Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2019 16:11 Ingibjörg Saga Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótel Sögu. Fréttablaðið/Eyþór Hótelstjóri á Hótel Sögu sendi í dag inn undanþágubeiðni til verkfallsnefndar VR fyrir nætuverði sem starfa á hótelinu. Allmargir hafa gripið til þess sama en hótelstjórinn segir beiðnina senda inn af öryggisástæðum. Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. Að öllu óbreyttu hefjast verkföll rúmlega 2000 hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR á miðnætti í kvöld en áætlað er að þau standi í sólarhring. Þá eru fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir áfram út apríl.Sjá einnig: Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara „Þótt að við höfum lokað fyrir sölu þennan verkfallsdag fyrir töluvert löngu síðan, eða um leið og það lá ljóst fyrir að verkfallsaðgerðir yrðu, þá erum við samt með skuldbindingar gagnvart gestum sem voru búnir að bóka sig áður. Þannig að við erum með 350 manns í húsi,“ segir Ingibjörg Saga Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel Sögu í samtali við Vísi.Skylda að sækja um undanþáguna Hún segir að öryggisástæður hafi ráðið för við ákvörðun um að senda inn undanþágubeiðni. Það sé á ábyrgð hótelsins að manna vaktina fyrir svona marga gesti. „Það voru í rauninni öryggissjónarmið sem réðu því hjá okkur, ef það skyldi eitthvað koma upp á.“ Undanþágubeiðnin var send inn í dag og tekur til verkfallshrinunnar sem hefst nú á miðnætti og stendur til 1. maí næstkomandi. Beiðnin lýtur að fjórum næturöryggisstarfsmönnum sem ganga vaktir í móttöku hótelsins. „Við erum að senda þetta svolítið seint inn þannig að ég veit ekki hvort það næst fyrir þetta verkfall. En það eru náttúrulega boðuð verkföll líka í næstu viku, fimmtudag og föstudag, þannig að þá er þetta allavega komið inn fyrir þá hrinu,“ segir Ingibjörg. Hún veit ekki hvenær von er á svari en bindur vonir við að það fáist fyrir lokun í dag. „Ég held það sé bara okkar skylda að sækja allavega um þessa undanþágu.“ Vilja undanþágur fyrir næturverði í flestum tilvikum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. Í skriflegu svari VR við fyrirspurn Vísis segir að allmargar undanþágubeiðnir hafi borist verkfallsnefnd VR. Nær allar eigi þær sameiginlegt að beðið er um undanþágu fyrir næturverði, sem ekki heyri undir VR. „Kjarasamningar fyrir næturverði eru hjá Eflingu og er því viðkomandi bent á að beina umsóknum þangað,“ segir jafnframt í svari VR. Ingibjörg segist sjálf hafa fengið sambærileg viðbrögð frá VR en samt séu allir fjórir starfsmenn hennar, sem sótt var um undanþágubeiðni fyrir, félagsmenn þar en ekki í Eflingu. Greint er frá því á RÚV að Efling hafi hafnað öllum undanþágubeiðnum sem borist hafa félaginu vegna verkfallanna. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Hótelstjóri á Hótel Sögu sendi í dag inn undanþágubeiðni til verkfallsnefndar VR fyrir nætuverði sem starfa á hótelinu. Allmargir hafa gripið til þess sama en hótelstjórinn segir beiðnina senda inn af öryggisástæðum. Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. Að öllu óbreyttu hefjast verkföll rúmlega 2000 hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR á miðnætti í kvöld en áætlað er að þau standi í sólarhring. Þá eru fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir áfram út apríl.Sjá einnig: Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara „Þótt að við höfum lokað fyrir sölu þennan verkfallsdag fyrir töluvert löngu síðan, eða um leið og það lá ljóst fyrir að verkfallsaðgerðir yrðu, þá erum við samt með skuldbindingar gagnvart gestum sem voru búnir að bóka sig áður. Þannig að við erum með 350 manns í húsi,“ segir Ingibjörg Saga Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel Sögu í samtali við Vísi.Skylda að sækja um undanþáguna Hún segir að öryggisástæður hafi ráðið för við ákvörðun um að senda inn undanþágubeiðni. Það sé á ábyrgð hótelsins að manna vaktina fyrir svona marga gesti. „Það voru í rauninni öryggissjónarmið sem réðu því hjá okkur, ef það skyldi eitthvað koma upp á.“ Undanþágubeiðnin var send inn í dag og tekur til verkfallshrinunnar sem hefst nú á miðnætti og stendur til 1. maí næstkomandi. Beiðnin lýtur að fjórum næturöryggisstarfsmönnum sem ganga vaktir í móttöku hótelsins. „Við erum að senda þetta svolítið seint inn þannig að ég veit ekki hvort það næst fyrir þetta verkfall. En það eru náttúrulega boðuð verkföll líka í næstu viku, fimmtudag og föstudag, þannig að þá er þetta allavega komið inn fyrir þá hrinu,“ segir Ingibjörg. Hún veit ekki hvenær von er á svari en bindur vonir við að það fáist fyrir lokun í dag. „Ég held það sé bara okkar skylda að sækja allavega um þessa undanþágu.“ Vilja undanþágur fyrir næturverði í flestum tilvikum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. Í skriflegu svari VR við fyrirspurn Vísis segir að allmargar undanþágubeiðnir hafi borist verkfallsnefnd VR. Nær allar eigi þær sameiginlegt að beðið er um undanþágu fyrir næturverði, sem ekki heyri undir VR. „Kjarasamningar fyrir næturverði eru hjá Eflingu og er því viðkomandi bent á að beina umsóknum þangað,“ segir jafnframt í svari VR. Ingibjörg segist sjálf hafa fengið sambærileg viðbrögð frá VR en samt séu allir fjórir starfsmenn hennar, sem sótt var um undanþágubeiðni fyrir, félagsmenn þar en ekki í Eflingu. Greint er frá því á RÚV að Efling hafi hafnað öllum undanþágubeiðnum sem borist hafa félaginu vegna verkfallanna.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15
Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15
Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31