Ljótur leikur Oddný G. Harðardóttir skrifar 25. mars 2019 07:00 Fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024 síðastliðinn laugardag. Það er athyglisvert að lesa áætlunina í ljósi stöðunnar á vinnumarkaði og þá sérstaklega með kjör stóru kvennastéttanna hjá ríkinu í huga. Skattabreytingarnar í áætluninni eru þær sömu sem áður voru boðaðar með tæpum 7 þúsund krónum á mánuði til allra, líka þeirra sem eru með milljónir á mánuði. Hefur einhver beðið stjórnvöld um þessa rausn við ríkasta helming landsmanna? Þarna er illa farið með almannafé. Húsnæðisstuðningurinn er alls ekki sá sem vonast hafði verið eftir og barnabætur eru með sömu skerðingunum á lágar millitekjur og í ár. Í upphafi kjörtímabilsins setti ríkisstjórnin sér fjármálastefnu sem gerir ráð fyrir ákveðnum afgangi á ríkissjóði. Út af þeirri stefnu má ekki bregða nema hér verði efnahagshrun eða náttúruhamfarir. Þannig á ríkissjóður að skila 29 milljarða króna afgangi á árinu 2020. Þegar búið er að reikna bæði tekjur og gjöld miðað við nýja hagspá og þegar búið er að reikna kerfislægan kostnað s.s. vegna fjölgunar aldraðra, þá er ekki mikið eftir upp í loforð ríkisstjórnarinnar. Þess vegna setur hún 5 milljarða króna aðhald á árið 2020 og samtals verður aðhaldið orðið rúmir 13 milljarðar árið 2024. Og svo er viðbótaraðhald sem enginn veit enn hversu mikið verður. Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5% launahækkanir umfram verðlag verða ráðuneytin að skera niður fyrir þeim launakostnaði. Þetta mun hafa í för með sér lakari þjónustu við sjúklinga og börn og aðra þá sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda og þetta mun auka enn álag á stóru kvennastéttirnar eins og á það sé bætandi, eða líklegt sé að þetta muni laða til starfa fleiri hjúkrunarfræðinga eða sjúkraliða. Þessi skilaboð í gegnum fjármálaáætlunina eiga væntanlega að setja pressu á samningsaðila. Slíkt er ekkert annað en ljótur leikur stjórnvalda í upphafi kjaraviðræðna við ríkisstarfsmenn.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Oddný G. Harðardóttir Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024 síðastliðinn laugardag. Það er athyglisvert að lesa áætlunina í ljósi stöðunnar á vinnumarkaði og þá sérstaklega með kjör stóru kvennastéttanna hjá ríkinu í huga. Skattabreytingarnar í áætluninni eru þær sömu sem áður voru boðaðar með tæpum 7 þúsund krónum á mánuði til allra, líka þeirra sem eru með milljónir á mánuði. Hefur einhver beðið stjórnvöld um þessa rausn við ríkasta helming landsmanna? Þarna er illa farið með almannafé. Húsnæðisstuðningurinn er alls ekki sá sem vonast hafði verið eftir og barnabætur eru með sömu skerðingunum á lágar millitekjur og í ár. Í upphafi kjörtímabilsins setti ríkisstjórnin sér fjármálastefnu sem gerir ráð fyrir ákveðnum afgangi á ríkissjóði. Út af þeirri stefnu má ekki bregða nema hér verði efnahagshrun eða náttúruhamfarir. Þannig á ríkissjóður að skila 29 milljarða króna afgangi á árinu 2020. Þegar búið er að reikna bæði tekjur og gjöld miðað við nýja hagspá og þegar búið er að reikna kerfislægan kostnað s.s. vegna fjölgunar aldraðra, þá er ekki mikið eftir upp í loforð ríkisstjórnarinnar. Þess vegna setur hún 5 milljarða króna aðhald á árið 2020 og samtals verður aðhaldið orðið rúmir 13 milljarðar árið 2024. Og svo er viðbótaraðhald sem enginn veit enn hversu mikið verður. Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5% launahækkanir umfram verðlag verða ráðuneytin að skera niður fyrir þeim launakostnaði. Þetta mun hafa í för með sér lakari þjónustu við sjúklinga og börn og aðra þá sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda og þetta mun auka enn álag á stóru kvennastéttirnar eins og á það sé bætandi, eða líklegt sé að þetta muni laða til starfa fleiri hjúkrunarfræðinga eða sjúkraliða. Þessi skilaboð í gegnum fjármálaáætlunina eiga væntanlega að setja pressu á samningsaðila. Slíkt er ekkert annað en ljótur leikur stjórnvalda í upphafi kjaraviðræðna við ríkisstarfsmenn.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun