Katrín segir koma til greina að Bretar gangi í EFTA, vilji þeir það Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2019 13:03 Katrín Jakobsdóttir í Brussel. Vísir/Stjónarráðið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir koma til greina að ræða við Breta um mögulega aðkomu þeirra að evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EFTA. Hún dregur þó í efa að Breta langi inn í EES en segir þá þurfa að ákveða sig fyrst. Þá segir hún EES samninginn hafa reynst Íslendingum vel. Katrín er stödd í Brussel þar sem verið er að halda upp á 25 ára afmæli EES-samningsins og var henni boðið á fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Fyrir fundinn átti forsætisráðherra morgunverðarfund með forsætisráðherrum Liechtensteins og Noregs áður en haldið var á leiðtogafundinn. Að loknum leiðtogafundinum fluttu forsætisráðherrarnir stutt ávörp og veittu fjölmiðlum viðtöl. Blaðamaður Guardian spurði hana út í hvort EFTA-ríkin væru tilbúin til viðræðna við Breta.„Ég held að Bretar sjálfir þurfi að hugsa um þann möguleika. Hvort þeir vilji það. Miðað við það sem ég hef lesið um umræðuna í Bretlandi eru þeir einnig mjög gagnrýnir á hluta EEA samkomulagsins, sem EFTA ríkin eru aðilar að. Þannig að ég veit ekki hvort það sé lausnin sem Bretar eru að leita að,“ sagði Katrín. „Augljóslega myndum við tala um það við Breta með glöðu geði, ef það er eitthvað sem Bretar vilja tala um.“ EFTA-ríkin eru Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss. Sviss er þó ekki aðili að EES samningnum. Í ávarpi sínu sagði Katrín að heil kynslóð Íslendinga gangi út frá því að hægt sé að vinna, ferðast, búa og læra hver sem er á evrópska efnahagssvæðinu. Það þurfi ekki að nefna hve miklu það skipti litla eyþjóð eins og Íslendinga. Katrín sagði samninginn hafa reynst íslensku efnahagslífi mikilvægur. „Það er mjög ánægjulegt að fá að fagna afmæli samningsins með leiðtogum ríkja ESB. EES-samningurinn veitir okkur enn fremur tækifæri að eiga samtal um mikilvæg alþjóðamál svo sem loftslags- og mannréttindamál, sem er ekki vanþörf á í ljósi þróunar heimsmála.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir koma til greina að ræða við Breta um mögulega aðkomu þeirra að evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EFTA. Hún dregur þó í efa að Breta langi inn í EES en segir þá þurfa að ákveða sig fyrst. Þá segir hún EES samninginn hafa reynst Íslendingum vel. Katrín er stödd í Brussel þar sem verið er að halda upp á 25 ára afmæli EES-samningsins og var henni boðið á fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Fyrir fundinn átti forsætisráðherra morgunverðarfund með forsætisráðherrum Liechtensteins og Noregs áður en haldið var á leiðtogafundinn. Að loknum leiðtogafundinum fluttu forsætisráðherrarnir stutt ávörp og veittu fjölmiðlum viðtöl. Blaðamaður Guardian spurði hana út í hvort EFTA-ríkin væru tilbúin til viðræðna við Breta.„Ég held að Bretar sjálfir þurfi að hugsa um þann möguleika. Hvort þeir vilji það. Miðað við það sem ég hef lesið um umræðuna í Bretlandi eru þeir einnig mjög gagnrýnir á hluta EEA samkomulagsins, sem EFTA ríkin eru aðilar að. Þannig að ég veit ekki hvort það sé lausnin sem Bretar eru að leita að,“ sagði Katrín. „Augljóslega myndum við tala um það við Breta með glöðu geði, ef það er eitthvað sem Bretar vilja tala um.“ EFTA-ríkin eru Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss. Sviss er þó ekki aðili að EES samningnum. Í ávarpi sínu sagði Katrín að heil kynslóð Íslendinga gangi út frá því að hægt sé að vinna, ferðast, búa og læra hver sem er á evrópska efnahagssvæðinu. Það þurfi ekki að nefna hve miklu það skipti litla eyþjóð eins og Íslendinga. Katrín sagði samninginn hafa reynst íslensku efnahagslífi mikilvægur. „Það er mjög ánægjulegt að fá að fagna afmæli samningsins með leiðtogum ríkja ESB. EES-samningurinn veitir okkur enn fremur tækifæri að eiga samtal um mikilvæg alþjóðamál svo sem loftslags- og mannréttindamál, sem er ekki vanþörf á í ljósi þróunar heimsmála.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira