Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: "Mér blöskraði og mér brá“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. mars 2019 13:20 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, á fundinum í morgun. vísir/vilhelm Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir að meðalhófs hafi verið gætt. Opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um aðgerðir lögreglu hófst klukkan 8:30 í morgun. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. Til stimpinga kom á Austurvelli þann 11. mars vegna tilraunar mótmælenda til að tjalda og vildu margir meina að lögreglan hefði gengið of hart fram gagnvart mótmælendum. Piparúða var meðal annars beitt en það er í fyrsta skipti síðan árið 2009 en 130 mótmæli hafa verið hér á landi síðan.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn.vísir/vilhelmTelur lögreglu hafa beitt meðalhófi Á meðal þeirra sem komu fyrir nefndina voru þau Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir Þór útskýrði að einn mótmælanda hafi verið handtekinn fyrir að sparka ítrekað í lögreglumann og annar fyrir að reyna að koma í veg fyrir handtöku þess sem sparkaði í lögregluna. „Ég tel að lögregla hafi farið eftir því verklagi sem fyrir hana er lagt og ég tel líka að lögregla hafi beitt meðalhófi,“ sagði Ásgeir Þór og bætti við að piparúða hafi verið beitt eftir að þrjátíu til fjörutíu manna hópur hafi gert aðsúg að lögreglumönnum. Piparúðanum hafi verið beitt gegn mótmælendum í um eina mínútu eftir það. „Skipanir höfðu ekki virkað, tíu lögreglumenn geta ekki beitt lögreglutökum á þrjátíu til fjörutíu í einu, það hefur auga leið og það næsta í valdbeitingarstiga lögreglu er piparúði,“ segir Ásgeir Þór. Þá segir hann að eftir að valdbeitingunni var hætt hafi strax verið kallað á sjúkrabíl til þess að hlúa að þeim sem orðið höfðu fyrir piparúðanum.Frá nefndarfuni allsherjar- og menntamálanefndar í morgun.vísir/vilhelmSegir hörð viðbrögð lögreglu algjörlega tilefnislaus Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, varð vitni af mótmælunum en hún er ekki sammála því að meðalhófs hafi verið gætt. „Það var akkúrat að hefjast þingfundur á sama tíma og ég fór út og horfði á. Ég verð að segja að mér blöskraði og mér brá. Mér fannst þetta vera algjörlega tilefnislaust, þessi hörðu viðbrögð lögreglu,“ segir Rósa Björk sem veltir því fyrir sér hvort það skipti máli hverjir það eru sem mótmæli. Fram kom í máli Sigríðar Bjarkar að aðgerðir lögreglu væru komnar til nefndar sem hefur eftirlit með störfum lögreglunnar. Málið yrði yfirfarið af óháðum aðilum en fullt af myndefni er til frá Austurvelli, ekki síst frá 11. mars. Nefndin hefur fyrst mánuð til að skoða málið og senda til lögreglu en þá hefur lögregla þrjá mánuði til að fara yfir það áður en það er sent aftur til nefndarinnar. Nefndin mun því líklegast skila lokaskýrslu eftir fjóra mánuði.Fundinn má sjá hér fyrir neðan en athugið að blábyrjun hans vantar í myndskeiðið. Alþingi Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Vinstri græn Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir að meðalhófs hafi verið gætt. Opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um aðgerðir lögreglu hófst klukkan 8:30 í morgun. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. Til stimpinga kom á Austurvelli þann 11. mars vegna tilraunar mótmælenda til að tjalda og vildu margir meina að lögreglan hefði gengið of hart fram gagnvart mótmælendum. Piparúða var meðal annars beitt en það er í fyrsta skipti síðan árið 2009 en 130 mótmæli hafa verið hér á landi síðan.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn.vísir/vilhelmTelur lögreglu hafa beitt meðalhófi Á meðal þeirra sem komu fyrir nefndina voru þau Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir Þór útskýrði að einn mótmælanda hafi verið handtekinn fyrir að sparka ítrekað í lögreglumann og annar fyrir að reyna að koma í veg fyrir handtöku þess sem sparkaði í lögregluna. „Ég tel að lögregla hafi farið eftir því verklagi sem fyrir hana er lagt og ég tel líka að lögregla hafi beitt meðalhófi,“ sagði Ásgeir Þór og bætti við að piparúða hafi verið beitt eftir að þrjátíu til fjörutíu manna hópur hafi gert aðsúg að lögreglumönnum. Piparúðanum hafi verið beitt gegn mótmælendum í um eina mínútu eftir það. „Skipanir höfðu ekki virkað, tíu lögreglumenn geta ekki beitt lögreglutökum á þrjátíu til fjörutíu í einu, það hefur auga leið og það næsta í valdbeitingarstiga lögreglu er piparúði,“ segir Ásgeir Þór. Þá segir hann að eftir að valdbeitingunni var hætt hafi strax verið kallað á sjúkrabíl til þess að hlúa að þeim sem orðið höfðu fyrir piparúðanum.Frá nefndarfuni allsherjar- og menntamálanefndar í morgun.vísir/vilhelmSegir hörð viðbrögð lögreglu algjörlega tilefnislaus Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, varð vitni af mótmælunum en hún er ekki sammála því að meðalhófs hafi verið gætt. „Það var akkúrat að hefjast þingfundur á sama tíma og ég fór út og horfði á. Ég verð að segja að mér blöskraði og mér brá. Mér fannst þetta vera algjörlega tilefnislaust, þessi hörðu viðbrögð lögreglu,“ segir Rósa Björk sem veltir því fyrir sér hvort það skipti máli hverjir það eru sem mótmæli. Fram kom í máli Sigríðar Bjarkar að aðgerðir lögreglu væru komnar til nefndar sem hefur eftirlit með störfum lögreglunnar. Málið yrði yfirfarið af óháðum aðilum en fullt af myndefni er til frá Austurvelli, ekki síst frá 11. mars. Nefndin hefur fyrst mánuð til að skoða málið og senda til lögreglu en þá hefur lögregla þrjá mánuði til að fara yfir það áður en það er sent aftur til nefndarinnar. Nefndin mun því líklegast skila lokaskýrslu eftir fjóra mánuði.Fundinn má sjá hér fyrir neðan en athugið að blábyrjun hans vantar í myndskeiðið.
Alþingi Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Vinstri græn Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira