Uppgjör hrunskulda í forgangi Ari Brynjólfsson skrifar 25. mars 2019 06:00 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata: „Ég er búinn að skoða þetta í tvo daga, þetta eru fimm hundruð blaðsíður og fyrir mér lítur þetta út eins og fimm hundruð blaðsíður sem er ætlað að fela það að þau hafi ekkert að segja.“ Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2024 var kynnt á laugardaginn. Aukið fjármagn verður lagt til samgöngu-, velferðar-, mennta- og nýsköpunarmála. Mikil áhersla er lögð á að ná jákvæðri afkomu ríkissjóðs og lækkun skatta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði við kynningu áætlunarinnar að markmiðið væri að reka ríkissjóð með góðum afgangi og greiða niður skuldir. Ef áætlunin stenst verður hlutfall skulda komið niður fyrir hlutfallið eins og það var fyrir hrun. Um er að ræða uppfærslu á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar frá því í fyrra, gert er ráð fyrir auknum fjárframlögum en einnig aðhaldi upp á fimm milljarða.Nokkur óvissa ríkir um ýmsa þætti, þar á meðal almannatryggingakerfið. Gert er ráð fyrir fjórum milljörðum á ári til þess að gera kerfisbreytingar. Málið er í höndum starfshóps sem mun afhenda félagsmálaráðherra skýrslu í vikunni. Stjórn Öryrkjabandalagsins neitaði að skrifa undir skýrsluna og er því framhaldið óljóst. Til stendur að auka heildarframlög ríkissjóðs til fjárfestinga á tímabilinu. Árið 2021 er gert ráð fyrir að fjárfesting sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu nái hámarki í 3,7 prósentum en fari svo lækkandi og endi í 3,1 prósenti árið 2024. Mest verður fjárfest í samgöngumálum, fyrir 124 milljarða, þar á eftir kemur sjúkrahúsþjónusta fyrir 74 milljarða. Er ýjað að því að til standi að selja hluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, sem og öðrum opinberum fyrirtækjum, til að auka svigrúm til fjárfestinga í innviðum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði helgina til að lesa fjármálaáætlunina. Hann segir vissulega margt jákvætt þar að finna, nefnir hann sérstaklega framlög til nýsköpunarmála, en í heild sinni sé áætlunin ómarkviss og óljós og þar að auki sé gert ráð fyrir auknum útgjöldum til ýmissa málaflokka án þess að vitað sé hvað gera eigi við fjármunina. „Þetta er fyllilega ónákvæmt og algjör óskhyggja. Það er heldur engin leið fyrir venjulegt fólk að átta sig á hvað ríkisstjórnin ætlar að gera,“ segir Björn Leví. „Ég er búinn að skoða þetta í tvo daga, þetta eru fimm hundruð blaðsíður og fyrir mér lítur þetta út eins og fimm hundruð blaðsíður sem er ætlað að fela það að þau hafi ekkert að segja. Það væri ekkert mál að segja þetta skýrt ef það væri í raun og veru einhver skýr stefna í þessu. Þetta eru bara orð og lýsingar fram og til baka um eitthvað sem skiptir engu máli. Ég vil fá að vita hver stefnan er, hvað hún kostar og hver áhrifin verða, það er fjármálaáætlun. Þetta er bara bull.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2024 var kynnt á laugardaginn. Aukið fjármagn verður lagt til samgöngu-, velferðar-, mennta- og nýsköpunarmála. Mikil áhersla er lögð á að ná jákvæðri afkomu ríkissjóðs og lækkun skatta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði við kynningu áætlunarinnar að markmiðið væri að reka ríkissjóð með góðum afgangi og greiða niður skuldir. Ef áætlunin stenst verður hlutfall skulda komið niður fyrir hlutfallið eins og það var fyrir hrun. Um er að ræða uppfærslu á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar frá því í fyrra, gert er ráð fyrir auknum fjárframlögum en einnig aðhaldi upp á fimm milljarða.Nokkur óvissa ríkir um ýmsa þætti, þar á meðal almannatryggingakerfið. Gert er ráð fyrir fjórum milljörðum á ári til þess að gera kerfisbreytingar. Málið er í höndum starfshóps sem mun afhenda félagsmálaráðherra skýrslu í vikunni. Stjórn Öryrkjabandalagsins neitaði að skrifa undir skýrsluna og er því framhaldið óljóst. Til stendur að auka heildarframlög ríkissjóðs til fjárfestinga á tímabilinu. Árið 2021 er gert ráð fyrir að fjárfesting sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu nái hámarki í 3,7 prósentum en fari svo lækkandi og endi í 3,1 prósenti árið 2024. Mest verður fjárfest í samgöngumálum, fyrir 124 milljarða, þar á eftir kemur sjúkrahúsþjónusta fyrir 74 milljarða. Er ýjað að því að til standi að selja hluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, sem og öðrum opinberum fyrirtækjum, til að auka svigrúm til fjárfestinga í innviðum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði helgina til að lesa fjármálaáætlunina. Hann segir vissulega margt jákvætt þar að finna, nefnir hann sérstaklega framlög til nýsköpunarmála, en í heild sinni sé áætlunin ómarkviss og óljós og þar að auki sé gert ráð fyrir auknum útgjöldum til ýmissa málaflokka án þess að vitað sé hvað gera eigi við fjármunina. „Þetta er fyllilega ónákvæmt og algjör óskhyggja. Það er heldur engin leið fyrir venjulegt fólk að átta sig á hvað ríkisstjórnin ætlar að gera,“ segir Björn Leví. „Ég er búinn að skoða þetta í tvo daga, þetta eru fimm hundruð blaðsíður og fyrir mér lítur þetta út eins og fimm hundruð blaðsíður sem er ætlað að fela það að þau hafi ekkert að segja. Það væri ekkert mál að segja þetta skýrt ef það væri í raun og veru einhver skýr stefna í þessu. Þetta eru bara orð og lýsingar fram og til baka um eitthvað sem skiptir engu máli. Ég vil fá að vita hver stefnan er, hvað hún kostar og hver áhrifin verða, það er fjármálaáætlun. Þetta er bara bull.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29