Katrín segir koma til greina að Bretar gangi í EFTA, vilji þeir það Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2019 13:03 Katrín Jakobsdóttir í Brussel. Vísir/Stjónarráðið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir koma til greina að ræða við Breta um mögulega aðkomu þeirra að evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EFTA. Hún dregur þó í efa að Breta langi inn í EES en segir þá þurfa að ákveða sig fyrst. Þá segir hún EES samninginn hafa reynst Íslendingum vel. Katrín er stödd í Brussel þar sem verið er að halda upp á 25 ára afmæli EES-samningsins og var henni boðið á fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Fyrir fundinn átti forsætisráðherra morgunverðarfund með forsætisráðherrum Liechtensteins og Noregs áður en haldið var á leiðtogafundinn. Að loknum leiðtogafundinum fluttu forsætisráðherrarnir stutt ávörp og veittu fjölmiðlum viðtöl. Blaðamaður Guardian spurði hana út í hvort EFTA-ríkin væru tilbúin til viðræðna við Breta.„Ég held að Bretar sjálfir þurfi að hugsa um þann möguleika. Hvort þeir vilji það. Miðað við það sem ég hef lesið um umræðuna í Bretlandi eru þeir einnig mjög gagnrýnir á hluta EEA samkomulagsins, sem EFTA ríkin eru aðilar að. Þannig að ég veit ekki hvort það sé lausnin sem Bretar eru að leita að,“ sagði Katrín. „Augljóslega myndum við tala um það við Breta með glöðu geði, ef það er eitthvað sem Bretar vilja tala um.“ EFTA-ríkin eru Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss. Sviss er þó ekki aðili að EES samningnum. Í ávarpi sínu sagði Katrín að heil kynslóð Íslendinga gangi út frá því að hægt sé að vinna, ferðast, búa og læra hver sem er á evrópska efnahagssvæðinu. Það þurfi ekki að nefna hve miklu það skipti litla eyþjóð eins og Íslendinga. Katrín sagði samninginn hafa reynst íslensku efnahagslífi mikilvægur. „Það er mjög ánægjulegt að fá að fagna afmæli samningsins með leiðtogum ríkja ESB. EES-samningurinn veitir okkur enn fremur tækifæri að eiga samtal um mikilvæg alþjóðamál svo sem loftslags- og mannréttindamál, sem er ekki vanþörf á í ljósi þróunar heimsmála.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir koma til greina að ræða við Breta um mögulega aðkomu þeirra að evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EFTA. Hún dregur þó í efa að Breta langi inn í EES en segir þá þurfa að ákveða sig fyrst. Þá segir hún EES samninginn hafa reynst Íslendingum vel. Katrín er stödd í Brussel þar sem verið er að halda upp á 25 ára afmæli EES-samningsins og var henni boðið á fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Fyrir fundinn átti forsætisráðherra morgunverðarfund með forsætisráðherrum Liechtensteins og Noregs áður en haldið var á leiðtogafundinn. Að loknum leiðtogafundinum fluttu forsætisráðherrarnir stutt ávörp og veittu fjölmiðlum viðtöl. Blaðamaður Guardian spurði hana út í hvort EFTA-ríkin væru tilbúin til viðræðna við Breta.„Ég held að Bretar sjálfir þurfi að hugsa um þann möguleika. Hvort þeir vilji það. Miðað við það sem ég hef lesið um umræðuna í Bretlandi eru þeir einnig mjög gagnrýnir á hluta EEA samkomulagsins, sem EFTA ríkin eru aðilar að. Þannig að ég veit ekki hvort það sé lausnin sem Bretar eru að leita að,“ sagði Katrín. „Augljóslega myndum við tala um það við Breta með glöðu geði, ef það er eitthvað sem Bretar vilja tala um.“ EFTA-ríkin eru Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss. Sviss er þó ekki aðili að EES samningnum. Í ávarpi sínu sagði Katrín að heil kynslóð Íslendinga gangi út frá því að hægt sé að vinna, ferðast, búa og læra hver sem er á evrópska efnahagssvæðinu. Það þurfi ekki að nefna hve miklu það skipti litla eyþjóð eins og Íslendinga. Katrín sagði samninginn hafa reynst íslensku efnahagslífi mikilvægur. „Það er mjög ánægjulegt að fá að fagna afmæli samningsins með leiðtogum ríkja ESB. EES-samningurinn veitir okkur enn fremur tækifæri að eiga samtal um mikilvæg alþjóðamál svo sem loftslags- og mannréttindamál, sem er ekki vanþörf á í ljósi þróunar heimsmála.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira