Lars tók norsku pressuna til bæna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2019 14:45 Lars var ekki par sáttur við umfjöllun norskra fjölmiðla um leik Norðmanna og Spánverja. vísir/getty Lars Lagerbäck lét norska fjölmiðla heyra það á blaðamannafundi í dag. Noregur tapaði 2-1 fyrir Spáni í undankeppni EM 2020 í gær og norska pressan gaf frammistöðu liðsins ekki háa einkunn. Håvard Nordtveit, leikmaður Fulham, fékk ekki góða umsögn og þá var Lars gagnrýndur fyrir að skipta Martin Odegaard snemma af velli. „Með fullri virðingu fyrir ykkar starfi höfum við aðra sýn á fótbolta. Håvard lék einn sinn besta landsleik en gerði ein mistök og þá er hann allt í einu ekki álitinn nógu góður til að spila með landsliðinu. Mitt hlutverk er að byggja leikmenn upp á meðan ykkar hlutverk er kannski að rífa þá niður,“ sagði Lars. Svíinn bætti því við að hann hefði ekki lagt það í vana sinn að lesa umfjöllun fjölmiðla um leiki sinna liða. Hann hafi hins vegar breytt út af vananum í gær og furðaði sig á umfjölluninni um leikinn gegn Spáni. Lars sagðist hafa góða reynslu af íslenskum fjölmiðlum og sagði þá starfa öðruvísi en fjölmiðlar í öðrum löndum þar sem hann hefur starfað. „Íslenskir fjölmiðlar eru frábrugðnir öðrum. Norskir fjölmiðlar vinna eins og fjölmiðlar í Svíþjóð og Nígeríu. Þar var pressan mikil. Íslenskir fjölmiðlar hugsa um fótbolta og reyna að skilja hann út frá sjónarhorni þjálfaranna. Eflaust gerið þið það einnig en ykkar vinnuveitendur vilja kannski öðruvísi umfjöllun,“ sagði Lars. Noregur mætir Svíþjóð í öðrum leik sínum í undankeppni EM á þriðjudaginn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Vítaspyrna Ramos tryggði sigur á Norðmönnum Sergio Ramos tryggði Spánverjum sigur á lærisveinum Lars Lagerback í norska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2020. 23. mars 2019 21:45 Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Sjá meira
Lars Lagerbäck lét norska fjölmiðla heyra það á blaðamannafundi í dag. Noregur tapaði 2-1 fyrir Spáni í undankeppni EM 2020 í gær og norska pressan gaf frammistöðu liðsins ekki háa einkunn. Håvard Nordtveit, leikmaður Fulham, fékk ekki góða umsögn og þá var Lars gagnrýndur fyrir að skipta Martin Odegaard snemma af velli. „Með fullri virðingu fyrir ykkar starfi höfum við aðra sýn á fótbolta. Håvard lék einn sinn besta landsleik en gerði ein mistök og þá er hann allt í einu ekki álitinn nógu góður til að spila með landsliðinu. Mitt hlutverk er að byggja leikmenn upp á meðan ykkar hlutverk er kannski að rífa þá niður,“ sagði Lars. Svíinn bætti því við að hann hefði ekki lagt það í vana sinn að lesa umfjöllun fjölmiðla um leiki sinna liða. Hann hafi hins vegar breytt út af vananum í gær og furðaði sig á umfjölluninni um leikinn gegn Spáni. Lars sagðist hafa góða reynslu af íslenskum fjölmiðlum og sagði þá starfa öðruvísi en fjölmiðlar í öðrum löndum þar sem hann hefur starfað. „Íslenskir fjölmiðlar eru frábrugðnir öðrum. Norskir fjölmiðlar vinna eins og fjölmiðlar í Svíþjóð og Nígeríu. Þar var pressan mikil. Íslenskir fjölmiðlar hugsa um fótbolta og reyna að skilja hann út frá sjónarhorni þjálfaranna. Eflaust gerið þið það einnig en ykkar vinnuveitendur vilja kannski öðruvísi umfjöllun,“ sagði Lars. Noregur mætir Svíþjóð í öðrum leik sínum í undankeppni EM á þriðjudaginn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Vítaspyrna Ramos tryggði sigur á Norðmönnum Sergio Ramos tryggði Spánverjum sigur á lærisveinum Lars Lagerback í norska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2020. 23. mars 2019 21:45 Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Sjá meira
Vítaspyrna Ramos tryggði sigur á Norðmönnum Sergio Ramos tryggði Spánverjum sigur á lærisveinum Lars Lagerback í norska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2020. 23. mars 2019 21:45