Bandaríkin ætla að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2019 17:36 Ísraelskir skriðdrekir á Gólanhæðum. Ísraelar lögðu undir sig tvo þriðju hluta svæðisins í sex daga stríðinu. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti tísti í dag að Bandaríkin ætluðu sér að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum. Ísraelar innlimuðu Gólanhæðir frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967. Ríkisstjórnir heims hafa ekki viðurkennt yfirráð Ísraela yfir landssvæðinu og Sýrlendingar hafa ítrekað gert kröfu um að fá svæðið til baka. Í tístinu segir Trump tíma til kominn að Bandaríkin viðurkenni að fullu að Ísrael hafi forráð yfir Gólanhæðum. Fullyrðir hann að Gólanhæðir leiki lykilhlutverk fyrir öryggi Ísraelsríkis og stöðugleika í heimshlutanum.After 52 years it is time for the United States to fully recognize Israel's Sovereignty over the Golan Heights, which is of critical strategic and security importance to the State of Israel and Regional Stability!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 21, 2019 Reuters-fréttastofan segir að fylgi ríkisstjórn Trump orðum hans eftir yrði það meiriháttar breyting frá stefnu Bandaríkjanna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur þrýst á Bandaríkjastjórn að viðurkenna tilkall Ísraels til Gólanhæða. Netanjahú er væntanlegur í heimsókn til Washington-borgar í næstu viku. Hann stendur jafnframt frammi fyrir kosningum heima fyrir 9. apríl sem gætu reynst honum erfiðar í ljósi spillingarmála sem hann hefur verið bendlaður við. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump veitir Ísrael meiriháttar pólitíska sigra. Ákvörðun Trump um að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem, sem bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall, til olli mikilli úlfúð. Fjöldi ríkja, þar á meðal Íslands, samþykktu ályktun gegn flutningum í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Bandaríkin Ísrael Sýrland Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tísti í dag að Bandaríkin ætluðu sér að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum. Ísraelar innlimuðu Gólanhæðir frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967. Ríkisstjórnir heims hafa ekki viðurkennt yfirráð Ísraela yfir landssvæðinu og Sýrlendingar hafa ítrekað gert kröfu um að fá svæðið til baka. Í tístinu segir Trump tíma til kominn að Bandaríkin viðurkenni að fullu að Ísrael hafi forráð yfir Gólanhæðum. Fullyrðir hann að Gólanhæðir leiki lykilhlutverk fyrir öryggi Ísraelsríkis og stöðugleika í heimshlutanum.After 52 years it is time for the United States to fully recognize Israel's Sovereignty over the Golan Heights, which is of critical strategic and security importance to the State of Israel and Regional Stability!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 21, 2019 Reuters-fréttastofan segir að fylgi ríkisstjórn Trump orðum hans eftir yrði það meiriháttar breyting frá stefnu Bandaríkjanna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur þrýst á Bandaríkjastjórn að viðurkenna tilkall Ísraels til Gólanhæða. Netanjahú er væntanlegur í heimsókn til Washington-borgar í næstu viku. Hann stendur jafnframt frammi fyrir kosningum heima fyrir 9. apríl sem gætu reynst honum erfiðar í ljósi spillingarmála sem hann hefur verið bendlaður við. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump veitir Ísrael meiriháttar pólitíska sigra. Ákvörðun Trump um að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem, sem bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall, til olli mikilli úlfúð. Fjöldi ríkja, þar á meðal Íslands, samþykktu ályktun gegn flutningum í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2017.
Bandaríkin Ísrael Sýrland Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira