrka út tíu milljarða af markaðsvirði skjólstæðingis þíns, ég er ekki að grínast,“ er Avenatti sagður hafa sagt við lögfræðing Nike að því er fram kemur í ákærunni. Avenatti er sem áður segir best þekktur fyrir að hafa verið lögmaður Stormy Daniels sem fékk greidda 130 þúsund dali frá Michael Cohen, lögmanni Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, einum mánuði fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Fyrr í dag, áður en fréttir um ákæruna voru birtar, tísti Avenatti um að hann myndi halda blaðamannamannafund á morgun. Sagðist hann ætla að afhjúpa „meiriháttar“ svikamyllu Nike í tengslum við skólakörfubolta. Saksóknarar í New York munu halda blaðamannafund síðar í dag þar sem nánar verður greint frá ákærunni. Þá segir einnig í frétt CNN að búist sé við því að saksóknarar í Los Angeles muni einnig ákæra Avenatti í tengslum við aðra glæpi.Tmrw at 11 am ET, we will be holding a press conference to disclose a major high school/college basketball scandal perpetrated by @Nike that we have uncovered. This criminal conduct reaches the highest levels of Nike and involves some of the biggest names in college basketball. — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) March 25, 2019 Bandaríkin Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. Samkvæmt ákærunni, sem bandarískir fjölmiðlar hafa fjallað um nú síðdegis, fundaði Avenatti með lögmannig á vegum Nike fyrr í mánuðinum þar sem hann hótaði að dreifa upplýsingum sem kæmu sér illa fyrir Nike. Gaf hann fyrirtækinu tækifæri á því að greiða sér og öðrum ónefndum manni upphæðina til þess að koma í veg fyrir að upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar. „Ég mun þurrka út tíu milljarða af markaðsvirði skjólstæðingis þíns, ég er ekki að grínast,“ er Avenatti sagður hafa sagt við lögfræðing Nike að því er fram kemur í ákærunni. Avenatti er sem áður segir best þekktur fyrir að hafa verið lögmaður Stormy Daniels sem fékk greidda 130 þúsund dali frá Michael Cohen, lögmanni Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, einum mánuði fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Fyrr í dag, áður en fréttir um ákæruna voru birtar, tísti Avenatti um að hann myndi halda blaðamannamannafund á morgun. Sagðist hann ætla að afhjúpa „meiriháttar“ svikamyllu Nike í tengslum við skólakörfubolta. Saksóknarar í New York munu halda blaðamannafund síðar í dag þar sem nánar verður greint frá ákærunni. Þá segir einnig í frétt CNN að búist sé við því að saksóknarar í Los Angeles muni einnig ákæra Avenatti í tengslum við aðra glæpi.Tmrw at 11 am ET, we will be holding a press conference to disclose a major high school/college basketball scandal perpetrated by @Nike that we have uncovered. This criminal conduct reaches the highest levels of Nike and involves some of the biggest names in college basketball. — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) March 25, 2019
Bandaríkin Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira