Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2019 10:38 Vél Icelandair flýgur hér yfir Reykjavík. Vísir/vilhelm Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Nú á ellefta tímanum hefur hluti hækkunarinnar gengið til baka og nemur nú um 9 prósentum sem stendur. Önnur félög í Kauphöllinni hafa þó lækkað það sem af er degi, flest um á bilinu 1 til 2,5 prósent. Síðast þegar bréf í Icelandair hækkuðu jafn skarpt, um síðastliðin mánaðamót, sagði greinandi að það væri til marks um mat markaðarins að samningaviðræður WOW og Indigo væru komnar í öngstræti. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair.“ Ætla má að þessa skörpu hækkun í dag megi því rekja til frétta morgunsins af viðræðum WOW Air og Indigo Partners, en talið er að nú sé tvísýnna um að þær nái fram að ganga. Ekki eru nema tæpar tvær síðan að því var lýst yfir að Indigo væri tilbúið að auka fjárfestingu sína í WOW um 15 milljónir dala, sem greinandi sem fréttastofa ræddi við taldi jákvæð tíðindi.Þá á WOW jafnvel að hafa falast eftir ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins. Skúli Mogensen, stofnandi WOW, er jafnframt sagður hafa leitað aftur til Icelandair um síðastliðin mánaðamót með það fyrir augum að fá þennan helsta keppinaut sinn aftur að samningaborðinu.Sjá einnig: WOW air falast eftir ríkisábyrgðÞó ekkert hafi orðið að því ber fréttaflutningur helgarinnar hins vegar með sér að WOW sé orðinn álitlegri kostur fyrir Icelandair eftir hrakfarir Boeing á síðustu dögum. Kyrrsetning á Boeing 737 Max-þotum um allan heim hafi skyndilega hækkað verðmæti leigusamninga WOW air á Airbus-vélum. Erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um gang viðræðnanna, allt frá því að þær hófust formlega í lok nóvember. Indigo og WOW hafa gefið sér til loka þessa mánaðar til að ganga frá lausum endum og munu viðræðurnar því hafa staðið yfir í fjóra mánuði. Upplýsingafulltrúi Indigo Partners vildi þannig ekki tjá sig um gang viðræðnanna í samtali við ferðamálasíðuna Túrista í gærkvöldi, ekki einu sinni hvort samningaviðræðurnar væru yfirhöfuð í gangi. Upplýsingafulltrúi WOW skýldi sér á bakvið þá staðreynd að skuldabréf WOW væru skráð í kauphöll í Svíþjóð. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Nú á ellefta tímanum hefur hluti hækkunarinnar gengið til baka og nemur nú um 9 prósentum sem stendur. Önnur félög í Kauphöllinni hafa þó lækkað það sem af er degi, flest um á bilinu 1 til 2,5 prósent. Síðast þegar bréf í Icelandair hækkuðu jafn skarpt, um síðastliðin mánaðamót, sagði greinandi að það væri til marks um mat markaðarins að samningaviðræður WOW og Indigo væru komnar í öngstræti. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair.“ Ætla má að þessa skörpu hækkun í dag megi því rekja til frétta morgunsins af viðræðum WOW Air og Indigo Partners, en talið er að nú sé tvísýnna um að þær nái fram að ganga. Ekki eru nema tæpar tvær síðan að því var lýst yfir að Indigo væri tilbúið að auka fjárfestingu sína í WOW um 15 milljónir dala, sem greinandi sem fréttastofa ræddi við taldi jákvæð tíðindi.Þá á WOW jafnvel að hafa falast eftir ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins. Skúli Mogensen, stofnandi WOW, er jafnframt sagður hafa leitað aftur til Icelandair um síðastliðin mánaðamót með það fyrir augum að fá þennan helsta keppinaut sinn aftur að samningaborðinu.Sjá einnig: WOW air falast eftir ríkisábyrgðÞó ekkert hafi orðið að því ber fréttaflutningur helgarinnar hins vegar með sér að WOW sé orðinn álitlegri kostur fyrir Icelandair eftir hrakfarir Boeing á síðustu dögum. Kyrrsetning á Boeing 737 Max-þotum um allan heim hafi skyndilega hækkað verðmæti leigusamninga WOW air á Airbus-vélum. Erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um gang viðræðnanna, allt frá því að þær hófust formlega í lok nóvember. Indigo og WOW hafa gefið sér til loka þessa mánaðar til að ganga frá lausum endum og munu viðræðurnar því hafa staðið yfir í fjóra mánuði. Upplýsingafulltrúi Indigo Partners vildi þannig ekki tjá sig um gang viðræðnanna í samtali við ferðamálasíðuna Túrista í gærkvöldi, ekki einu sinni hvort samningaviðræðurnar væru yfirhöfuð í gangi. Upplýsingafulltrúi WOW skýldi sér á bakvið þá staðreynd að skuldabréf WOW væru skráð í kauphöll í Svíþjóð.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00
WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15
Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55