737 MAX uppfærslan sögð tilbúin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. mars 2019 07:45 Það gæti tekið lengri tíma en áður hefur verið talið að fá flugvélarnar sem um ræðir aftur í loftið. AP/Ted S. Warren Boeing er sagt vera búið að leggja lokahönd á uppfærslu á hugbúnaðaruppfærslu á flugstjórnarkerfi 737 MAX flugvélanna. Þetta hefur AFP eftir heimildarmönnum innan fluggeirans í Bandaríkjunum. Uppfærslan á við MCAS-flugstjórnarkerfið sem er ætlað að koma í veg fyrir að flugvélar ofrísi. Grunur leikur á að kerfið hafi leikið lykilhlutverk í tveimur mannskæðum flugslysum, í Indónesíu á síðasta ári og Eþíópíu fyrr í mánuðinum. Boeing hefur unnið hörðum höndum að uppfærslunni að undanförnu en búið er að setja flugbann á 737 MAX vélar fyrirtækisins víða um heim vegna flugslysanna. Flugbannið hefur haft töluverð áhrif á starfsemi flugfélaga víða um heim, þar með talið hér á landi en Icelandair rekur þrjár vélar af gerðinni 737 MAX og eru fleiri slíkar væntanlegar í flugflota félagsins. Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð munu fá að að leggja mat á uppfærsluna í vikunni og að bandarísk flugfélög muni fá kynningu á uppfærslunni á næstunni. Flugmálastjórn Bandaríkjanna hafði gefið Boeing frest fram í apríl til þess að klára uppfærsluna. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir WOW-vélarnar reynast vel í kyrrsetningarkrísu Air Canada Forsvarsmenn kanadíska flugfélagsins hafa tekið ákvörðun um að kyrrsetja Boeing 737 MAX 8-þotur sínar til 1. júlí hið minnsta. 21. mars 2019 11:45 Öryggisbúnaðurinn verður partur af vélum Icelandair í framtíðinni Icelandair keypti ekki tiltekinn öryggisbúnað í Boeing 737 MAX vélar sínar sem nú hafa verið kyrrsettar. 22. mars 2019 16:58 Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Boeing er sagt vera búið að leggja lokahönd á uppfærslu á hugbúnaðaruppfærslu á flugstjórnarkerfi 737 MAX flugvélanna. Þetta hefur AFP eftir heimildarmönnum innan fluggeirans í Bandaríkjunum. Uppfærslan á við MCAS-flugstjórnarkerfið sem er ætlað að koma í veg fyrir að flugvélar ofrísi. Grunur leikur á að kerfið hafi leikið lykilhlutverk í tveimur mannskæðum flugslysum, í Indónesíu á síðasta ári og Eþíópíu fyrr í mánuðinum. Boeing hefur unnið hörðum höndum að uppfærslunni að undanförnu en búið er að setja flugbann á 737 MAX vélar fyrirtækisins víða um heim vegna flugslysanna. Flugbannið hefur haft töluverð áhrif á starfsemi flugfélaga víða um heim, þar með talið hér á landi en Icelandair rekur þrjár vélar af gerðinni 737 MAX og eru fleiri slíkar væntanlegar í flugflota félagsins. Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð munu fá að að leggja mat á uppfærsluna í vikunni og að bandarísk flugfélög muni fá kynningu á uppfærslunni á næstunni. Flugmálastjórn Bandaríkjanna hafði gefið Boeing frest fram í apríl til þess að klára uppfærsluna.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir WOW-vélarnar reynast vel í kyrrsetningarkrísu Air Canada Forsvarsmenn kanadíska flugfélagsins hafa tekið ákvörðun um að kyrrsetja Boeing 737 MAX 8-þotur sínar til 1. júlí hið minnsta. 21. mars 2019 11:45 Öryggisbúnaðurinn verður partur af vélum Icelandair í framtíðinni Icelandair keypti ekki tiltekinn öryggisbúnað í Boeing 737 MAX vélar sínar sem nú hafa verið kyrrsettar. 22. mars 2019 16:58 Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
WOW-vélarnar reynast vel í kyrrsetningarkrísu Air Canada Forsvarsmenn kanadíska flugfélagsins hafa tekið ákvörðun um að kyrrsetja Boeing 737 MAX 8-þotur sínar til 1. júlí hið minnsta. 21. mars 2019 11:45
Öryggisbúnaðurinn verður partur af vélum Icelandair í framtíðinni Icelandair keypti ekki tiltekinn öryggisbúnað í Boeing 737 MAX vélar sínar sem nú hafa verið kyrrsettar. 22. mars 2019 16:58
Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44