Festa kaup á mun færri bílaleigubílum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 21. mars 2019 06:45 Í kjölfar verkfallsaðgerða drógust pantanir saman um 20-30 prósent hjá bílaleigunni Enterprise. Fréttablaðið/Anton Brink Bílaleigan Enterprise, sem er í eigu Kynnisferða, mun kaupa um 30 prósentum færri nýja bíla í ár en í fyrra. Bílaleiga Akureyrar/Höldur mun kaupa 20-23 prósentum færri nýja bíla í ár og Hertz á Íslandi mun kaupa mun færri nýja bíla. Þetta segja stjórnendur fyrirtækjanna við Fréttablaðið. Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, segir að stjórnendur fyrirtækisins hafi horft fram á erfiðara rekstrarumhverfi og því ákveðið að fækka bílum í flotanum. Frá og með áramótum hafi bílaleigur orðið að greiða full vörugjöld, launakostnaður sé hár og fari hækkandi og samhliða minna framboði af flugi til landsins var fyrirséð að ferðamönnum myndi fækka. „Það er orðið erfitt að ná endum saman,“ segir hann. Erlendum farþegum sem flugu frá Keflavíkurflugvelli fækkaði um sjö prósent á milli ára í febrúar og um 6,4 prósent ef janúar er tekinn með í reikninginn, samkvæmt tilkynningu ISAVIA. Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, segir að almennt hafi afkoman af rekstri bílaleiga verið afar döpur. „Við höfum markvisst verið að draga úr framboði af bílaleigubílum,“ segir hann. Um sé að ræða viðleitni til að draga úr framboði og hækka verð. Verðin hafi verið ágæt á sumrin en langt undir kostnaðarverði á veturna. Sigfús Bjarni Sigfússon, forstjóri Hertz á Íslandi, hefur verið í ferðamannabransanum í hartnær 30 ár og rekið bílaleigur í 20 ár. „Ég hef ekki upplifað jafn mikla óvissu,“ segir hann og nefnir að óvissa sé uppi um framtíð WOW air, hvort leiðakerfi flugfélaga eins og Icelandair og Norwegian sem fljúga hingað til lands muni raskast vegna þess að flugvélarnar Boeing 747 MAX 8 hafi tímabundið verið kyrrsettar og nú séu verkföll yfirvofandi sem beint sé að ferðaþjónustunni. „Í ofanálag voru álögur á bílaleigur auknar um áramótin. Nú verðum við að greiða full vörugjöld af bílum í útleigu. Leigubílstjórar, útgerðir og flugfélög þurfa ekki að greiða vörugjöld af sínum atvinnutækjum. Þetta er ósanngjarnt. Aukinheldur erum við einu fyrirtækin í ferðaþjónustu sem greiða virðisaukaskatt í hæsta þrepi sem er með því hæsta sem þekkist í heiminum,“ segir Sigfús. Fram kom í skýrslu KPMG í haust að hagnaður bílaleiga sem hlutfall af tekjum hefði dregist saman úr 6,3 prósentum árið 2016 í 0,5 prósent árið 2017. Fjögur af níu félögum sem könnuð voru og telja tæplega 60 prósent af markaðnum, voru rekin með tapi. Vandinn fólst í því að launakostnaður og fjármagnskostnaður fór vaxandi. Enterprise tapaði 88 milljónum árið 2017 en Björn segir að tapið hafi verið eitthvað minna í fyrra. „Árið 2018 í rekstri Hertz á Íslandi var hið versta í níu ár. En við vorum réttum megin við strikið,“ segir Sigfús. Fyrirtækið hagnaðist um 90 milljónir árið 2017. Björn segir að fyrir tveimur árum hafi meðalleigutími verið sjö, átta dagar en sé nú fimm, sex dagar. Ferðamenn, sem geti keyrt ótakmarkað án viðbótarkostnaðar, keyri hins vegar jafn mikið en á styttri tíma. Bílarnir séu því meira eknir og það þurfi að afgreiða þá oftar til viðskiptavina sem auki rekstrarkostnað. Stjórnendur bílaleiga eru almennt sammála um að pantanir í janúar og febrúar hafi verið ágætar. Björn segir að þær bókanir sem nú berist séu einkum frá ferðaskrifstofum. Eftir að fór að bera á verkfallsaðgerðum hafi þær dregist saman um 20-30 prósent. Steingrímur segir að ekki hafi dregið úr pöntunum hjá Bílaleigu Akureyrar en fyrirspurnir vegna verkfalla séu margar. Steingrímur bendir á að almennt séu bílaleigubílar bókaðir í mars til júní. Sigfús Bjarni segir að fyrst kaupi fólk flug, því næst hótel og loks bílaleigubíla. „Sumarið lítur ágætlega út en við höfum kannski fengið um ein þriðja af bókunum sumarsins,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Bílaleigan Enterprise, sem er í eigu Kynnisferða, mun kaupa um 30 prósentum færri nýja bíla í ár en í fyrra. Bílaleiga Akureyrar/Höldur mun kaupa 20-23 prósentum færri nýja bíla í ár og Hertz á Íslandi mun kaupa mun færri nýja bíla. Þetta segja stjórnendur fyrirtækjanna við Fréttablaðið. Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, segir að stjórnendur fyrirtækisins hafi horft fram á erfiðara rekstrarumhverfi og því ákveðið að fækka bílum í flotanum. Frá og með áramótum hafi bílaleigur orðið að greiða full vörugjöld, launakostnaður sé hár og fari hækkandi og samhliða minna framboði af flugi til landsins var fyrirséð að ferðamönnum myndi fækka. „Það er orðið erfitt að ná endum saman,“ segir hann. Erlendum farþegum sem flugu frá Keflavíkurflugvelli fækkaði um sjö prósent á milli ára í febrúar og um 6,4 prósent ef janúar er tekinn með í reikninginn, samkvæmt tilkynningu ISAVIA. Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, segir að almennt hafi afkoman af rekstri bílaleiga verið afar döpur. „Við höfum markvisst verið að draga úr framboði af bílaleigubílum,“ segir hann. Um sé að ræða viðleitni til að draga úr framboði og hækka verð. Verðin hafi verið ágæt á sumrin en langt undir kostnaðarverði á veturna. Sigfús Bjarni Sigfússon, forstjóri Hertz á Íslandi, hefur verið í ferðamannabransanum í hartnær 30 ár og rekið bílaleigur í 20 ár. „Ég hef ekki upplifað jafn mikla óvissu,“ segir hann og nefnir að óvissa sé uppi um framtíð WOW air, hvort leiðakerfi flugfélaga eins og Icelandair og Norwegian sem fljúga hingað til lands muni raskast vegna þess að flugvélarnar Boeing 747 MAX 8 hafi tímabundið verið kyrrsettar og nú séu verkföll yfirvofandi sem beint sé að ferðaþjónustunni. „Í ofanálag voru álögur á bílaleigur auknar um áramótin. Nú verðum við að greiða full vörugjöld af bílum í útleigu. Leigubílstjórar, útgerðir og flugfélög þurfa ekki að greiða vörugjöld af sínum atvinnutækjum. Þetta er ósanngjarnt. Aukinheldur erum við einu fyrirtækin í ferðaþjónustu sem greiða virðisaukaskatt í hæsta þrepi sem er með því hæsta sem þekkist í heiminum,“ segir Sigfús. Fram kom í skýrslu KPMG í haust að hagnaður bílaleiga sem hlutfall af tekjum hefði dregist saman úr 6,3 prósentum árið 2016 í 0,5 prósent árið 2017. Fjögur af níu félögum sem könnuð voru og telja tæplega 60 prósent af markaðnum, voru rekin með tapi. Vandinn fólst í því að launakostnaður og fjármagnskostnaður fór vaxandi. Enterprise tapaði 88 milljónum árið 2017 en Björn segir að tapið hafi verið eitthvað minna í fyrra. „Árið 2018 í rekstri Hertz á Íslandi var hið versta í níu ár. En við vorum réttum megin við strikið,“ segir Sigfús. Fyrirtækið hagnaðist um 90 milljónir árið 2017. Björn segir að fyrir tveimur árum hafi meðalleigutími verið sjö, átta dagar en sé nú fimm, sex dagar. Ferðamenn, sem geti keyrt ótakmarkað án viðbótarkostnaðar, keyri hins vegar jafn mikið en á styttri tíma. Bílarnir séu því meira eknir og það þurfi að afgreiða þá oftar til viðskiptavina sem auki rekstrarkostnað. Stjórnendur bílaleiga eru almennt sammála um að pantanir í janúar og febrúar hafi verið ágætar. Björn segir að þær bókanir sem nú berist séu einkum frá ferðaskrifstofum. Eftir að fór að bera á verkfallsaðgerðum hafi þær dregist saman um 20-30 prósent. Steingrímur segir að ekki hafi dregið úr pöntunum hjá Bílaleigu Akureyrar en fyrirspurnir vegna verkfalla séu margar. Steingrímur bendir á að almennt séu bílaleigubílar bókaðir í mars til júní. Sigfús Bjarni segir að fyrst kaupi fólk flug, því næst hótel og loks bílaleigubíla. „Sumarið lítur ágætlega út en við höfum kannski fengið um ein þriðja af bókunum sumarsins,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent