Körfubolti

Baldur Þór: Spenntur fyrir oddaleiknum

Axel Örn Sæmundsson skrifar
Baldur og félagar eru einum sigri frá undanúrslitunum.
Baldur og félagar eru einum sigri frá undanúrslitunum. vísir/daníel þór
„Ég er mjög ánægður að vinna og spenntur fyrir því að fara í oddaleik á Sauðarkróki,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Þórs eftir sigurinn á Tindastóli í kvöld.

Það voru nokkrir þættir sem skiluðu þessum sigri hér í kvöld og fór Baldur aðeins yfir þá.

„Liðsheildin, vorum óeigingjarnir í sókn og hjálpuðumst allir að í vörn. Vorum agaðir og höfðum mikla orku. Við trúðum á þetta og þetta eru þessir hlutir sem skiluðu þessu.“

Varnarleikur Þórsliðsins hefur skánað heilmikið en þeir fara frá því að fá á sig 112 stig í fyrsta leik yfir í það að fá á sig 67 á Króknum og 83 í kvöld.

„Þróast úr því að vera vægast sagt slakur í það að vera þétt 5 manna vörn sem hjálpast að. Það er það sem skilar þessu, við verðum að mæta högginu og baráttunni með sömu orkunni og þá getum við klárað þetta.“

Aðspurður hvort það þyrfti að breita miklu fyrir oddaleikinn á Sauðarkróki svaraði Baldur: „Nei ég reikna ekki með því, við þurfum bara að kíkja á þá og fara yfir þá. Við þurfum að hjálpast að á báðum endum vallarins og taka allar 50/50 baráttur og leggja allt í þetta. Þá getum við unnið þá.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×