Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. mars 2019 07:00 Hundruð misstu vinnuna þegar WOW air flaug í þrot og munu leita í Ábyrgðasjóðinn. Fréttablaðið/Ernir Staða Ábyrgðasjóðs launa er góð eftir góðæri síðustu ára að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar en gjaldþrot WOW air gæti fljótt snúið þeirri góðu stöðu við. Línur Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær eftir tíðindi fimmtudagsins af WOW air. Í gær var stofnunin einnig með opið hús fyrir þá sem misstu vinnuna í vikunni. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur aldrei í sögunni eins fjölmennur hópur orðið atvinnulaus á jafn skömmum tíma. Strax í gær tilkynntu þessu til viðbótar mörg fyrirtæki að þau hefðu þurft að grípa til hópuppsagna þar sem tugir einstaklinga hafa misst vinnuna til viðbótar. Ábyrgðasjóður launa ábyrgist hins vegar greiðslu vinnulaunakröfu launþega og kröfu lífeyrissjóðs vegna lífeyrisiðgjalda á hendur vinnuveitanda við gjaldþrotaskipti. Árið 2016 námu heildarlaunagreiðslur úr sjóðnum 482 milljónum, 605 milljónum 2017 en tölur síðasta árs liggja ekki fyrir. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar sem fer með Ábyrgðasjóð launa, segir ákveðna útreikninga hafa verið gerða vegna stöðunnar sem upp kom á fimmtudaginn en þeir séu með öllum fyrirvörum, enda sé mjög erfitt að segja til um hversu mikið þurfi til að dekka höggið nú. Ef í ljós kemur að bitinn reynist of stór þá verði leitað eftir viðbótarframlagi frá ríkissjóði. „Stærsti óvissuþátturinn er lífeyrisiðgjöldin því það er ekkert hámark á þeim og þau miðast við raunlaun einstaklinga. Það er mesti óvissuþátturinn og stærsti útgjaldaliðurinn í þessum sjóði.“ Unnur segir aðspurð að staða sjóðsins sé þó góð. „Staðan á Ábyrgðasjóðnum er ljómandi góð því það hefur auðvitað verið góðæri og safnast í hann undanfarin ár. En það gæti verið fljótt að fara núna, ég ætla ekki að draga fjöður yfir það.“ Félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, tilkynnti í gær að Vinnumálastofnun yrði veitt 80 milljóna viðbótarframlag til að mæta auknum verkefnum vegna falls WOW. Verja á 65 milljónum króna til að styrkja þjónustuver stofnunarinnar í Reykjavík og 15 milljónum til að styrkja þjónustuskrifstofuna í Reykjanesbæ. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Staða Ábyrgðasjóðs launa er góð eftir góðæri síðustu ára að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar en gjaldþrot WOW air gæti fljótt snúið þeirri góðu stöðu við. Línur Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær eftir tíðindi fimmtudagsins af WOW air. Í gær var stofnunin einnig með opið hús fyrir þá sem misstu vinnuna í vikunni. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur aldrei í sögunni eins fjölmennur hópur orðið atvinnulaus á jafn skömmum tíma. Strax í gær tilkynntu þessu til viðbótar mörg fyrirtæki að þau hefðu þurft að grípa til hópuppsagna þar sem tugir einstaklinga hafa misst vinnuna til viðbótar. Ábyrgðasjóður launa ábyrgist hins vegar greiðslu vinnulaunakröfu launþega og kröfu lífeyrissjóðs vegna lífeyrisiðgjalda á hendur vinnuveitanda við gjaldþrotaskipti. Árið 2016 námu heildarlaunagreiðslur úr sjóðnum 482 milljónum, 605 milljónum 2017 en tölur síðasta árs liggja ekki fyrir. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar sem fer með Ábyrgðasjóð launa, segir ákveðna útreikninga hafa verið gerða vegna stöðunnar sem upp kom á fimmtudaginn en þeir séu með öllum fyrirvörum, enda sé mjög erfitt að segja til um hversu mikið þurfi til að dekka höggið nú. Ef í ljós kemur að bitinn reynist of stór þá verði leitað eftir viðbótarframlagi frá ríkissjóði. „Stærsti óvissuþátturinn er lífeyrisiðgjöldin því það er ekkert hámark á þeim og þau miðast við raunlaun einstaklinga. Það er mesti óvissuþátturinn og stærsti útgjaldaliðurinn í þessum sjóði.“ Unnur segir aðspurð að staða sjóðsins sé þó góð. „Staðan á Ábyrgðasjóðnum er ljómandi góð því það hefur auðvitað verið góðæri og safnast í hann undanfarin ár. En það gæti verið fljótt að fara núna, ég ætla ekki að draga fjöður yfir það.“ Félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, tilkynnti í gær að Vinnumálastofnun yrði veitt 80 milljóna viðbótarframlag til að mæta auknum verkefnum vegna falls WOW. Verja á 65 milljónum króna til að styrkja þjónustuver stofnunarinnar í Reykjavík og 15 milljónum til að styrkja þjónustuskrifstofuna í Reykjanesbæ.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira