Ráðherra fær tryggingaskýrslu á næstu dögum Ari Brynjólfsson skrifar 25. mars 2019 06:00 Guðmundur Páll Jónsson, formaður samráðshópsins Félagsmálaráðherra fær afhenta skýrslu samráðshóps um endurskoðun almannatryggingakerfisins hvort sem Öryrkjabandalagið og Alþýðusambandið skrifa undir skýrsluna eða ekki. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra skipaði hópinn í apríl 2018, hópurinn samanstendur af fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og hagsmunasamtaka ásamt fulltrúum stjórnar og stjórnarandstöðu. Stóðu vonir til að hægt væri að ná sem breiðastri sátt um fyrirkomulag almannatrygginga. Til stóð að vinnunni yrði lokið síðasta haust en vinnan dróst á langinn. Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ, segir að ÖBÍ ætli ekki að skrifa undir þar sem stjórnin sjái ekki að skýrslan verði fötluðum til framdráttar. Bætti hann við að ASÍ ætlaði heldur ekki að skrifa undir. Framfærsla sé ekki tryggð í nýju kerfi og óljóst sé hvernig kerfið verður byggt upp, þar að auki sé lítið traust í garð stjórnmálamanna um að vilji sé fyrir hendi til að bæta kjör öryrkja. „Það er ekki skýrt að króna-ámóti-krónu skerðing verði tekin út. Það eru allir stjórnmálaflokkar búnir að viðurkenna að þessi skerðing sé hörmuleg aðgerð, 100 prósent skattur á þann hóp sem stendur hvað verst. Það vantar, að mínu mati, pólitískan vilja til þess að afnema þetta,“ segir Halldór Sævar. Áætlað var að skrifa undir skýrsluna í síðustu viku en fundurinn var afboðaður eftir að afstaða ÖBÍ lá fyrir. Guðmundur Páll Jónsson, formaður samráðshópsins, segir að vinnan sé á lokametrunum. „Það liggja fyrir drög og þeim verður skilað til ráðherra í næstu viku,“ segir Guðmundur Páll. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðuna fyrr en ráðherra væri kominn með skýrsluna í hendurnar. Henný Hinz, sem situr í hópnum fyrir hönd ASÍ, vildi ekki tjá sig um stöðuna að svo stöddu Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15 Segir hræðslu hjá ÖBÍ við breytt kerfi Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps Félagsmálaráðuneytisins um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 12:19 Öryrkjabandalagið fær ekki stofnstyrk úr Íbúðalánasjóði Umsókn hússjóðsins Brynju um stofnframlög til kaupa á húsnæði til að fjölga leiguíbúðum til öryrkja var hafnað af Íbúðalánasjóði. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Félagsmálaráðherra fær afhenta skýrslu samráðshóps um endurskoðun almannatryggingakerfisins hvort sem Öryrkjabandalagið og Alþýðusambandið skrifa undir skýrsluna eða ekki. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra skipaði hópinn í apríl 2018, hópurinn samanstendur af fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og hagsmunasamtaka ásamt fulltrúum stjórnar og stjórnarandstöðu. Stóðu vonir til að hægt væri að ná sem breiðastri sátt um fyrirkomulag almannatrygginga. Til stóð að vinnunni yrði lokið síðasta haust en vinnan dróst á langinn. Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ, segir að ÖBÍ ætli ekki að skrifa undir þar sem stjórnin sjái ekki að skýrslan verði fötluðum til framdráttar. Bætti hann við að ASÍ ætlaði heldur ekki að skrifa undir. Framfærsla sé ekki tryggð í nýju kerfi og óljóst sé hvernig kerfið verður byggt upp, þar að auki sé lítið traust í garð stjórnmálamanna um að vilji sé fyrir hendi til að bæta kjör öryrkja. „Það er ekki skýrt að króna-ámóti-krónu skerðing verði tekin út. Það eru allir stjórnmálaflokkar búnir að viðurkenna að þessi skerðing sé hörmuleg aðgerð, 100 prósent skattur á þann hóp sem stendur hvað verst. Það vantar, að mínu mati, pólitískan vilja til þess að afnema þetta,“ segir Halldór Sævar. Áætlað var að skrifa undir skýrsluna í síðustu viku en fundurinn var afboðaður eftir að afstaða ÖBÍ lá fyrir. Guðmundur Páll Jónsson, formaður samráðshópsins, segir að vinnan sé á lokametrunum. „Það liggja fyrir drög og þeim verður skilað til ráðherra í næstu viku,“ segir Guðmundur Páll. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðuna fyrr en ráðherra væri kominn með skýrsluna í hendurnar. Henný Hinz, sem situr í hópnum fyrir hönd ASÍ, vildi ekki tjá sig um stöðuna að svo stöddu
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15 Segir hræðslu hjá ÖBÍ við breytt kerfi Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps Félagsmálaráðuneytisins um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 12:19 Öryrkjabandalagið fær ekki stofnstyrk úr Íbúðalánasjóði Umsókn hússjóðsins Brynju um stofnframlög til kaupa á húsnæði til að fjölga leiguíbúðum til öryrkja var hafnað af Íbúðalánasjóði. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15
Segir hræðslu hjá ÖBÍ við breytt kerfi Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps Félagsmálaráðuneytisins um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 12:19
Öryrkjabandalagið fær ekki stofnstyrk úr Íbúðalánasjóði Umsókn hússjóðsins Brynju um stofnframlög til kaupa á húsnæði til að fjölga leiguíbúðum til öryrkja var hafnað af Íbúðalánasjóði. 20. mars 2019 06:45